Bæjarráð - 835. fundur - 31. mars 2014
Þetta var gert:
1. Fundargerð félagsmálanefndar 25/3.
386. fundur félagsmálanefndar.
Lögð fram til kynningar.
2. Fundargerð fræðslunefndar 26/3.
Lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð umhverfisnefndar 26/3.
Lögð fram til kynningar.
4. Eyrarskjól – Hjallastefnan. 2013-12-0025.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðunni og þeim drögum að samningi sem fyrir liggja. Bæjarráð vísar samningnum til bæjarstjórnar.
5. Sumarróló á Suðureyri. 2014-03-0066.
Lagt er fram bréf Bryndísar Ástu Birgisdóttur, formanns, fyrir hönd Kvenfélagsins Ársólar, Suðureyri, dags. 26. febrúar 2014.
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um stöðu málsins frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
6. Hinir fögru fimm. 2014-01-0007.
Lagt er fram bréf Estherar Önnu Jóhannsdóttur, f.h. Minjastofnunar Íslands, dags. 19. mars 2014.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið áfram og að undirrita samninginn.
7. Úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda. 2013-09-0031.
Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 19. mars 2014.
Lagt fram til kynningar.
8. Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis gistingar, Hafnarstræti 18. 2014-03-0069.
Lagður er fram tölvupóstur sýslumannsins á Ísafirði dags. 26. mars 2014 og umsókn Jóns F. Gíslasonar um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar, dags. 25. mars 2014.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
9. Umsóknir um styrki til menningarmála. 2014-02-0060.
Lagt er fram minnisblað bæjarritara, dags. 27. mars 2014.
Bæjarráð felur bæjarritara að vinna áfram í málinu.
10. Færanleg salerni á Ísafjarðarhöfn. 2014-02-0075 / 2014-02-0125.
Lagður er fram viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun vegna færanlegra salerna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.
11. Snjómokstur 2014. 2013-06-0033 / 2014-02-0125.
Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra dags. 25. mars 2014 og viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.
12. Mánaðaryfirlit febrúar 2014. 2014-02-0058.
Lagt er fram mánaðaryfirlit Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, vegna febrúar mánaðar, dags. 31. mars 2014.
Lagt fram til kynningar.
13. Önnur mál.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær veiti kennurum og nemendum Menntaskólans á Ísafirði frítt á skíði, í sund og aðra líkamsrækt á vegum Ísafjarðarbæjar alla virka daga á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur.
Bæjarstjóri yfirgaf fundinn kl. 08:40.
Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:27.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari
Gísli Halldór Halldórsson, formaður
Albertína F. Elíasdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri