Bæjarráð - 776. fundur - 3. desember 2012

Þetta var gert:

1.         Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2013. - Innfærðar breytingatillögur. 2012-09-0006.

            Lögð fram yfirlit yfir þær breytingatillögur er liggja fyrir við gerð fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja árið 2013.  Tillögurnar hafa verið færðar inn í áætlunina fyrir síðari umræðu þann 6. desember n.k.

            Bæjarráð vísar breytingatillögum til endanlegrar ákvörðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2013 í bæjarstjórn.

 

2.         Fundargerð nefndar.

            Umhverfisnefnd 28/11.  385. fundur.

            Fundargerðin er í tíu liðum.

            10. liður. ,,Bændur græða landið.“  Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 60.000.-.  Færist á bókhaldslykil 11-89-9921.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Minnisblað bæjarritara. - Reglur um launalaust leyfi starfsmanna Ísafjarðarbæjar.  2012-11-0067.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 28. nóvember sl., er varðar tillögu að reglum um launalaust leyfi starfsmanna Ísafjarðarbæjar.  Reglurnar eru settar upp með tilvísun til ábendinga frá Samb. ísl. sveitarf. og skoðaðar voru reglur hjá öðrum sveitarfélögum.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar um launalaust leyfi starfsmanna Ísafjarðarbæjar verði samþykktar.

 

4.         Bréf Súðavíkurhrepps. -Fjárhagsáætlun sameiginlegrar barna-verndarnefndar. 2012-09-0065.

            Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 23. nóvember sl., er varðar fjárhags- áætlun sameiginlegrar barnaverndarnefndar Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps fyrir árið 2013.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að svara erindinu.

 

 

5.         Minnisblað bæjarritara. - Umsóknir um lóðir við Rómarstíg og Stefnisgötu á Suðureyri.  2010-07-0062.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 29. nóvember sl., er fjallar um umsókn Elíasar Guðmundssonar á Suðureyri, á lóðum við Rómarstíg og Stefnisgötu á Suðureyri.  Málinu var frestað á 319. fundi bæjarstjórnar, þar sem óskað var eftir frekari gögnum.  Gögnin liggja nú fyrir og er málið lagt fyrir bæjarráð.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Elíasi Guðmundssyni verði úthlutað umræddum lóðum við Rómarstíg og Stefnisgötu á Suðureyri.

           

6.         Bréf Gistingar Fasteigna ehf. - Umsókn um lóðir fyrir 20 smáhýsi í Tungudal, Skutulsfirði.  2010-08-0007.

            Lagt fram bréf Gistingar Fasteigna ehf., Ísafirði, dagsett 26. nóvember sl., þar sem sótt er um lóðir fyrir 20 smáhýsi í Tungudal í Skutulsfirði.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

7.         Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Árgjald vegna umhverfisvottunar. 2011-07-0061.

            Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 26. nóvember sl., er varðar árgjald vegna umhverfisvottunar og skipan í framkvæmdaráð.  Árgjald er miðað við íbúafjölda og er hjá Ísafjarðarbæ samkvæmt meðfylgjandi reikningi kr. 270.000.-.  Jafnframt er í bréfinu óskað eftir tilnefningu Ísafjarðarbæjar í framkvæmdaráðið.

            Bæjarráð telur að ræða þurfi kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna og frestar afgreiðslu erindisins að sinni.

 

8.         Bréf nefndasviðs Alþingis. - Frumvarp til laga um húsaleigubætur 49. mál. 2012-11-0065.

            Lagt fram tölvubréf frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur, ritara nefndasviðs Alþingis, dagsett 26. nóvember sl.  Í bréfinu óskar velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur, rétt námsmanna, mál nr. 49.  Frestur til að skila umsögn er til 12. desember n.k.

            Bæjarráð vísar málinu til félagsmálanefndar til skoðunar.

 

9.         Byggðasafn Vestfjarða. - Fundargerðir stjórnar.           

            Lagðar fram fundargerðir stjórnar Byggðasafns Vestfjarða, frá 36. fundi er haldinn var þann 11. september sl., 37. fundi er haldinn var þann 16. október sl. og frá  38. fundi er haldinn var þann 13. nóvember sl.

            Lagt fram til kynningar.

 

10.       Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 801. stjórnarfundar.

            Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 23. nóvember sl., í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.

            Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:10.

  

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Marzellíus Sveinbjörnsson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?