Bæjarráð - 828. fundur - 10. febrúar 2014
Þetta var gert:
1. Fundargerð fræðslunefndar 15/1.
Lögð fram til kynningar.
2. Skipulagshópur Seljalandsdals og Tungudals. 2013-06-0078.
Erindisbréf skipulagshóps Seljalandsdals og Tungudals lagt fyrir í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar um stofnun skipulagshópsins á 330. fundi bæjarstjórnar þann 20. júní 2013.
Bæjarráð staðfestir erindisbréfið og felur sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs að kalla eftir tilnefningum frá viðkomandi aðilum.
3. Beiðni um fjárstuðning vegna víkingaverkefnis. 2014-01-0049.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Félag áhugamanna um víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar.
4. Milljarður rís – dansað fyrir réttlæti. 2014-02-0033.
Lagt er fram bréf frá skipulagshóp Milljarður rís á Ísafirði dags. 7. febrúar 2014.
Bæjarráð hvetur starfsmenn bæjarins og aðra bæjarbúa til að taka þátt í viðburðinum.
5. Umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2014. 2014-02-0027.
Lagt er fram bréf frá Önnu Sigurðardóttur, f.h. Brunabótamats, dags. 4. febrúar 2014.
Lagt fram til kynningar.
6. Atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar. 2010-08-0057.
Lögð er útgefin fram atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar, sem samþykkt var á 330. fundi bæjarstjórnar þann 20. júní 2013.
Lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:00.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari
Gísli Halldór Halldórsson, formaður
Arna Lára Jónsdóttir
Albertína F. Elíasdóttir
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri