Bæjarráð - 800. fundur - 24. júní 2013
Þetta var gert:
1. Minnisblað bæjarritara. – Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 2013-01-0048.
Á 330. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 20. júní sl., voru neðangreindir aðilar kosnir í bæjarráð Ísafjarðarbæjar til næsta starfsárs.
Aðalmenn: Varamenn:
Gísli H. Halldórsson. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Albertína F. Elíasdóttir. Marzellíus Sveinbjörnsson.
Arna Lára Jónsdóttir. Kristján Andri Guðjónsson.
Með tilvísun til 51. greinar bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar frá 1. desember 2010, skal á fyrsta fundi nýkjörins bæjarráðs kjósa formann og varaformann bæjarráðs.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, óskaði eftir tilnefningum um formann bæjarráðs til eins árs. Aðeins kom fram tillaga um Gísla H. Halldórsson, og var hann því rétt kjörinn.
Gísli H. Halldórsson, formaður, óskaði þá eftir tilnefningum um varaformann bæjarráðs til eins árs. Aðeins kom fram tillaga um Albertínu Elíasdóttur, og var hún því rétt kjörin.
2. Minniblað íþróttafulltrúa. – Útleiga íþróttahússins á Torfnesi til skemmtanahalds. 2013-06-0061.
Patrekur Súni Reehaug, íþróttafulltrúi og Jóhann Bæring Gunnarsson og Jón Páll Hreinsson, fulltrúar Mýrarboltafélags Íslands mættu til fundar undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað Patreks Súna Reehaug, íþróttafulltrúa, dagsett 20. júní sl., þar sem hann leggur til að keyptar verði teppaflísar sem varið geta gólf íþróttahússins fyrir átroðningi og bleytu. Slíkar flísar eru vel þekktar í fjölnota húsum og verði fjárfest í þeim fyrir íþróttahúsið á Torfnesi er ekkert því til fyrirstöðu að leigja það út til skemmtanahalds.
Bæjarráð felur íþróttafulltrúa að vinna málið áfram. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
3. Fundargerð nefndar.
Umhverfisnefnd 19/06. 396. fundur.
1. liður. – Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.
5. liður. – Bæjarráð samþykkir áætlunina í heild, en breytingar á einstaka reglum samþykktarinnar þarf að leggja fram sérstaklega.
6. liður. – Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar og felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að finna fjármagn í verkið innan gildandi fjárhagsáætlunar.
9. liður. – Bæjarráð samþykkir að Kristján Andri Guðjónsson verði aðalmaður og Lína Björg Tryggvadóttir varamaður og að Gísli H. Halldórsson verði aðalmaður og Albertína Elíasdóttir varamaður.
10. liður. – Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar. Fulltrúar bæjarstjórnar verði Albertína Elíasdóttir sem formaður og Gísli H. Halldórsson og Lína Björg Tryggvadóttir aðalmenn og Kristján Andri Guðjónsson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Guðfinna Hreiðarsdóttir varamenn.
Fundargerðin staðfest í heild sinni.
4. Minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. – Endurbætur sundlaugarinnar á Suðureyri. 2013-04-0023.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs mætti til fundar undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 21. júní sl., þar sem hann nefnir að taka þurfi ákvörðun um í hvaða mynd endurbætur eiga að vera og fá grófhönnun á verkinu til að átta sig á umfangi þess.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að vinna málið áfram.
5. Greinargerð Ísafjarðarbæjar um málefni fatlaðs fólks. 2013-06-0045.
Á 799. fundi bæjarráðs var óskað eftir að lögð yrði fram í bæjarráði greinargerð Ísafjarðarbæjar um málefnum fatlaðs fólks, sem félagsmálanefnd samþykkti á 379. fundi sínum þann 11. júní sl. Greinargerðin er unnin af starfsfólki fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar og liggur nú fyrir fundi bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.
6. Minnisblað upplýsingafulltrúa. – Heimsókn frá Kaufering í Þýskalandi. 2012-07-0022.
Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dagsett 21. júní sl., þar sem hann upplýsir að borist hafi tölvupóstur frá Eric Püttner, bæjarstjóra Kaufering í Þýskalandi, þar sem lýst er yfir áhuga á að senda hóp gesta til Ísafjarðar í nóvember næstkomandi. Upplýsingafulltrúi óskar eftir afstöðu bæjarráðs til erindisins.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
7. Trúnaðarmál. – Erlend lán Ísafjarðarbæjar. 2013-01-0040.
Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók Ísafjarðarbæjar.
8. Trúnaðarmál. – Snjóflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. 2011-04-0107.
Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók Ísafjarðarbæjar.
9. Trúnaðarmál. – Grunnskólinn á Ísafirði. 2011-12-0044.
Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók Ísafjarðarbæjar.
10. Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis. – Frágangur lóða við Stórholt næst ofan-flóðavarnargarði. 2010-12-0048.
Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsett 18. júní sl., þar sem tilkynnt er að ofanflóðanefnd hefur samþykkt af falla frá fyrri ákvörðun sinni, um að lagfæringar lóðanna yrðu aðeins á ytri helmingi þeirrar lóðar hússins sem næst er varnargarðinum og lagfæringar annarra lóða tækju mið af þeirri línu. Einnig samþykkti nefndin að styrkja framkvæmdir við lagfæringar lóðanna um allt að 8,4 milljónir króna, enda annist Ísafjarðarbær umsjón verksins.
Lagt fram til kynningar.
11. Ráðstefna um samgöngumál á Tálknafirði.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir ráðstefnu um samgöngumál sem haldin var á Tálknafirði sl. föstudag. Á fundinn mættu að hálfu Ísafjarðarbæjar Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, og Albertína Elíasdóttir.
12. Erindi sýslumannsins á Ísafirði. – Gistihúsið við fjörðinn, Þingeyri, umsögn um rekstrarleyfi. 2013-06-0075.
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Ísafirði, dagsett 20. júní sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Sigríðar Helgadóttur f.h. F og S hópferðabíla ehf., um rekstur Gistihússins við fjörðinn, Aðalstræti 26, Þingeyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstrarleyfi, að uppfylltum þeim skilyrðum er um slík leyfi gilda.
13. Erindi sýslumannsins á Ísafirði. – Sólvellir á Núpi í Dýrafirði, umsögn um rekstrarleyfi. 2013-06-0070.
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Ísafirði, dagsett 14. júní sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Birgis Þrastar Jóhannssonar um rekstur gististaðar að Sólvöllum á Núpi í Dýrafirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstrarleyfi, að uppfylltum þeim skilyrðum er um slík leyfi gilda.
14. Erindi sýslumannsins á Ísafirði. – Kvenfélagið Von, umsögn um tækifærisleyfi. 2013-04-0075.
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Ísafirði, dagsett 19. júní sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Ernu Höskuldsdóttur f.h. kvenfélagsins Vonar, um tvö tækifærisleyfi vegna hátíðarinnar Dýrafjarðardaga.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um tækifærisleyfi, að uppfylltum þeim skilyrðum er um slík leyfi gilda.
15. Starfsmannamál 2013-06-0038.
Bæjarstjóri lagði fram drög að auglýsingum um stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, fjármálastjóra, og mannauðsstjóra.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa stöður sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjármálastjóra.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.
Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri.
Gísli H. Halldórsson, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.