Bæjarráð - 831. fundur - 3. mars 2014

Þetta var gert:

1.      Fundargerð fræðslunefndar 26/2.

Fræðslunefnd 341. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

2.      Hellulögn Tangagötu 1. áfangi. 2014-01-0011.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, til bæjarráðs, dags. 25. febrúar 2014.

Jóhann Birkir Helgason mætti til fundarins kl. 8:44 og yfirgaf fundinn kl. 08:52.

Bæjarráð hefur ákveðið að vísa tilboðinu ekki frá sem ógildu þar sem þau gögn sem ekki var skilað á tilsettum tíma hafi verið skilað samdægurs og hafi ekki áhrif á niðurstöðu tilboðsins.

 

3.      Gjaldskrá hafna Ísafjaðarbæjar. 2011-01-0034.

Á 170. fundi hafnarstjórnar var ákveðið að hækka vörugjöld fyrir árið 2014 um 2% í stað 4%.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa minnisblað og viðauka vegna vörugjaldanna og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

4.      Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. 2012-02-0099.

Lagt er fram bréf Óttars Guðjónssonar f.h. Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

5.      Ofanflóðamannvirki neðan Gleiðarhjalla. 2011-10-0068.

Lögð er fram sátt milli Þorbjörns Jóhannessonar og Pálínu Jensdóttur annars vegar og Ísafjarðarbæjar hins vegar, dags. 28. febrúar 2014, undirrituð f.h. Ísafjarðarbæjar með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sáttina.

 

6.      Viðaukar við fjárhagsáætlun. 2014-02-0125.

Lagðir eru fram fimm viðaukar við fjárhagsáætlun ársins 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa minnisblað með viðaukunum og leggja viðaukana fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

7.      Skerðing Landsvirkjunar á rafmagni til húshitunar á Íþróttahúsinu á Þingeyri. 2013-11-0055.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

 

8.      Önnur mál

2013-12-0001 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar harmar að Íbúðalánasjóður hafi ekki séð sér fært að svara fyrirspurn Ísafjarðarbæjar frá 5. desember 2013 og ítrekar beiðni um svör.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:19.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Arna Lára Jónsdóttir                                                            

Albertína F. Elíasdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?