Bæjarráð - 837. fundur - 16. apríl 2014

 

Þetta var gert:

 

1.      Verkefni bæjarráðs.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir verkefnum bæjarráðs.

 

2.      Fundargerð hafnarstjórnar 4/4.

171. fundur hafnarstjórnar.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Fundargerð barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum 10/4.

127. fundur barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.

Lögð fram til kynningar.

 

4.      Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 10/4.

Lögð er fram fundargerð 815. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lögð fram til kynningar.

 

5.      Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2014. 2013-09-0028.

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 2. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

6.      Umsóknir um styrki til menningarmála. 2014-03-0013.

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 13. apríl 2014.

Bæjarráð samþykkir að úthluta styrkjum til menningarmála sem hér segir:

 

Umsækjandi

Verkefni

Tillaga

Act alone, Jón Viðar Jónsson

Leiklistarhátíð á Suðureyri

        200.000 kr.

Heiðar Eldberg Eiríksson

Eyrin, stuttmynd tekin upp á Suðureyri

          70.000 kr.

Félag vestfirskra listamanna, Ómar Smári Kristinsson

Útgáfa á kynningarriti félagsins "List á Vestfjörðum 2014"

        120.000 kr.

Sunnukórinn, Sigrún Viggósdóttir

80 ára afmæli, sögusýning og hátíðartónleikar

        100.000 kr.

Eyþór Jóvinsson

Bókahátíð á Flateyri 2014

          50.000 kr.

Menningarmiðstöðin Edinborg

Opin ljóðabók

          70.000 kr.

Undirbúningsnefnd LÚR og Menningarm. Edinborg

LÚR festival 2014

        120.000 kr.

NAFA 2014, Haukur Sigurðsson

Kvikmyndahátíð og ráðstefna NAFA

        120.000 kr.

Nemendafélag Menntaskólans á Ísafirði

Sólrisa, lista- og menningarvika

          50.000 kr.

Hildur Inga Rúnarsdóttir og Bjarney Sólveig Snorradóttir

Risaljósmyndasýning

        100.000 kr.

Raven félagasamtök, Hrafnhildur Einarsdóttir

SHÄR dans- og kvikmyndaverkefni

                  -   kr.

 Samtals

 

 1.000.000 kr.

 

7.      Reglur um styrki til menningarmála. 2011-06-0050.

Lögð er fram tillaga Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, að breytingum á reglum um styrki til menningarmála.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki reglurnar með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum.

 

8.      Bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar. 2012-12-0018.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, gerir grein fyrir stöðu málsins.

 

9.      Umsókn um styrk við frumkvöðla og fyrirtæki sem vilja auka starfsemi sína. 2014-03-0013

Lögð er fram umsókn Sjávareldis ehf. um styrk til frumkvöðla og fyrirtækja til að auka starfsemi, dags. 7. apríl 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

 

10.  Byggðasamlag um slökkvilið á N-Vestfjörðum.

Lögð voru fram ýmis vinnugögn vegna hugsanlegs byggðasamlags um slökkvilið á N-Vestfjörðum.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála og er falið að vinna málið áfram.

 

11.  Atvinnumál á Þingeyri. 2014-04-0001.

Lagt er fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dags. 15. apríl 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda Vísi formlegt bréf þar sem leitast verður eftir að hægt verði að kaupa þær aflaheimildir sem lagðar voru inn í félagið Fjölni. Enn fremur felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna áfram í málinu að öðru leyti í samræmi við aðgerðaráætlun sem lögð var til í framlögðu minnisblaði.

Í ljósi mikilvægis Dýrafjarðarganga og atvinnulífs á Vestfjörðum hvetur bæjarráð Alþingi og innanríkisráðuneytið að vinnu við Dýrafjarðargöng verði flýtt. Hönnun ganganna er lokið og tilbúin til útboðs, þar af leiðandi er engin fyrirstaða í því að þau verði boðin út .

 

12.  Styrkúthlutun 2014: Turnhús, Neðstikaupstaður, Ísafirði. 2011-03-0064.

Lagt er fram bréf Kristínar Huldar Sigurðardóttur, f.h. Minjastofnunar Íslands, dags. 7. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

13.  Styrkúthlutun 2014: Salthús, Fjarðargata, Þingeyri. 2011-03-0067.

Lagt er fram bréf Kristínar Huldar Sigurðardóttur, f.h. Minjastofnunar Íslands, dags. 7. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

14.  Lán úr Ofanflóðasjóði. 2014-02-0054.

Lagt er fram bréf Sigríðar Auðar Arnardóttur og Hafsteins Pálssonar, f.h. umhverfis- og auðlindaráðherra, dags. 10. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

15.  Fundarboð á ársfund Starfsendurhæfingar Vestfjarða. 2014-04-0025.

Lagt er fram bréf Hörpu Lindar Kristjánsdóttur, f.h. Starfsendurhæfingar Vestfjarða, dags. 11. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar og hvetur bæjarráð þá starfsmenn bæjarins, er málið varðar, að mæta á ársfundinn.

 

16.  Fundarboð um samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun. 2011-06-0058.

Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, frá 9. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:30.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Albertína F. Elíasdóttir                                                        

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?