Bæjarráð - 818. fundur - 18. nóvember 2013
Þetta var gert:
1. Fundargerð umhverfisnefndar 13/11.
Umhverfisnefnd 13/11. 403. fundur.
9. liður - Sjókvíaeldi ÍS 47 ehf. í Önundarfirði. 2013110015.
Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Önundarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er lítt rannsakað og óskipulagt svæði, telur umhverfisnefnd að sýna verði varúð við úthlutun leyfa.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
12. liður – Deiliskipulag á Ingjaldssandi. 2011090100.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag Nesdals verði auglýst.
Lagt fram til kynningar.
2. Dakis / Húsið. 2013-11-0026.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, dagsett 13. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á umsókn um tímabundið áfengisleyfi í íþróttahúsinu Torfnesi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
3. Sameiginlegt markaðsátak fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum. 2013-11-0023.
Lagt er fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 12. nóvember sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær taki sameiginlegt markaðsátak fyrir Vestfirði til umræðu og afgreiðslu m.t.t. fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014.
Bæjarráð óskar eftir því að fá markaðsfulltrúa Fjórðungssambands Vestfirðinga á næsta fund bæjarráðs. Málinu er því frestað.
4. Ofanflóðamannvirki neðan Gleiðarhjalla. 2013-03-0023.
Bæjarstjóri kynnti stöðu mála varðandi ofanflóðamannvirki neðan Gleiðarhjalla..
5. Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar – Dalirnir tveir. 2013-11-0017.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir fjárfestingarþörf Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar næsta árs.
6. Sumarlokun leikskóla. 2013-09-0009.
Lagt er fram minnisblað Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, dags. 11. nóvember 2013, þar sem gerð er grein fyrir sumarlokunum leikskóla hjá öðrum sveitarfélögum.
Lagt fram til kynningar.
7. Innri höfn Ísafjarðarbæjar. 2013-11-0034.
Lagt er fram bréf Sverris Péturssonar, útgerðarstjóra og Páls Halldórssonar, skipstjóra, f.h. Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf., dags. 14. nóvember 2013, þar sem gerð er athugasemd við ástand í innri höfninni.
Lagt fram til kynningar.
8. Rannsókn á högum barna og ungmenna – Ungt fólk. 2013-01-0068.
Lagt er fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 14. nóvember 2013, þar sem sendar eru niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2013 í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:00.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Gísli Halldór Halldórsson, formaður
Arna Lára Jónsdóttir
Marzellíus Sveinbjörnsson
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri