Bæjarráð - 775. fundur - 26. nóvember 2012
Þetta var gert:
1. Minnisblað bæjarritara. - Tillögur frá 319. fundar bæjarstjórnar, breytingar við drög að fjárhagsáætlun 2013. 2012-09-0006.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 23. nóvember sl., ásamt tillögum um breytingar á drögum að fjárhagsáætlun 2013, er lagðar voru fram á 319. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 22. nóvember sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fella tillögur bæjarstjórnar að viðeigandi þáttum í drögum að fjárhagsáætlun 2013 og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.
2. Bréf Smára Ríkarðssonar. - Útboð trygginga Ísafjarðarbæjar. 2012-03-0077.
Lagt fram bréf frá Smára Ríkarðssyni, tryggingafræðingi, dagsett 19. nóvember sl., er varðar samanburð tilboða er bárust í tryggingar Ísafjarðarbæjar eftir útboð. Þeir aðilar sem buðu eru Sjóvá, Tryggingamiðstöðin og Vátryggingafélag Íslands. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að gengið verði til samninga við Tryggingamiðstöðina, með tilvísun til niðurstöðu útboðs.
3. Bréf Fanneyjar Pálsdóttur, ráðgjafa VIRK. - Vinnusamningar TR. 2012-11-0053.
Lagt fram bréf undirritað af Fanney Pálsdóttur, ráðgjafa VIRK, dagsett 21. nóvember sl., þar sem óskað er m.a. eftir að stofnanir Ísafjarðarbæjar fái heimild til að gera tvo vinnusamninga TR á ári, sem stuðning við starfsendurhæfingu í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari skoðunar hjá félagsmálasviði Ísafjarðarbæjar.
4. Bréf Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði. - Kvíaeldisstöð Dýrfisks ehf., í Dýrafirði. 2012-03-0012.
Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum Átaki í Dýrafirði, dagsett 22. nóvember sl., er varðar kynningu á tillögu að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöð Dýrfisks ehf., í Dýrafirði. Bæjarráð hafði sent samtökunum tillögurnar til skoðunar.
Bæjarráð þakkar bréf Íbúasamtakanna Átaks og felur bæjarstjóra að framkvæma ábendingar bréfritara.
Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.
5. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlög vegna fatlaðra nemenda í grunnskólum. 2012-09-0034.
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 16. nóvember sl., er varðar áætlað úthlutað framlag til Ísafjarðarbæjar vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2013.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Vísað til skóla- og tómstundasviðs til kynningar.
6. Bréf Landgræðslu ríkisins. - Samstarfsverkefnið ,,Bændur græða landið“. 2012-11-0055.
Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins dagsett 19. nóvember sl., er varðar samstarfs- verkefnið ,,Bændur græða landið“. Í Ísafjarðarbæ eru skráðir 12 þátttakendur í verkefninu og fer Landgræðslan vinsamlegast þess á leit að sveitarfélagið styrki verkefnið, sem nemur kr. 5.000.- á hvern þátttakanda eða samtals um kr. 60.000.- á árinu 2013.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.
7. Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis. - Samningur um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða. 2012-01-0045.
Lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti dagsett 16. nóvember sl., ásamt samningi ráðuneytisins og sex sveitarfélaga á Vestfjörðum, um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði á þessu stigi málsins.
8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar. 2010-04-0016.
Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 16. nóvember sl., ásamt reikningi að upphæð kr. 1.825.000.-, vegna samþykkts framlags Ísafjarðarbæjar til verkefnisins ,,Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar“. Jafnframt fylgir afrit af bréfi innanríkisráðuneytis til Fjórðungssambandsins er varðar málefnið.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
9. Byggðasafn Vestfjarða. - Ársreikningur 2011. 2012-09-0083.
Lagður fram ársreikningur Byggðasafns Vestfjarða fyrir starfsárið 2011. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, sem er formaður stjórnar Byggðasafnsins gerði grein fyrir reikningnum.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
10. Afrit bréfs til nefndasviðs Alþingis. - Frumvarp til laga um miðstöð
innanlandsflugs, umsögn Ísafjarðarbæjar. 2012-11-0020.
Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til nefndasviðs Alþingis dagsett 20. nóvember sl., umsögn Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs, hlutverk Reykjavíkurflugvallar.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
11. Bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. - Byggðakvóti 2012/2013. 2012-09-0043.
Lag fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti dagsett 16. nóvember sl., þar sem ráðuneytið óskar eftir rökstuðningi Ísafjarðarbæjar við þeim breytingum, sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir að gerðar verði á úthlutunarreglum byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013. Jafnframt er lagt fram í bæjarráði afrit af svarbréfi Ísafjarðarbæjar, þar sem fram kemur rökstuðningur Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
12. Umræður í bæjarráði um tölvumál Ísafjarðarbæjar. 2012-10-0042.
Málinu frestað þar sem aðsend gögn er beðið var eftir hafa ekki borist Ísafjarðarbæ.
13. Trúnaðarmál. 2009-02-0008.
Lagt fram trúnaðarmál í bæjarráði og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
14. Trúnaðarmál.
Lagt fram trúnaðarmál í bæjarráði og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 8:35.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína F. Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.