Bæjarráð - 811. fundur - 30. september 2013

Þetta var gert:


1.    Fundargerð fræðslunefndar.
Fræðslunefnd 24/9. 336. fundur.
2. liður. Tillaga um stöðugildi á Eyrarskjóli. 2013-09-0040. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun.
3. liður. 2013-09-0041. Bæjarráð tekur undir bókun fræðslunefndar um lengingu fæðingarorlofs.
4. liður. Fjárhagsáætlun, tillaga um gjaldskrá. 2013-06-0033. Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.    Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 25/9. 142. fundur.
2. liður. Fjárhagsáætlun, tillaga um gjaldskrá. 2013-06-0033. Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.    Fundargerð Umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd 25/9. 400. fundur.
1. liður. 2013-09-0020. Bæjarráð óskar eftir að umhverfisnefnd kanni aðra möguleika á staðsetningu.
3. liður. 2010-12-0030. Bæjarráð tekur undir bókun umhverfisnefndar og vísar þessum lið til vinnu við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.    Umsókn Ísafjarðarbæjar um byggðakvóta fiskveiðiárið 2013/2014. 2013-09-0024.
Lagt fram afrit af bréfi Jóns H. Oddssonar, fjármálastjóra, dagsett 26. september sl., til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, þar sem sótt er um byggðakvóta fyrir Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

5.    Fjárhagsáætlun. – Gjaldskrár þjónustugjalda. 2013-06-0033.
Lagðar fram gjaldskrár þjónustugjalda Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2014.
Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrá Gamla sjúkrahússins til vinnu við fjárhagsáætlun 2014.
Bæjarráð óskar eftir að nefndir ljúki yfirferð yfir gjaldskrár í þessari viku.

6.    Stofnmat refa á Vestfjörðum. 2013-09-0047.
Lagt fram bréf Esterar Rutar Unnsteinsdóttur, ódagsett en barst með tölvupósti 24. september sl., þar sem upplýst er að Náttúrufræðistofnun hafi áhuga á að koma á markvissari skráningu og rannsóknum á veiddum refum á Vestfjörðum í samstarfi við Melrakkasetur Íslands o.fl.
Bæjarráð óskar umsagnar þeirra sem formlega sjá um refaveiðar í Ísafjarðarbæ.

7.    Hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum. 2013-09-0048.
Lagt fram bréf nefndasviðs Alþingis, dagsett 23. september sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum.
Bæjarráð bendir á að ekki eru öll sveitarfélög í Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga og má þar m.a. nefna Ísafjarðabæ og Akureyrarbæ. Bæjarráð tekur heilshugar undir tillöguna, en leggur þó til að Samband íslenskra sveitarfélaga verði haft með í ráðum.

8.    Litla gistihúsið, Sundstræti 43, Ísafirði – umsögn um rekstrarleyfi. 2013-09-0049.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, dagsett 26. september sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Halldórs Þorvaldssonar um rekstrarleyfi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

9.    Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna og fræðsluþing um ofbeldi gegn börnum. 2013-09-0050.
Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis, dagsett 18. september sl., þar sem ráðuneytið hvetur kjörna fulltrúa, embættismenn og aðra starfsmenn sveitarfélaga, eftir því sem við á, til að sækja fræðsluþing um ofbeldi gegn börnum. Þingin eru haldin í öllum landshlutum, en kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að stjórnvöld skuli stuðla að fræðslu um ákvæði sáttmálans fyrir fólk sem starfar með börnum.
Lagt fram til kynningar.

10.    Greiðsla framlaga til eflingar tónlistarfræðslu og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. 2011-10-0075.
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 24. september sl., þar sem farið er yfir vinnu við gerð samkomulags um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til námsins.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 8:54.

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri.
Gísli Halldór Halldórsson, formaður.

Albertína Elíasdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?