Bæjarráð - 803. fundur - 23. júlí 2013

Þetta var gert:

1.      Fundargerð nefndar.

Umhverfisnefnd 10/7. 397. fundur.

1. liður. – Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.

5. liður. – Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.

6. liður. – Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.

7. liður. – Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.

Fundargerðin staðfest í heild sinni.

 

2.      Bréf foreldraráðs Eyrarskjóls. – Fyrirhuguð 5 ára deild leikskólabarna á Ísafirði. 2013-01-0070.

Lagt fram bréf frá foreldraráði Eyrarskjóls, dagsett 21. júní sl. en móttekið 9. júlí sl., þar sem fram koma athugasemdir um framkvæmd og skipulagningu deildarinnar. Foreldraráð óskar eftir að tekið verði tillit til athugasemdanna.

Bæjarráð þakkar allar þær ábendingar sem fram hafa komið og mun ásamt starfsfólki og öðrum nefndum bæjarins taka fullt tillit til þeirra eins og kostur er. Bæjarráð vill benda fulltrúum foreldra á að formlegur samstarfsvettvangur skólaskrifstofu, foreldra og leikskóla er til staðar í fræðslunefnd. Einnig má benda á að fulltrúar foreldraráða áttu fund með starfsmönnum, bæjarstjóra og formanni fræðslunefndar.

 

3.      Bréf Sýslumannsins á Ísafirði. – Heimagisting, umsögn um rekstrarleyfi. 2013-07-0030.

Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Ísafirði, dagsett 9. júlí sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Ólínu Þorvarðardóttur um rekstur heimagistingar að Miðtúni 16, Ísafirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstrarleyfi, að uppfylltum þeim skilyrðum er um slík leyfi gilda.

 

4.      Bréf Sýslumannsins á Ísafirði. – Umsögn um brennuleyfi. 2013-07-0029.

Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Ísafirði, dagsett 8. júlí sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Mýrarboltafélags Íslands um leyfi til að halda brennu á uppfyllingu á Suðurtanga þann 3. ágúst nk.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um brennuleyfi.

 

5.      Bréf frá innanríkisráðuneyti – þjónusta við hælisleitendur. 2013-07-0045

Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneyti, dagsett 10. júlí sl., þar sem kynnt eru áform um átaksverkefni í búsetu- og stjórnsýslumálum hælisleitenda. Þess er vænst að sveitarfélög sem áhuga hafa á að koma að verkefninu tilkynni um það eigi síðar en 12. september nk.

Lagt fram til kynningar.

 

6.      Bréf Oddfellowstúknanna á Ísafirði. – Framkvæmdir við skólalóð á Austurvegi. 2012-12-0024.

Lagt fram bréf Oddfellowstúknanna á Ísafirði, dagsett 16. júlí sl., þar sem mótmælt er hvernig staðið hefur verið að breytingum á skólalóð á Austurvegi. Því er haldið fram að um breytingu á deiliskipulagi sé að ræða, sem beri að auglýsa, og farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar og málið sett í auglýsingar- og athugasemdaferli.

Samkvæmt upplýsingum bæjarráðs hefur ítrekað verið óskað eftir samráðsfundi með fulltrúum Oddfellow. Reynt var að taka tillit til athugasemda sem bárust með bréfi frá Oddfellow 12. desember sl. Bæjarráð telur ekki ástæðu til að stöðva framkvæmdirnar en býður fulltrúa Oddfellow velkomna til fundar.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 8:58.

 

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri. 

Gísli H. Halldórsson, formaður.

Albertína Elíasdóttir.                                               

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?