Bæjarráð - 790. fundur - 8. apríl 2013
1. Minnisblað bæjarritara. – Stuðningur við frumkvöðlastarf. 2013-03-0020.
Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 5. apríl sl., þar sem gerð er grein fyrir umsóknum, sem borist hafa um stuðning við frumkvöðlastarf í Ísafjarðarbæ. Umsókna- frestur rann út þann 2. apríl sl. og bárust tvær umsóknir.
Umsókn frá Klæðakoti, Halldóru B. Norddahl og Önnu J. Hinriksdóttur, Ísafirði.
Umsókn frá Elíasi Guðmundssyni, Suðureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið frekar í samráði við atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar.
2. Minnisblað bæjarstjóra. – Greiðslur til áheyrnarfulltrúa fyrir setu í nefndum hjá Ísafjarðarbæ. 2013-03-0021.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 5. apríl sl., þar sem hann gerir grein fyrir hvernig greiðslum til áheyrnarfulltrúa fyrir setu í nefndum hjá Ísafjarðarbæ er háttað í dag. Hverjir fá greitt og hverjir ekki.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar foreldra í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar njóti sömu réttinda til greiðslu fyrir fundasetur eins og aðrir almennir nefndarmenn.
3. Bréf Siglingastofnunar. – Tilboð í verkið Stálþil Mávagarði, Ísafirði, lagnir og þekja. 2012-01-0001.
Lagt fram bréf frá Siglingastofnun dagsett 27. mars sl., þar sem greint er frá tilboðum er bárust í verkið ,,Stálþil Mávagarði, lagnir og þekja. Tilboð bárust frá neðangreindum aðilum.
Vestfirskir verktakar ehf., kr. 28.463.984.- 89,8%
Geirnaglinn ehf., kr. 37.893.450.- 119,6%
Íslenska gámafélagið ehf., kr. 39.995.039.- 126,2%
Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar, kr. 31.681.960.- 100,0%
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 165. fundi og leggur til við bæjarstjórn, að gengið verði til samninga við Vestfirska verktaka ehf., að uppfylltum hæfiskröfum og samkvæmt innkaupareglum Ísafjarðarbæjar.
4. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. – Arðgreiðslur 2012. 2012-02-0099.
Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 26. mars sl., þar sem greint er frá arðgreiðslu sjóðsins fyrir árið 2012 og hlut Ísafjarðarbæjar í þeirri greiðslu. Hlutur Ísafjarðarbæjar var kr. 13.539.072.- að frádregnum fjármagnstekjuskatti.
Lagt fram til kynningar.
5. Minnisblað bæjarritara. – Framlög til stjórnmálasamtaka 2013. 2012-03-0085.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 4. apríl sl., er varðar framlög Ísafjarðarbæjar til stjórnmálasamtaka á árinu 2013, með tilvísun til 5. greinar laga er bera fyrirsögnina ,,Framlög til stjórnmálasamtaka frá sveitarfélögum“.
Framlögin skiptast þannig á milli framboða er fengu kjörna bæjarfulltrúa í síðustu sveitarstjórnarkosningum.
B listi 301 atkvæði 14,81% kr. 118.480.-
D listi 891 " 43,85% kr. 350.800.-
Í listi 840 " 41,34% kr. 330.720.-
Samtals kr. 800.000.-
Bæjarráð staðfestir ofangreinda skiptingu styrkja til stjórnmálasamtaka í Ísafjarðarbæ og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
6. Minnisblað bæjarritara. – Fagráð safna, fundargerðir. 2013-04-0010.
Lagðar fram þrjár fundargerðir fagráðs safna frá fundum er haldnir voru þann 12. apríl og 4. júní 2012 og frá fundi er haldinn var 3. apríl 2013. Jafnframt fylgir endur- skoðað erindisbréf fyrir fagráð safna, sem nú hefur verið nefnt samráðsnefnd safna.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 8:45.
Þorleifur Pálsson, bæjarritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína F. Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.