Bæjarráð - 798. fundur - 10. júní 2013
Þetta var gert:
1. Fundargerð nefndar.
Barnaverndarnefnd 6/6. 124. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 5/6. 333. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
1. liður. Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum
lið dagskrár. ,,Legg til að kannaður verði kostur þess að fá til kaups eða leigu færanlega skólastofu, til að mynda deild fyrir 5 ára börn við leikskólann Sólborg. Bæjarstjóra verði falið að leita upplýsinga um hugsanlegan kostnað við framkvæmdina.“
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 4/6. 28. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
4. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um gatnagerðargjald.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 5/6. 395. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
4. liður. Bæjarráð heimilar Rnesi ehf., að hlaða umrædda sjávarpotta í landi Ísafjarðarbæjar í Reykjanesi, með þeim fyrirvörum er umhverfisnefnd Ísafjarðrbæjar hefur sett.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf Verkfræðistofunnar Hamraborgar. - Heimabær 1 og Heimabær 2, Hesteyri, Jökulfjörðum. 2009-07-0034.
Lagt fram bréf frá Verkfræðistofunni Hamraborg, Kópavogi, dagsett 3. júní sl., þar sem óskað er eftir gögnum varðandi byggingarmál er tengjast Heimabæ 1 og Heimabæ 2 að Hesteyri í Jökulfjörðum.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði þar sem erindið er til vinnslu á umhverfis- og eignasviði.
3. Bréf skólastjórnenda Grunnskólans á Ísafirði. - Skólalóðin. 2012-03-0090.
Lagt fram bréf frá skólastjórnendum Grunnskólans á Ísafirði dagsett 4. júní sl., þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að sjá til þess að vinna við skólalóð GÍ verði með þeim hætti að hægt sé að tryggja öryggi nemenda og búa þeim viðunandi leiksvæði frá fyrsta skóladegi í haust.
Bæjarráð þakkar bréf skólastjórnenda Grunnskólans á Ísafirði og tekur undir þau sjónarmið er fram koma í bréfinu.
4. Bréf Olgu Árnadóttur. - Skráning eyðibýla á Íslandi. 2013-02-0051.
Lagt fram bréf frá Olgu Árnadóttur dagsett 5. júní sl., vegna styrkbeiðni í verkefnið ,,Eyðibýli á Íslandi“ skráning á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.
Hliðstætt erindi hafði borist Ísafjarðarbæ, um sama verkefni samkvæmt bréfi dagsettu þann 15. febrúar 2013.
Bæjarráð tekur fram að sambærilegt erindi um verkefnið barst í febrúar sl. og var því þá hafnað. Bæjarráð hafnar því erindi Olgu Árnadóttur.
5. Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Skóladagar barna í 1.-4. bekk Grunnskólans á Ísafirði. 2013-06-0036.
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstunda- sviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 7. júní sl., er varðar fyrirhugaða breytingu á skóladegi barna í 1.-4. bekk við Grunnskólann á Ísafirði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði. Viðaukinn verði lagður fyrir bæjarráð.
6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun. 2012-07-0029.
Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 30. maí sl., er fjallar um nýsköpunarráðstefnu og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlanir. 2012-07-0029.
Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 31. maí sl., er varðar leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun. Leiðbeiningunum er komið á framfæri þar sem nokkuð hefur verið um fyrirspurnir frá sveitarfélögum, um hvernig skuli að þessu staðið.
Lagt fram til kynningar.
8. Náttúrustofa Vestfjarða. - Ársskýrslur fyrir starfsárin 2011 og 2012. 2012-06-0085.
Lagðar fram ársskýrslur Náttúrustofu Vestfjarða fyrir starfsárin 2011 og 2012. Skýrslurnar eru vel upp settar og myndrænar.
Lagt fram til kynningar.
9. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 806. stjórnarfundar.
Lögð fram 806. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 31. maí sl., í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
10. Starfsmannamál. - Erindi Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra. 2013-06-0038.
Bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir væntanlegum breytingum á mannahaldi og stöðugildum á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sameinuð verði störf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og fjármálasviðs og auglýst verði það starf, ásamt starfi fjármálastjóra, sem verði undirmaður sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Jafnframt verði auglýst 50% staða mannauðsstjóra.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:40.
Þorleifur Pálsson, bæjarritari.
Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.
Albertína F. Elíasdóttir.
Sigurður Pétursson.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.