Bæjarráð - 780. fundur - 14. janúar 2013
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Barnaverndarnefnd 10/1.13. 123. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 9/1.13. 137. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 9/1.l3. 387. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf Jónu Benediktsdóttur, fyrirspurn um boðsferðir. - Minnisblað bæjarritara, svör við fyrirspurn. 2013-01-0002.
Lagt fram bréf frá Jónu Benediktsdóttur, bæjarfulltrúa, dagsett 3. janúar sl., þar sem hún ber fram meðal annars nokkrar spurningar varðandi ferð kerfisstjóra Ísafjarðarbæjar til Kína á árinu 2008. Jafnframt er lagt fram minnisblað tekið saman af bæjarritara, er varðar svör við fyrirspurnum Jónu Benediktsdóttur.
Lagt fram til kynningar.
3. Bréf Skipulagsstofnunar. - Erindi Dýrfisks ehf., aukin framleiðsla regnbogasilungs í Dýrafirði. 2012-03-0012.
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 8. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir tilkynningu frá Dýrfiski ehf., til Skipulagsstofnunar, um aukningu á framleiðslu á regnbogasilungi (eða laxi) í Dýrafirði. Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á erindinu og óskast umsögn send fyrir 25. janúar n.k.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í umhverfisnefnd.
Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.
4. Starfsmannamál. - Umræður í bæjarráði. 2013-01-0032.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir breytingum sem orðið hafa og eru í vændum á starfsmannahaldi hjá Ísafjarðarbæ. Meðal annars að bæjarritari hefur upplýst að hann muni láta af störfum hjá Ísafjarðarbæ frá og með 1. júlí n.k.
Jafnframt gerði bæjarstjóri bæjarráði grein fyrir þeirri hugmynd, að ráðinn yrði byggingarstjóri við byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Starfsmannamál verða tekin fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
5. Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2014/2016. 2012-09-0006.
Lögð fram drög að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árin 2014/2016. Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, er mættur á fund bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að leggja drög að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar ásamt greinargerð, fyrir fund bæjarstjórnar þann 17. janúar n.k.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:10.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína F. Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.