Bæjarráð - 778. fundur - 17. desember 2012

Þetta var gert:

1.         Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2014/2016. 2012-09-0006.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir vinnu við þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árin 2014-2016.

            Bæjarráð vísar drögum að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar til áframhaldandi vinnu í stjórnsýslunni.

 

2.            Fundargerðir nefnda.

            Félagsmálanefnd 11/12.  373. fundur.

            Fundargerðin er í þrettán liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fræðslunefnd 12/12.  326. fundur.

            Fundargerðin er í tólf liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 12/12.  386. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

           

3.         Minnisblað Patreks Súna, umsjónarmanns. - Sundlaug Flateyrar, pottur eða vaðlaug.  2012-12-0023.

            Lagt fram minnisblað frá Patrek Súna, umsjónamanni á skóla- og tómstundasviði, dagsett 6. desember sl., þar sem hann gerir grein fyrir kostnaði, annars vegar vegna vaðlaugar við sundlaugina á Flateyri eða heitan pott.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við  stjórn Samhugar í verki til frekari skoðunar á málinu.  

           

4.         Minnisblað bæjarritara. - Tilnefning í samráðshóp um Sóknaráætlun Vestfjarða.  2011-07-0029.  

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 13. desember sl., er fjallar um beiðni Fjórðungssambands Vestfjarða, um tilnefningu í samráðshóp um Sóknaráætlun Vestfjarða.  Erindið var áður tekið fyrir á 777. fundi bæjarráðs þann 10. desember sl.

            Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Ísafjarðarbæjar verði Gísli H. Halldórsson og Jóna Benediktsdóttir og til vara Kristín Hálfdánsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

 

5.         Minnisblað bæjarritara. - Staðfesting álagningarprósentu útsvars tekjuárið 2013. 2012-09-0006.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 13. desember sl., er varðar staðfestingu á álagningarprósentu útsvars tekjuárið 2013.  Í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2013, er samþykkt var á 320. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 6. desember sl., er gert ráð fyrir að álagningarprósenta útsvars sé 14,480%.  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þarf að staðfesta þetta formlega.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta útsvars tekjuárið 2013, verði óbreytt milli ára eða 14,480%.

 

6.         Minnisblað. - Útboð trygginga Ísafjarðarbæjar.  2012-03-0077.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 14. desember sl., þar sem fram kemur að farið hefur verið aftur yfir tilboð er borist hafa frá þremur aðilum er buðu í tryggingar Ísafjarðarbæjar samkvæmt útboði.  Eins var leitað eftir mati Andra Árnasonar, bæjarlögmanns, á rétti Ísafjarðarbæjar til töku tilboða.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, leggur til við bæjarráð, að gengið verði til samninga við Tryggingamiðstöðina.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Tryggingamiðstöðina á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

 

7.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlög til skólaakstur úr dreifbýli. 2012-09-0033.

            Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 7. desember sl., er varðar úthlutun framlaga vegna skólaaksturs úr dreifbýli.  Jöfnunarsjóður óskar nú eftir umsóknum frá sveitarfélögum er telja sig hafa orðið fyrir íþyngjandi kostnaði við grunnskólaakstur á árinu 2012, umfram þau framlög er greidd hafa verið úr Jöfnunarsjóði.  Frestur til að skila umsóknum er til 5. janúar 2013.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Vísað til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs til frekari skoðunar.

 

8.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Auglýsing frá Námsmatsstofnun um úttekt á leikskólum sveitarfélaga. 2012-12-0019.

             Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf., er fjallar um auglýsingu til sveitarfélaga hvað varðar umsóknir til Námsmatsstofnunar á úttektum á starfsemi leikskóla sveitarfélaga. Erindið hefur þegar verið tekið fyrir í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði. 

 

9.         Náttúrustofa Vestfjarða. - 78. fundargerð stjórnar frá 30. nóvember 2013.

            Lögð fram 78. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, frá fundi er haldinn var þann 30. nóvember sl. að Aðalstræti 21 í Bolungarvík.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.     

 

10.       Minnisblað fjármálastjóra. - Meðferð skammtímaskulda B-hlutafyrirtækja við Aðalsjóð.  2012-03-0075.

            Lagt fram minnisblað frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, dagsett 14. desember sl., þar sem gerðar eru tillögur um meðferð skammtímaskulda B-hlutafyrirtækja hjá Ísafjarðarbæ við Aðalsjóð.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga um meðferð skammtímaskulda B- hlutafyrirtækja við Aðalsjóð verði samþykkt.

 

11.       Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Yfirlit um greiðslur vegna almennra húsaleigubóta 2012.  2011-10-0011.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 13. desember sl., er varðar yfirlit yfir greiðslur sveitarfélags vegna almennra húsaleigubóta fjárhagsárið 2012, en sveitarfélögum ber að skila inn yfirliti yfir greiðslur vegna fjárhagsársins 2012 og er skilafrestur til 1. febrúar 2013.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Vísað til fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar.

 

12.       Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Yfirlit um greiðslur vegna sérstakra húsaleigubóta 2012.  2011-10-0011.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 13. desember sl., er varðar yfirlit yfir greiðslur sveitarfélags vegna sérstakra húsaleigubóta fjárhagsárið 2012, óskað er eftir að sveitarfélög skili inn yfirliti yfir greiðslur vegna fjárhagsársins 2012 og er skilafrestur til 1. febrúar 2013.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Vísað til fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar.

 

13.       Minnisblað upplýsingafulltrúa. - Drög að starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar.  2011-02-0053.

            Lagt fram minnisblað frá Hálfdáni Bjarka Hálfdánssyni, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 14. desember sl., ásamt drögum að nýrri starfsmannastefnu fyrir Ísafjarðarbæ.

            Bæjarráð samþykkir að drög að starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar verði send öllum nefndum Ísafjarðarbæjar til kynningar.

 

14.       Viðauki við fjárhagsáætlun. - Uppgjör við Kubb ehf., Ísafirði.

            Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 11.922.500.- vegna uppgjörs við Kubb ehf., Ísafirði, út af sorptunnum.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að viðaukinn við fjárhagsáætlun verði samþykktur.

 

15.       Stefna á Ísafjarðarbæ. - Stefnandi Soffía Ingimarsdóttir, Flateyri. 2012-03-0033.

            Lögð fram stefna frá Soffíu Ingimarsdóttur, Flateyri, er barst Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, þann 14. desember 2012.  Stefnan varðar kröfu bóta vegna uppsagnar í starfi.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra og Andra Árnasyni, hrl., bæjarlögmanni, að vinna að málinu fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Albertína F. Elíasdóttir., formaður bæjarráðs.

Gísli H. Halldórsson.                                                                       

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?