Bæjarráð - 815. fundur - 28. október 2013
Þetta var gert:
1. Fundargerð félagsmálanefndar.
Félagsmálanefnd 24/10. 382. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Endurnýjun göngubrúar yfir Úlfsá. 2010-12-0048.
Ofanflóðanefnd samþykkti að óska eftir mati á kostnaði við að endurnýja eða endurbæta eldri göngubrú yfir Úlfsá sem unnið yrði í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins. Matið yrði síðan lagt fyrir nefndina.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
3. Styrkir til menningarmála. 2013-02-0049.
Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 24. október sl., þar sem gerð er grein fyrir styrkjum til menningarmála í nokkrum öðrum sveitarfélögum. Auk þess eru teknar saman upplýsingar um úthlutanir Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og fyrri úthlutunar ársins 2013.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram tillögur fyrir næsta fund bæjarráðs.
4. Hamraborg - rekstrarleyfi. 2013-10-0067
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, dagsett 24. október sl., þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis Hamraborgar ehf., þar sem sótt er um að hafa veitingastaðinn opinn allan sólarhringinn.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
5. Styrkbeiðni Litla leikklúbbsins á Ísafirði. 2013-10-0066.
Lagt er fram bréf Steingríms Rúnars Guðmundssonar og Höllu Sigurðardóttur, fyrir hönd Litla leikklúbbsins á Ísafirði, dags. í október 2013. Þar sem óskað er eftir stuðningi við leikklúbbinn.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2014.
6. Styrkbeiðni Áhugafélagsins Kviku, kvikmyndaklúbbs. 2013-02-0049.
Lagt er Bréf Hermanns Níelssonar, fyrir hönd Áhugafélagsins Kviku kvikmyndaklúbbs, dags. 10. september 2012, sem barst í tölvupósti 22. október sl., þar sem óskað er styrkjar vegna tveggja heimildamynda í framleiðslu hjá félaginu.
Málinu er vísað til áfram til úthlutunar menningarstyrkja.
7. Girðing í kringum kirkjugarðinn á Réttarholti. 2013-10-0065.
Lagt er fram bréf Björns Baldurssonar, formanns sóknarnefndar Ísafjarðarbæjar, dags. 20. október sl. þar sem óskað er eftir efni til að afmarka kirkjugarðinn á Réttarholti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
8. Óskað tilnefningar í nefnd vegna framtíðar Eyrarkirkjugarðs. 2013-10-0065.
Lagt er fram bréf Björns Baldurssonar, formanns sóknarnefndar Ísafjarðarbæjar, dags. 20. október sl. þae sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær tilnefni 2 fulltrúa í þessa nefnd fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
9. Fjármál sveitarfélaga. 2013-09-0050.
Lagt er fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 23. október 2013, þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjármálastjórn sveitarfélaga.
Bæjarstjóra er falið að leggja fram minnisblað með þeim upplýsingum sem óskað er eftir fyrir næsta fund bæjarráðs.
10. Úthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu. 2013-09-0032.
Lagt er fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 24. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir áætluðu framlagi til sveitarfélagsins vegna nýbúafræðslu á árinu 2014.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
11. Dagur gegn einelti 8. nóvember. 2013-10-0068.
Lagt er fram bréf Í þínum sporum, dags. 16. október 2013, þar sem óskað er eftir að 8. nóvember 2013, verði helgaður baráttunni gegn einelti með einhverjum hætti, sýna samstöðu í verki, skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti og hringja bjöllum frá kl. 13:00-13:07.
Bréfið er lagt fram til kynningar og fólk hvatt til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti.
12. Fjárhagsaðstoð. 2012-09-0006.
Lögð er fram greinargerð Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Sædísar Maríu Jónatansdóttur, deildarstjóra félagsþjónustu, sem barst 25. október sl., þar sem óskað er eftir hækkun á fjárhagsaðstoð vegna ársins 2013.
Erindið samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.
13. Kiwanisklúbburinn Básar, tækifærisleyfi. 2013-10-0069.
Umsókn Kiwanisklúbbsins Bása Ísafirði um tækifærisleyfi, dags. 22. október 2013.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:14.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Gísli Halldór Halldórsson, formaður
Albertína Elíasdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri