Bæjarráð - 842. fundur - 2. júní 2014

Þetta var gert:

 

1.      Verkefni bæjarráðs.

Staðgengill bæjarstjóra gerir grein fyrir verkefnum bæjarráðs.

 

2.      Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 28/4. 2014-04-0025.

Lögð er fram fundargerð ársfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða sem haldinn var 28/4, ársskýrsla starfsársins 2013 og ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða fyrir árið 2013.

Lagt fram til kynningar.

 

3.      Vestfjarðarbrú Bugl. 2014-05-0107.

Lagt er fram afrit af bréfi undirrituðu af Jónu Benediktsdóttur, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, Soffíu Vagnsdóttur, skólastjóra Grunnskólans í Bolungarvík, Margréti Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar, Guðnýju Hildi Magnúsdóttur, félagsráðgjafa félagsþjónustu við Djúp og Rakel Rut Yngvadóttur, skólahjúkrunarfræðingi á Heilsugæslustofnun Vestfjarða, til Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, Eygló Harðardóttur, velferðaráðherra, Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, Erni Ingasyni, yfirmanni Heilsugæslustofnunar Vestfjarða og Sigrúnu Camillu Halldórsdóttur, fjármálastjóra Heilsugæslustofnunar Vestfjarða, dags. 26. maí sl.

Lagt fram til kynningar.

 

4.      Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2014. 2014-01-0071.

Lagt er fram bréf Klöru E. Finnbogadóttur, f.h. námsleyfasjóðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. maí sl.

Bæjarráð fagnar úthlutuðum styrk og verkefnunum.

 

5.      Listaskóli Rögnvaldar. 2013-12-0028.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 30. maí sl.

Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur.

 

6.      Slökkvilið Ísafjarðarbæjar.

Málinu frestað til næsta fundar.

 

7.      Hestamannafélagið Stormur.

Málinu frestað til næsta fundar.

 

8.      Vísir Þingeyri, rekstrarstöðvun. 2014-04-0001.

Lagður er fram tölvupóstur Guðrúnar Stellu Gissurardóttur, dags. 30. maí sl.

Bæjarráð fagnar framkominni ákvörðun Vísis um að stöðva ekki rekstur hjá fyrirtækinu í sumar utan sumarfrís.

 

9.      Eldi Hraðfrystihússins Gunnvarar. 2014-04-0016.

Lagt er fram bréf Sigmars Arnar Steingrímssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 30. maí sl.

Lagt fram til kynningar.

 

10.  Mánaðaryfirlit janúar-apríl 2014. 2014-02-0058.

Lagt er fram mánaðaryfirlit Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, vegna febrúar mánaðar, dags. 31. mars 2014.

Margrét Halldórsdóttir mætir til fundar kl. 08:48 og yfirgefur fundinn kl. 09:08.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:15.

 

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Albertína F. Elíasdóttir                                                        

Arna Lára Jónsdóttir

Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra og bæjarritari

Er hægt að bæta efnið á síðunni?