Bæjarráð - 804. fundur - 30. júlí 2013
Þetta var gert:
1. Bréf Magdalenu Sigurðardóttur. – Athugasemdir við auglýsingu deiliskipulags í Tungudal. 2010-08-0007.
Lagt fram bréf Magdalenu Sigurðardóttur, dagsett 26. júlí sl., þar sem hún gerir athugasemdir við tímasetningu auglýsingar um breytingu deiliskipulags á opnu svæði í Tungudal. Opið er fyrir athugasemdir á tímabilinu 27. júní – 8. ágúst og telur Magdalena að sökum sumarleyfa gefist fólki lítill tími til að skoða framkomnar tillögur. Skorar hún á bæjaryfirvöld að lengja athugasemdatíma til 20. september.
Bæjarráð samþykkir að lengja athugasemdafrest til 20. september 2013.
2. Bréf forstöðumanns Safnahúss. – Samþykkt fyrir Ljósmyndasafnið á Ísafirði. 2010-10-0041.
Lagður fram tölvupóstur Jónu Símoníu Bjarnadóttur, dagsettur 5. júlí sl., þar sem hún upplýsir að safnaráð hafi gert eina athugasemd við 8. gr. samþykktar Ljósmynda-safnsins á Ísafirði, sem þurfi að laga svo hægt sé að fá safnið viðurkennt.
Bæjarráð samþykkir samþykkt fyrir Ljósmyndasafnið á Ísafirði með áorðnum breytingum.
3. Minnisblað upplýsingafulltrúa. – Arctic Lindy Exchange danshátíð á Ísafirði, styrkbeiðni. 2013-07-0052.
Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dagsett 23. júlí sl., um Arctic Lindy Exchange danshátíðina, sem haldin verður á Ísafirði 13.-16. ágúst næstkomandi. Forsvarsmaður hátíðarinnar, H. Hakan Durak, hefur óskað eftir styrk í formi afnota af húsnæði Ísafjarðarbæjar fyrir dansara hátíðarinnar, en góð reynsla er af fyrra samstarfi við forsvarsmenn hátíðarinnar. Upplýsingafulltrúi óskar eftir að bæjarráð taki afstöðu til erindisins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að vinna í málinu.
4. Bréf Sýslumannsins á Ísafirði. – Leyfi til skoteldasýningar vegna Mýrarbolta. 2013-07-0064.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, dagsett 25. júlí sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Björgunarfélags Ísafjarðar um leyfi til skoteldasýningar á Sundahöfn 3. ágúst nk.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfi til skoteldasýningar verði veitt, enda hefur verið tekið tillit til varps fugla á svæðinu.
5. Bréf bæjarstjóra. – Heimild til sölu á húsum í eigu Ísafjarðarbæjar. 2013-07-0067.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. júlí sl., þar sem hann óskar heimildar bæjarráðs til sölu á húseignunum Vallargötu 1, Þingeyri (gamla Kaupfélagshúsið) og Hafnarbakka 1, Suðureyri (vigtarhúsið). Áhugasamir hafa þegar haft samband við bæjarstjóra um kaup á eignunum.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa Vallargötu 1 á Þingeyri til sölu.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa Hafnarbakka 1 á Suðureyri til sölu, allt húsið eða hluta þess. Samhliða þarf að hefja undirbúning við byggingu nýs vigtarhúss á Suðureyri og áhaldageymslu fyrir bæinn.
6. Yfirlit yfir skatttekjur og laun fyrir janúar-júní 2013. – Samantekt bæjarstjóra. 2012-02-0032.
Lagt fram yfirlit Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. júlí sl., um skatttekjur og laun fyrstu sex mánuði ársins 2013.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf Sigurðar L Sigurðssonar. – Ósk um að fá búnað til varðveislu á Slökkviliðsminjasafni Íslands. 2013-07-0066.
Lagt fram bréf Sigurðar L Sigurðssonar, f.h. Slökkviliðsminjasafns Íslands, dagsett 23. júlí sl., þar sem kynnt er starfsemi Slökkviliðsminjasafns Íslands. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, ræddi við bréfritara og gerir grein fyrir málinu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Byggðasafni Vestfjarða að skoða möguleika á samstarfi við Slökkviliðsminjasafn Íslands.
8. Trúnaðarmál. – Skuldamál. 2013-01-0019.
Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í lausblaðamöppu bæjarráðs.
9. Trúnaðarmál. – Rekstur þjónustumiðstöðvar. 2013-07-0065.
Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í lausblaðamöppu bæjarráðs.
10. Trúnaðarmál. – Byggðakvóti. 2012-09-0043.
Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í lausblaðamöppu bæjarráðs.
11. Trúnaðarmál. – Starfsmannamál. 2013-06-0038.
Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í lausblaðamöppu bæjarráðs.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:45
Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri.
Gísli H Halldórsson, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.