Bæjarráð - 789. fundur - 27. mars 2013

Þetta var gert:

1.         Bréf Sveins DK Lyngmó, Ísafirði. - Förgun heimilissorps frá húsi á Höfðaströnd í fyrrum Grunnavíkurhreppi. 2013-03-0017.

            Lagt fram bréf frá Sveini DK Lyngmó f.h. Ólínu K. Jónasdóttur, Ísafirði, dagsett þann 13. mars sl., þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til þess, að bréfritari sjái sjálfur um förgun sorps frá húsi sínu á Höfðaströnd í fyrrum Grunnavíkurhreppi.

            Bæjarráð hafnar erindinu.

 

2.         Bréf Fondazione Benetton Studi Ricerche, Ítalíu. - Skrúður í Dýrafirði. 2013-02-0065.

            Lagt fram bréf frá Fondazione Benetton Studi Ricerche á Ítalíu, dagsett 12. mars sl., er fjallar um verðlaunaveitingu er veitt hefur verið garðinum Skrúði í Dýrafirði.

            Bæjarráð samþykkir að Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, sæki þennan viðburð fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

3.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.  2012-09-0035.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 7. mars sl., er varðar tímabundnar breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms og veitingu árlegra framlaga.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

4.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Heildaryfirlit yfir framlög til sveitarfélaga á árinu 2012.  2011-09-0036.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 18. mars sl., ásamt heildaryfirliti yfir framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga á árinu 2012 ofl.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

5.         Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá fundum í febrúar og mars á árinu 2013.

            Lagðar fram þrjár fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá fundum er haldnir voru 1. febrúar, 13. febrúar og 13. mars á þessu ári.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

6.         Bréf Arctic Odda, Flateyri. - Byggðakvóti 2012/2013. 2012-09-0043.

            Lagt fram bréf Sigurðar Péturssonar fh. Arctic Odda á Flateyri, dagsett þann 20. mars sl., er fjallar um byggðakvóta í Ísafjarðarbæ.  Bréfinu fylgir minnisblað um byggðakvóta, hráefnisskort og erfiðleika á að halda úti heilsársvinnslu.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.                                 

 

7.         Bréf Icecard ehf., Reykjavík. - Sölueiningar innan tollfrjálsra girðinga.  2013-03-0030.

            Lagt fram bréf frá Icecard ehf., undirritað af Einari Þór Einarssyni, Hafnarfirði, dagsett 21. mars sl. Bréfið fjallar um komur skemmtiferðarskipa til ýmissa hafna landsins og það að koma upp aðstöðu innan tollfrjálsra girðinga, til að selja margvíslegan varning.

            Bæjarráð vísar erindinu til frekari skoðunar í hafnarstjórn.

 

8.         Ársreikningur Ísafjarðarbæjar fyrir starfsárið 2012. - Kynning Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra.  2013-03-0037.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir stöðu vinnu við gerð ársreiknings Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2012 og greindi frá helstu niðurstöðutölum er liggja fyrir í drögum að ársreikningi.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:40.

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                      

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?