Bæjarráð - 786. fundur - 26. febrúar 2013
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 19/2. 375. fundur.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fjallskilanefnd 20/2. 1. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði 15/2. 7. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf Ástvaldar Lárussonar í Landbúnaðarháskóla Íslands. Styrkbeiðni vegna nemendaferðar. 2013-02-0046.
Lagt fram bréf Ástvaldar Lárussonar í Landbúnaðarháskóla Íslands, dagsett þann 19. febrúar sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna búfjárræktarferðar nemenda í búfræði við Landbúnaðarháskólann.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við beiðni bréfritara.
3. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Staðgreiðsluuppgjör 2012. 2012-07-0029.
Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 15. febrúar sl., ásamt staðgreiðslu- uppgjöri sveitarfélagsins fyrir árið 2012.
Lagt fram til kynningar.
4. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - XXVII. landsþing sambandsins. 2013-01-0054.
Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 14. febrúar sl., þar sem fram kemur að stjórn sambandsins hefur ákveðið að XXVII. landsþing Samb. ísl. sveitarf. verði haldið föstudaginn 15. mars 2013 og verði á Grand hóteli í Reykjavík. Fundurinn er boðaður með dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. - Aðalfundarboð ofl. 2012-02-0099.
Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dagsett 18. febrúar sl., þar sem boðað er til aðalfundar Lánasjóðsins þann 15. mars 2013 og verður hann haldinn á Grand hóteli í Reykjavík. Fundurinn er boðaður með dagskrá.
Jafnframt er lagt fram bréf frá Lánasjóðnum dagsett 18. febrúar sl., er varðar auglýsingu eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis. - Þátttaka Ofanflóðanefndar í frágangi jarðvegsnámu við Klofning utan Flateyri. 2009-02-0005.
Lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti dagsett 14. febrúar sl., þar sem fram kemur að Ofanflóðanefnd hefur fallist á að taka þátt í kostnaði við frágang jarðvegsnámu við Klofning utan Flateyrar.
Lagt fram til kynningar.
7. Náttúrustofa Vestfjarða. - Fundargerð 79. fundar stjórnar.
Lögð fram fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 79. fundi er haldinn var þann 7. febrúar sl. í fundarsal Náttúrustofu að Aðalstræti 21 í Bolungarvík.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf Gospelkórs Vestfjarða. - Styrkbeiðni. 2013-02-0049.
Lagt fram bréf frá Gospelkór Vestfjarða dagsett 19. febrúar sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 180.000.-.
Bæjarráð frestar erindinu þar til almenn úthlutun verður í mars - apríl n.k.
9. Bréf frá Eyðibýli-áhugamannafélagi. - Beiðni um styrk. 2013-02-0051.
Lagt fram bréf frá Eyðibýli-áhugamannafélagi dagsett 15. febrúar sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 250.000.- vegna rannsókna og skráningar á eyðibýlum á Vestfjörðum sumarið 2013.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
10. Bréf Umhverfisstofnunar. - Starfsleyfi fyrir Dýrfisk hf. 2012-03-0012.
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 14. febrúar sl., þar sem tilkynnt er ákvörðun stofnunarinnar um útgáfu starfsleyfis fyrir Dýrfisk hf., á 2.000 tonna ársframleiðslu á regnbogasilungi og eða laxi á ári í sjókvíum í Dýrafirði.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Framtíðarskipan knattspyrnusvæðis á Torfnesi, Ísafirði. 2013-02-0058.
Lagt fram bréf undirritað af Pétri G. Markan, framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga, ódagsett, er barst með tölvupósti þann 22. febrúar sl. Bréfið fjallar um framtíðarskipan knattspyrnusvæðisins á Torfnesi, Ísafirði.
Til fundar við bæjarráð undir þessum lið dagskrár er mættur Jóhann K. Torfason, fyrir hönd Héraðssambands Vestfirðinga. Jafnframt er mættur á fundinn Marzellíus Sveinbjörnsson, starfsmaður umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur umhverfis- og eignasviði og skóla- og tómstundasviði Ísafjarðarbæjar, að skoða þessi mál frekar í samvinnu við Héraðssamband Vestfirðinga.
12. Bréf Umferðarstofu. - Ástand gróðurs og umferðaröryggi. 2012-01-0023.
Lagt fram bréf frá Umferðarstofu dagsett 15. febrúar sl., er varðar ástand gróðurs og umferðaröryggi.
Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.
13. Bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar um millilandasiglingar. 2013-02-0066.
Bæjarráð fagnar þeim áformum Samskipa, um að hefja á ný millilandasiglingar frá Reykjavík með viðkomu á Ísafirði.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:00.
Þorleifur Pálsson, bæjarritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína F. Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.