Bæjarráð - 829. fundur - 17. febrúar 2014

Þetta var gert:

1.      Fundargerð félagsmálanefndar 11/1.

Félagsmálanefnd 385. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

2.      Fundargerð umhverfisnefndar 12/2.

Umhverfisnefnd 407. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Áhaldahúsið á Flateyri. 2012-01-0022.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir beiðni björgunarsveitar um að fá að eignast húsið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afhenda Slysavarnarfélaginu á Flateyri, helminginn af Túngötu 7, Flateyri.

 

4.      Beiðni um styrk fyrir Act alone. 2014-02-0038.

Lagt er fram bréf Jóns Viðars Jónssonar, f.h. stjórnar Act alone dags. 6. febrúar 2014, ásamt kynningarriti.

Bæjarráð vísar erindinu til umsókna um menningastyrki Ísafjarðarbæjar sem úthlutað verður á vormánuðum 2014.

 

5.      Mánaðaryfirlit Ísafjarðarbæjar 2014. 2014-02-0058.

Lögð er fram skýrsla fjármálastjóra dags. 14. febrúar 2014

Edda María Hagalín, fjármálastjóri mætir til fundarins kl. 8:36 og gerir grein fyrir yfirlitinu. Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 8:45.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

6.      Hvetjandi. 2014-02-0038.

Lagt er fram minnisblað Shirans Þórissonar, framkvæmdastjóra Hvetjanda, dags. 11. febrúar 2014, um að taka þátt í hlutafjáraukningu í Hvetjanda að fjárhæð kr. 20.000.000,- merkt trúnaðarmál.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindi Hvetjanda um að Ísafjarðarbær auki hlutafé sitt í Hvetjanda um kr. 20.000.000,- á genginu 1.

 

7.      Þriggja ára framkvæmdaáætlun. 2014-02-0038.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir áætluninni.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:15.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Arna Lára Jónsdóttir                                                            

Albertína F. Elíasdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?