Bæjarráð - 823. fundur - 6. janúar 2014

Þetta var gert:

 

1.      Fundargerð almannavarnanefndar 22/12.

Almannavarnanefnd 22/12. 21. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

2.      Fundargerð almannavarnanefndar 26/12.

Almannavarnanefnd 26/12. 22. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Fundargerð almannavarnanefndar 27/12.

Almannavarnanefnd 27/12. 23. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

4.      Fundargerð hafnarstjórnar 20/12.

Hafnarstjórn 20/12. 169. fundur.

Lagt fram til kynningar.

 

5.      Breytingar á grunnvöxtum lána hjá Landsbankanum. 2013-01-0040.

Lagt var fram bréf Davíðs Björnssonar, fyrir hönd Landsbankans, dags. 20. desember 2013, þar sem tilkynntar voru breytingar á grunnvöxtum fjögurra lána.

Bæjarráð felur bæjarritara að kanna hvaða áhrif breytingarnar hafi á lánasafn Ísafjarðarbæjar.

 

6.      Sameiginlegt stefna sveitarfélaganna á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti. 2011-07-0061.

Lagður er fram tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 18. desember 2013, þar sem óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar á sameiginlegri stefnu sveitarfélaganna á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti, sem fylgdi tölvupóstinum.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Línu Björgu Tryggvadóttur. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framangreinda stefnu.

 

7.      Fasteignir í Ísafjarðarbæ. 2013-12-0001.

Lagt er fram bréf Friðriks S. Halldórssonar, forstöðumanns Fullnustudeildar Landsbankans, fyrir hönd Landsbankans hf., dags. 20. desember 2013, sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar dags. 5. desember 2013..

Lagt fram til kynningar og beðið svarbréfs frá Íbúðalánasjóði. Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

 

8.      Styrkur til viðgerðar á svarta pakkhúsinu á Flateyri. 2011-03-0068.

Lagt er fram bréf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, dags. 27. desember 2013, þar sem tilkynnt er að veittur hafi verið 2ja milljóna króna styrkur til viðgerðar á ytra byrði hússins, þ.m.t. þaksins á svarta pakkhúsinu á Flateyri.

Bæjarráð fagnar fengnum styrk.

 

9.      Styrkur til gerðar þrívíddarlíkans af gömlum bæjarkjörnum. 2014-01-0007.

Lagt er fram bréf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, dags. 23. desember 2013, þar sem tilkynnt er að veittur hafi verið 10 milljóna króna styrkur til gerðar nákvæmra þrívíddarlíkana af gömlu bæjarkjörnum þorpanna fimm sem tilheyra Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð fagnar fengnum styrk.

 

10.  Íþrótta- og tómstundanefnd.

Fyrir fundinn mættu Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs og Kristján Óskar Ásvaldsson, nefndarmaður í íþrótta- og tómstundanefnd, kl. 8:33 og kynntu stöðu mála. Margrét Halldórsdóttir og Kristján Óskar Ásvaldsson yfirgáfu fundinn kl. 9:00.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:02.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Arna Lára Jónsdóttir                                                            

Albertína F. Elíasdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?