Bæjarráð - 787. fundur - 5. mars 2013
Þetta var gert:
1. Fundargerð nefndar.
Fræðslunefnd 27/2. 329. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf trillukarla á Þingeyri. - Úthlutun byggðakvóta til Þingeyrar fiskveiðiárin 2011/2012 og 2012/2013. 2012-09-0043.
Lagt fram bréf frá níu trillukörlum á Þingeyri dagsett 20. febrúar sl., þar sem fram koma athugasemdir um úthlutun og væntanlega úthlutun byggðakvóta fiskveiðiáranna 2011/2012 og 2012/2013 og þær ráðstafanir er Ísafjarðarbær hefur eða hefur ekki gert þeim til úrbóta varðandi breytingar á reglugerðum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á ofangreindum fiskveiðiárum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður í bæjarráði.
3. Bréf forsvarsmanns Fossavatnsgöngunnar 2013. - Beiðni um afnot af Íþróttahúsinu Torfnesi, Ísafirði, 3. og 4. maí 2013. 2013-02-0067.
Lagt fram bréf frá Kristbirni R. Sigurjónssyni f.h. Fossavatnsgöngunnar 2013, þar sem óskað er eftir afnotum af Íþróttahúsinu Torfnesi, Ísafirði, dagana 3. og 4. maí n.k. Afnotin verði án endurgjalds.
Bæjarráð samþykkir erindið og bendir á að haft verði samráð við stjórnendur hússins um fyrirkomulag.
4. Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Beiðni um ráðningu þroskaþjálfa við Grunnskólann á Ísafirði. 2013-02-0059.
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 1. mars sl., þar sem gerð er grein fyrir beiðni um ráðningu þroskaþjálfa við Grunnskólann á Ísafirði, út yfirstandandi skólaár. Beiðnin var til umræðu á 329. fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar og þar lagt til við bæjarsjórn Ísafjarðarbæjar að beiðnin verði samþykkt. Í minnisblaðinu koma fram kostnaðarútreikningar vegna þessa.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, er mætt á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu fræðslunefndar og leggur til að bæjarstjórn heimili ráðningu þroskaþjálfa við Grunnskólann á Ísafirði í 180 kennslustunda starf á yfirstandandi skólaári. Kostnaði verði vísað til endurskoðunar launaáætlunar á hausti komanda.
5. Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði. 2013-01-0070.
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstunda- sviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 1. mars sl., er fjallar um að opna leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði. Gerð er grein fyrir hugsanlegum möguleika um staðsetningu, sem og kostnaðaráætlun.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, er mætt á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að heimiluð verði opnun á leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, í húsnæði á Hlíf II, Ísafirði. Opnunin taki gildi frá og með 1. ágúst n.k.
6. Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Sumarlokanir leikskóla í Ísafjarðarbæ. 2012-03-0054.
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 1. mars sl., þar sem hún gerir grein fyrir sumarlokunum leikskóla í Ísafjarðarbæ og kostnaðarauka með tilvísun til samþykktrar tillögu á 323. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 7. febrúar sl.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, er mætt á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta tillögu til bæjarstjórnar, um sumarlokanir leikskóla Ísafjarðarbæjar, í samræmi við umræður í bæjarráði
7. Liðsstyrkur. - Sameiginlegt atvinnuátaksverkefni sveitarfélaga, ríkis, atvinnurekenda og stéttarfélaga. 2013-02-0062.
Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Samb. ísl. sveitarf. og verkefnastjóra verkefnisins ,,Liðsstyrkur“ dagsett 25. febrúar sl., þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í sameiginlegu atvinnuátaksverkefni sveitarfélaga, ríkis, atvinnurekenda og stéttarfélaga undir verkefnaheitinu ,,Liðsstyrkur“.
Lagt fram til kynningar.
8. Reglur Ísafjarðarbæjar um úthlutun styrkja til menningarmála. 2013-02-0049.
Lagðar fram reglur Ísafjarðarbæjar um úthlutun styrkja til menningarmála, er samþykktar voru í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 23. júní 2011. Í reglunum er gert ráð fyrir að styrkjum sé úthlutað tvisvar á ári, að undangengnum auglýsingum um styrkumsóknir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa eftir styrkumsóknum.
9. Reglur um stuðning Ísafjarðarbæjar við frumkvöðla og fyrirtæki er vilja auka starfsemi sína í Ísafjarðarbæ. 2011-02-0032.
Lagðar fram reglur um stuðning Ísafjarðarbæjar við frumkvöðla og fyrirtæki er vilja auka starfsemi sína í Ísafjarðarbæ. Reglurnar voru samþykktar af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 16. febrúar 2012.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa eftir umsóknum um stuðning við frumkvöðla.
10. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Kynning á nýrri skipulagsreglugerð. 2013-02-0073.
Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 27. febrúar sl., þar sem fram kemur að fram fer kynning á nýrri skipulagsreglugerð í fundarsal Fræðslu- miðstöðvar Vestfjarða að Suðurgötu 12, Ísafirði, miðvikudaginn 13. mars n.k. kl. 13-15.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.
11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu. 2012-07-0029.
Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. þar sem kynnt er málþing um byggðamál og svæðasamvinnu, er fer fram þann 14. mars n.k. á Grand hótel Reykjavík. Málþingið er kynnt með dagskrá.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
12. Trúnaðarmál. 2012-07-0004.
Lagt fram og rætt trúnaðarmál og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:05.
Þorleifur Pálsson, bæjarritari.
Albertína F. Elíasdóttir, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.