Bæjarráð - 792. fundur - 22. apríl 2013
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 16/4. 377. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 17/4. 331. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
5. liður. Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar bæjarráðs.
6. liður. Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Viljayfirlýsing Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar. Rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði. 2013-04-0026.
Lögð fram viljayfirlýsing Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar dagsett 12. apríl sl., þar sem fram kemur að Heilbrigðisstofnunin tekur að sér væntanlegan rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
3. Minnisblað bæjarritara frá 11. apríl sl. - Umsóknir um menningarstyrki frá Ísafjarðarbæ 2013. 2013-02-0049.
Lagt fram að nýju minnisblað bæjarritara þar sem tilgreindar eru þær umsóknir er borist hafa um menningarstyrki frá Ísafjarðarbæ. Auglýst var eftir umsóknum og rann fresturinn út þann 5. apríl sl. Minnisblaðið var áður lagt fram á 791. fundi bæjarráðs.
Neðangreindir aðilar sóttu um og fengu styrki. Úthlutun:
Act alone, Elvar Logi Hannesson, Ísafirði. 200.000.-
Anna Sigríður Ólafsdóttir, Ísafirði. 0.-
Edinborgarhúsið ehf., Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Ísafirði. 100.000.-
Fjölnir Már Baldursson, Ísafirði. 100.000.-
Gospelkór Vestfjarða, Auður Arna Höskuldsdóttir, Ísafirði. 50.000.-
Kvikmyndafélagið Gláma, Eyþór Jóvinsson, Flateyri. 100.000.-
Leikfélag Flateyrar, Berglind Dögg Thorarensen, Flateyri. 100.000.-
Leikskólinn Laufás, Elsa María Thompson, Þingeyri. 0.-
Litli leikklúbburinn Ísafirði, Steingrímur R. Guðmundsson, Ísafirði. 200.000.-
Við Djúpið, Greipur Gíslason, Reykjavík. 200.000.-
Tónlistarskóli Ísafjarðar v/Nótan. 100.000.-
4. Bréf Sjálfsbjargar félags fatlaðra á Ísafirði og nágrenni. - Aðgengi fatlaðs fólks. 2013-04-0043.
Lagt fram bréf frá Sjálfsbjörg félagi fatlaðra á Ísafirði og nágrenni, dagsett þann 18. apríl sl. Í bréfinu kemur fram áskorun aðalfundar félagsins til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um að beita sér nú þegar fyrir úrbótum í ferlimálum fatlaðra í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð þakkar fyrir erindi Sjálfsbjargar félags fatlaðra á Ísafirði og góðar ábendingar og vísar málinu til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar til frekari skoðunar.
5. Bréf ríkisskattstjóra. - Útsvarsprósenta við álagningu 2013 á tekjur ársins 2012. 2012-04-0030.
Lagt fram bréf frá ríkisskattstjóra dagsett 15. apríl sl., er fjallar um staðfestingu á útsvarsprósentu við álagningu 2013 á tekjur ársins 2012.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Vísað til vinnslu hjá fjármálastjóra.
6. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð Heilbrigðisnefndar. Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2012. 2013-02-0029.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 12. apríl sl., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12. apríl sl. Bréfinu fylgir jafnframt starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðasvæðis fyrir árið 2012.
Lagt fram til kynningar.
7. Trúnaðarmál.
Lagt fram trúnaðarmál og rætt í bæjarráði. Málið fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 8:40.
Þorleifur Pálsson, bæjarritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Marzellíus Sveinbjörnsson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.