Bæjarráð - 772. fundur - 5. nóvember 2012
Þetta var gert:
1. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2013. 2012-09-0006.
Á fund bæjarráðs er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2013. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, gerðu bæjarráði grein fyrir megin þáttum áætlunarinnar.
Samþykkt var í bæjarráði að fyrri umræða um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar verði fimmtudaginn 22. nóvember n.k., en vinnufundur með bæjarfulltrúum um áætlunina verði haldinn í þessari viku. Næsti fundur bæjarstjórnar er 8. nóvember n.k.
2. Drög að reglum Ísafjarðarbæjar við úthlutun byggðakvóta 2012/2013. 2012-09-0043.
Lögð fram í bæjarráði drög að reglum Ísafjarðarbæjar við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013.
Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð vísar fram lögðum drögum að reglum Ísafjarðarbæjar við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013 til afgreiðslu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 8. nóvember n.k.
3. Fundargerð nefndar.
Umhverfisnefnd 31/10. 383. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Minnisblað hafnarstjóra Ísafjarðarhafna. - Landstöpull við Sundahöfn. 2012-08-0039.
Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra Ísafjarðarhafna, dagsett 1. nóvember sl., er fjallar um framkvæmdir við gerð landstöpuls við Sundahöfn á Ísafirði. Landstöpullinn er vegna tengingar flotbryggju norðan Sundabakka á Ísafirði.
Bæjarráð heimilar framkvæmdina á þessu ári falli greiðslur til á fjárhagsárinu 2013.
5. Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Íþrótta- og tómstundastefna Ísafjarðarbæjar. 2011-03-0095.
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstunda- sviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 2. nóvember sl., ásamt drögum að íþrótta- og tómstunda- stefnu Ísafjarðarbæjar. Drögin voru afgreidd frá íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar á 135. fundi nefndarinnar.
Bæjarráð tekur vel í drög að íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar og óskar eftir að íþrótta- og tómstundanefnd forgangsraði og kostnaðarmeti framkvæmdaþætti, áður en lengra er haldið.
6. Bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar. - Söfnunarsjóðurinn Samhugur í verki. 2006-03-0084.
Lagt fram bréf frá Guðmundi R. Björgvinssyni f.h. stjórnar Íbúasamtaka Önundarfjarðar dagsett 1. nóvember sl., er fjallar um söfnunarsjóðinn ,,Samhugur í verki“ stöðu hans og ráðstöfun fjár að hluta ofl..
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna frekar að málinu.
7. Bréf Þjóðskrár Íslands. - Skráning og mat hafnarmannvirkja. 2011-01-0034.
Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands til sveitarfélaga, dagsett þann 29. október sl., er fjallar um skráningu og mat hafnarmannvirkja. Nánar tiltekið skipalyftur og dráttarbrautir, sem skeytt eru við land og ætlað að standa til langs tíma.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu á umhverfis- og eignasviði. Sent hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar til kynningar.
8. Bréf Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. - Áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum. 2012-11-0002.
Lagt fram bréf frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum dagsett 26. október sl. Í bréfinu er m.a. fjallað um áfengisauglýsingar er hanga uppi á íþróttasvæðum þar sem börn og unglingar eru við leik og störf víðs vegar um landið. Um er að ræða fótboltavallasvæði, golfvelli, íþróttahús ofl. Áskorun er beint til sveitarfélaga um jákvæð viðbrögð og aðgerðir til úrbóta.
Bæjarráð vísar erindinu til skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.
9. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.
Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 26. október sl., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 26. október sl. Á fundi nefndarinnar var lögð fram og samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. Sveitarfélög þurfa að samþykkja áætluning og óskað er eftir að ef um athugasemdir sé að ræða berist þær eftilitinu fyrir 1. desember n.k.
Lagt fram til kynningar.
10. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 800. fundi.
Lögð fram fundargerð 800. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 26. október sl., í Allsherjarbúð, Borgartúni 30, Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
11. Menntaskólinn á Ísafirði. - 129. fundargerð stjórnar.
Lögð fram 129. fundargerð stjórnar Menntaskólans á Ísafirði, frá fundi er haldinn var þann 1. október sl. á skrifstofu skólameistara.
Lagt fram til kynningar.
12. Samb. ísl. sveitarf. - Drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi. 2012-11-0004.
Lagt fram bréf frá Guðjóni Bragasyni hjá Samb. ísl. sveitarf., þar sem fjallað er um drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi. Frumvarpið má nálgast á slóðinni http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28294
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og eignasviðs og umhverfisnefndar.
13. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerðir stjórnar FV.
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá fundum er haldnir voru þann 3. október og 31. október sl.
Lagt fram til kynningar.
14. Tölvumál. - Upplýsingar um yfirstandandi viðræður við Nýherja. 2012-10-0042.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir stöðu viðræðna við Nýherja, um frekari þjónustu þeirra hvað varðar rekstur tölvukerfa og búnaðar hjá Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:10.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína F. Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.