Bæjarráð - 812. fundur - 8. október 2013
Þetta var gert:
1. Fundargerð almannavarnarnefndar 27/9. 18. fundur
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Fundargerð almannavarnarnefndar. 28/9. 19. fundur
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð hafnarstjórnar 30/9. 167. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
2. liður. Tillaga að gjaldskrá hafna 2014. Bæjarráð vísar þessum lið til vinnu við . fjárhagsáætlun 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 3/10. 31. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð nefndar um sorpmál 2/10 . 27. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
- liður. Tillaga að gjaldskrá sorphirðu. Bæjarráð vísar þessum lið til vinnu við fjárhagsáætlun 2014.
- liður. Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá nefndinni þegar vettvangsferðum er lokið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð umhverfisnefndar 2/10. 401. fundur
Fundargerðin er í einum lið.
- liður. Tillaga að gjaldskrá skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa. Bæjarráð vísar þessum lið til vinnu við fjárhagsáætlun 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7. Fjárhagsáætlun 2014 – yfirlit um ferli gjaldskráa. 2013-06-0033.
Lögð fram samantekt Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dagsett 7. október sl., yfir ferli gjaldskráa í nefndum Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
8. Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana. 2013-10-0012.
Lagt fram bréf velferðarráðuneytis, dagsett 25. september sl., þar sem kynnt eru áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma. Áform eru um að sameina Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði, og er sveitarfélögum gefinn kostur á að tjá sig um fyrrgreind áform.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggst eindregið gegn sameiningu heilbrigðisstofnana á Ísafirði og Patreksfirði. Eins og samgöngum er háttað í dag þá gætu Patreksfjörður og Ísafjörður allt eins verið í sitt hvorum landsfjórðungnum, 9 mánuði ársins. Ekki er hægt að sjá að fjarstýring heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði frá Ísafirði leiði til styrkari stjórnar, aukins sjálfstæðis eða betri, öruggari og sveigjanlegri þjónustu við íbúana. Þessi aðgerð er einnig líkleg til að draga úr þeirri sjálfseflingu sem nauðsynleg er samfélögum á landsbyggðinni. Í lokin má velta fyrir sér hvort sameiningar heilbrigðisstofnana á Íslandi hafi gefið af sér nægilega góða raun og má þar líta til umræðu um Landsspítala, en um það eru skiptar skoðanir í bæjarráði.
9. Þingeyrarflugvöllur og aðkoma að Ísafjarðarflugvelli. 2013-10-0009.
Lagt fram bréf Isavia, dagsett 26. september sl., um ástand flugvallarins á Þingeyri, en hann hefur verið ónothæfur undir vissum kringumstæðum vegna skemmda á klæðningu flugbrautarinnar. Einnig eru endurbætur á bílastæði og aðkomu að Ísafjarðarflugvelli meðal verkefna sem fara þarf í. Ekki hefur fengist nægilegt fjármagn til endurbóta á flugvöllunum. Isavia vill benda á að erindi frá Ísafjarðarbæ til stjórnvalda um aukið fjármagn vegna flugvallanna er mikilvægt lóð á vogarskálarnar um framtíð innanlandsflugsins.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
10. Samþykktir um hunda- og kattahald. 2012-06-0008.
Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsett 30. september sl., þar sem upplýst er að samþykktir Ísafjarðarbæjar um hunda- og kattahald hafa verið staðfestar og sendar til birtingar.
Lagt fram til kynningar.
11. Tilboð RHA í jafnlaunakönnun Ísafjarðarbæjar. 2010-05-0008.
Lagt fram minnisblað Sædísar M. Jónatansdóttur, dagsett 4. október sl., þar sem hún leggur til að tilboði Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri í verkið „jafnlaunakönnun Ísafjarðarbæjar“ verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að tilboðinu verði tekið.
12. Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis 2013. 2013-10-0011.
Lagt fram bréf fjárlaganefndar Alþingis, dagsett 26. september sl., þar sem fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka er boðið til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014.
Bæjarráð felur bæjarritara að bóka fjarfund með fjárlaganefnd Alþingis.
13. Jafnréttisþing 2013. 2012-07-0029.
Lagður fram tölvupóstur Samb. ísl. sveitarf., er barst 2. október sl., þar sem kynnt er að félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráð boði til jafnréttisþings 1. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.
14. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.
Lögð fram fundargerð 133. fundar skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, er haldinn var 23. september sl.
Lagt fram til kynningar.
15. Umsögn um rekstrarleyfi gististaðar. 2013-10-0014.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, dagsett 4. október sl., þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á umsókn Klapparhlíðar ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististaðinn Síma Hostel, Ránargötu 1, Flateyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
16. Styrkumsókn vegna starfsemi samtakanna Landsbyggðin lifi. 2013-10-0015.
Lagt fram bréf samtakanna Landsbyggðin lifi, dagsett 2. október sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna starfsemi samtakanna.
Bæjarráð hafnar erindinu.
17. Fundargerðir skipulagshóps vegna Nýtingaráætlunar Ísafjarðardjúps og Jökulfjarða.
Lagðar fram fundargerðir fundar fulltrúa sveitarfélaga vegna Nýtingaráætlunar í Ísafjarðardjúpi frá 5. október sl., og fundargerð skipulagshóps vegna Nýtingaráætlunar Ísafjarðardjúps og Jökulfjarða frá 18. september sl.
Lagt fram til kynningar.
18. Skýrsla um rekstur þjónustumiðstöðvar. 2013-07-0065.
Lögð fram skýrsla Haraldar L. Haraldssonar, „Þjónustumiðstöð. Greining og tillögur“, dagsett í júlí 2013.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir fundi sem haldinn var með starfsmönnum þjónustumiðstöðvar. Þar var starfsmönnum kynnt skýrslan og gefinn kostur á að koma með athugasemdir. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
19. Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Í-lista um kostnað vegna framkvæmda á árinu 2013. 2013-10-0020.
Bæjarfulltrúar Í-listans óska eftir greinargerð um kostnað vegna eftirtalinna framkvæmda á árinu 2013 og samanburð við áætlaðan kostnað samkvæmt fjárhagsáætlun 2013 eða samkvæmt öðrum áætlunum, sem síðar voru gerðar.
Sundurliðað verði fyrir hvern lið, kostnaður vegna vinnu verktaka, kostnaður vegna vinnu bæjarins og stofnana hans og loks beinan kostnað vegna kaupa á efni á vegum bæjarins.
a) Framkvæmdir við breytingar á lóð við Austurveg 2 (Kaupfélagshúsið), gerð bílastæða, niðurrif girðingar og flutningur leiktækja.
b) Framkvæmdir við nýja skólalóð við Austurveg.
c) Endurbætur á blómagarðinum við Austurvöll.
d) Kostnaður vegna hellulagningar og annarra lagfæringa í Smiðjugötu á Ísafirði.
e) Kostnað vegna endurnýjunar gatna í Hnífsdal og lagning bundins slitlags.
f) Kostnaður vegna lagningar bundins slitlags annarsstaðar í sveitarfélaginu (Æskilegt að magntölur fylgi sundurliðaðar eftir verkum).
g) Kostnaður vegna íþróttasvæðisins á Torfnesi: 1) við áhorfendastúku 2) við endurbætur á vallarhúsi 3) aðrar framkvæmdir við knattspyrnuvöllinn.
Fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-listans í Ísafjarðarbæ,
3. október 2013,
Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurn Í-lista.
Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 9:19.
Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri.
Gísli Halldór Halldórsson, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.