Bæjarráð - 826. fundur - 27. janúar 2014
Þetta var gert:
1. Fundargerð almannavarnarnefndar 16/1.
Sameinuð almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps 16/1. 24. fundur.
Lögð fram til kynningar.
2011-06-0058
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir áhyggjur Orkubús Vestfjarða vegna Dýrafjarðarganga og skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að eyða allri óvissu og bjóða út gerð ganganna nú þegar, enda liggja fyrir hönnunar- og útboðsgögn. Þá verði samhliða lokið við hönnun vegstæðis Dynjandisheiðar og framkvæmdum þar lokið á sama tíma og framkvæmdum við Dýrafjarðargöng. Brýnt er að hafa í huga að á meðan beðið er Dýrafjarðarganga liggur allt annað viðhald og uppbygging í frosti og því lífsspursmál fyrir byggðirnar að ríkisstjórnin taki af allan vafa og ljúki málinu.
2. Fundargerð nefndar um sorpmál 22/1.
Nefnd um sorpmál 22/1. 29. fundur.
Lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð umhverfisnefndar 22/1.
Umhverfisnefnd 22/1. 406. fundur.
1. liður – Dagverðardalur 7, umsókn um lóð. 2013-05-0011.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Hjálmar Guðmundsson fái lóð nr. 7 í Dagverðardal, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
2. liður – Dagverðardalur 1, umsókn um lóð. 2012-01-0064.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Marzellíus Sveinbjörnsson fái lóð nr. 1 í Dagverðardal, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
9. liður – Þingeyri, deiliskipulag. 2009-12-0009.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
Að öðru leiti lögð fram til kynningar.
4. Grunnskólinn á Suðureyri, skólalóð. 2013-11-0022.
Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 23. janúar 2014, þar sem óskað er eftir að heimilt verði að auglýsa framkvæmdir við skólalóðina við Grunnskólann á Suðureyri og fá tilboð í verkið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið betur.
5. Kómedíuleikhúsið. 2005-09-0047.
Lagður er fram viðauki við samstarfssamning Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar.
6. Litli leikklúbburinn. 2013-10-0066.
Lagt er fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dags. 17. janúar 2014, þar sem hann leggur til að Ísafjarðarbær styðji Litla leikklúbbinn á árunum 2015 og 2016.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja samning fyrir bæjarstjórn.
7. Tækifærisleyfi Oddfellow. 2014-01-0059.
Lögð er fram umsókn Oddfellow stúkunnar Gests um tímabundið áfengisleyfi, dags. 17. janúar 2014
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
8. 3ja ára fjárhagsáætlun. 2013-06-0033.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra nánar hugmyndir varðandi stækkun og endurbætur Eyrarskjóls og skíðasvæðisins, með það að leiðarljósi að lækka kostnað og fjölga gestum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að 3ja ára fjárhagsáætlun og leggja fyrir næsta fund.
9. Hjallastefnan. 2013-12-0025.
Lagt er fram minnisblað Guðríðar Guðmundsdóttur, leikskólastjóra, Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, dags. 20. janúar 2014.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa og nefndarmenn fræðslunefndar að mæta á fund með Hjallastefnunni þriðjudaginn 28. janúar 2014.
10. Markaðsmál Ísafjarðarbæjar.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir þessum lið dagskrárinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
11. Kosning trúnaðarmanns. 2011-03-0006.
Lagt er fram bréf F.O.S. Vest., dags. 16. janúar 2014, þar sem Ísafjarðarbær er hvattur til að biðja stofnanir og félagsmenn um að kjósa sér trúnaðarmann.
Lagt fram til kynningar.
12. Skil á viðaukum við fjárhagsáætlun. 2013-09-0050.
Lagt er fram bréf innanríkisráðuneytisins, dags. 15. janúar 2014, varðandi skil á viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélaga til innanríkisráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.
13. Trúnaðarmál – Atvinnumál.
Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:22.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari
Gísli Halldór Halldórsson, formaður
Arna Lára Jónsdóttir
Albertína F. Elíasdóttir
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri