Bæjarráð - 810. fundur - 23. september 2013
Árið 2013, mánudaginn 23. september kl. 8:15, kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Veturnætur 2013. 2013-09-0036
Lagt fram bréf frá Hálfdáni Bjarka Hálfdánssyni upplýsingafulltrúa um dagsetningu Veturnátta 2013.
Bæjarráð samþykkir að halda hátíðina dagana 24. t.o.m. 27. október nk.
2. Heitir pottar við sundlaug Flateyrar. 2006-03-0084
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna byggingar heitra potta við sundlaug Flateyrar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram með málið.
3. Deiliskipulag í Reykjanesi. 2011-03-0164.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við málið.
4. Tillaga um styrk til AtVest vegna atvinnumálastefnu. 2010-08-0057.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar bæjarstjóra um aukningu á framlagi til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
Bæjarráð leggur til að gengið verði til samstarfs við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um aukið verkefnafé og felur bæjarstjóra að gera drög að samningi og leggja að nýju fyrir ráðið.
5. Sérstakt strandveiðigjald til hafna. 2013-09-0026.
Lagt fram bréf frá Fiskistofu.
Lagt fram til kynningar.
6. Fundargerð stjórnarfundar BsVest.
Lögð fram fundargerð frá stjórnarfundi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks frá 6. september sl.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerðir stjórnarfunda Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Lagðar fram fundargerðir stjórnarfunda Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 16. ágúst og 6. september sl.
Lagt fram til kynningar.
8. Gentlespace gistiíbúðir. – Umsögn um rekstrarleyfi. 2013-09-0037.
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gentlespace gistiíbúða um rekstrarleyfi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
9. Fjárhagsáætlun 2014-2017.
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, og Jón Halldór Oddsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, komu til fundar og viðræðna um drög að gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.
10. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013. 2013-09-0038.
Bæjarráð samþykkir að Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á fundinum.
Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl.09:25.
Gísli Halldór Halldórsson, formaður
Albertína Elíasdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Jón Halldór Oddsson
Margrét Geirsdóttir
Margrét Halldórsdóttir
Hálfdán B. Hálfdánsson
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri