Bæjarráð - 769. fundur - 15. október 2012
Þetta var gert:
1. Fjárhagsáætlun ársins 2013. - Helstu áherslur. - Frumdrög rekstrarliða. - Drög framkvæmdaáætlunar. 2012-09-0006.
Lagðar fram af Eiríki Finni Greipssyni, fomanni bæjarráðs, helstu áherslur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013. Einnig liggja fyrir fundinum frumdrög rekstrarliða, unnin af Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra og drög að framkvæmdaáætlun, sem unnin eru af Jóhanni B. Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
Jón H. Oddsson og Jóhann B. Helgason eru mættir á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
2. Minnisblað bæjarritara. - Fundur með fjárlaganefnd Alþingis. 2012-06-0061.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 12. október sl., er varðar fyrirhugaðan fund fulltrúa Ísafjarðarbæjar með fjárlaganefnd Alþingis nú í haust, með tilvísun til bréfs fjárlaganefndar frá 3. september 2012.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að skrifa fjárlaganefnd Alþingis bréf um þau atriði er lögð var áhersla á í umræðum í bæjarráði.
3. Bréf Siglingastofnunar. - Sjóvarnir og hafnagerð á samgönguáætlun 2013-2016. 2012-01-0001.
Lagt fram bréf Siglingastofnunar dagsett 9. október sl., þar sem leitast er við að svara bréfi hafnarstjóra Ísafjarðarhafna frá 28. september sl., er varðar hafnarframkvæmdir á samgönguáætlun 2013-2016.
Lagt fram til kynningar.
4. Minnisblað bæjarritara. - Umsóknir um menningarstyrki. 2012-01-0041.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 11. október sl., þar sem gerð er grein fyrir þeim umsóknum um menningarstyrki er borist hafa Ísafjarðarbæ fyrir liðinn umsóknarfrest er var þann 5. október sl.
Neðangreindar umsóknir hafa borist.
Act alone, Túngötu 17, Ísafirði. Sótt er um kr. 200.000.-
Félag vestfirskra listamanna, Túngötu 17, Ísafirði. " kr. 200.000.-
Heather Millard, Selvogsgrunni 29, Reykjavík. " kr. 250.000.-
Henna Riikka Nurmi, Ísafirði. " ótilgreint
Hermann Níelsson, Túngötu 12, Ísafirði. " kr. 500.000.-
Listakaupstaður, Sundstræti 45, Ísafirði. " kr. 200.000.-
Megakukl, Túngötu 17, Ísafirði. " kr. 100.000.-
Menningarmiðstöðin Edinborg, Ísafirði. " kr. 200.000.-
Tinna Magnúsdóttir ofl., Stigahlíð 10, Reykjavík. " ótilgreint
Tónlistarfélag Ísafjarðar, Tangagötu 17, Ísafirði. " kr. 500.000.-
Tónlistarskóli Ísafjarðar, Austurvegi 11, Ísafirði. " kr. 100.000.-
Tónlistarskóli Ísafjarðar, Austurvegi 11, Ísafirði. " kr. 250.000.-
Aðilar er fengu úthlutun fyrr á þessu ári og sækja um aftur.
Fjölnir Már Baldursson, Seljalandsvegi 12, Ísafirði. (150.000.-) " kr. 250.000.-
Gospelkór Vestfjarða, Stórholti 31, Ísafirði. (75.000.-) " kr. 180.000.-
Listavélin þáttagerð, Stórholti 7, Ísafirði. (200.000.-) " kr. 300.000.-
Litli leikklúbburinn, Stórholti 7, Ísafirði. (200.000.-) " kr. 400.000.-
Sunnukórinn á Ísafirði, Hafnarstræti 4, Ísafirði. (150.000.-) " ótilgreint
Bæjarráð samþykkir styrkveitingar til þriggja umsækjenda samtals kr. 250.000.- og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
5. Bréf Fiskistofu. - Umsókn Fjarðareldis ehf., um rekstrarleyfi. 2012-10-0021.
Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 9. október sl., er fjallar um umsókn Fjarðareldis ehf., um rekstrarleyfi til fiskeldis, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn af laxi, þorski og regnbogasilungi á ári. Staðsetning sjókvíar er fram af Hnífsdal. Leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar, er þarf að berast Fiskistofu innan 14. daga frá dagsetningu ofangreinds bréfs.
Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar til umsagnar.
6. Bréf Þjóðskrár. - Leiðrétting fasteignamats fjöleignahúsaíbúða. 2011-10-0014.
Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands dagsett 2. október sl., þar sem fram kemur að leiðrétta þarf fasteignamat fjöleignahúsaíbúða í byggingu, sem staðsett eru utan höfuðborgarsvæðisins og felst leiðréttingin í lækkun matsins. Summa fasteignamats í sveitarfélaginu lækkar um kr. 19.260.000.-. Frestur til athugasemda er einn mánuður.
Lagt fram til kynningar.
7. Afrit af bréfi Landsnets til Orkustofnunr. - Færsla jarðstrengs. 2011-11-0051.
Lagt fram afrit af bréfi Landsnets til Orkustofnunar dagsettu 8. október sl., þar sem Landsnet svarar bréfi Orkustofnunar dagsettu 5. október sl., um leyfi til færslu 66kV jarðstrengs vegna ofanflóðavarna á Ísafirði.
Bæjarráð harmar niðurstöðu Orkustofnunar og telur að um tvær óskildar framkvæmdir sé að ræða og hvetur Orkustofnun til að endurskoða afstöðu sína svo að um frekari tafir verði ekki að ræða á verkinu.
Bréfinu vísað til umhverfisnefndar til kynningar.
8. Bréf Landssambands hestamannafélaga. - Skráning reiðleiða. 2012-10-0017.
Lagt fram bréf frá Landssambandi hestamannafélaga dagsett 3. október sl., er fjallar um vinnu við skráningu reiðleiða á öllu landinu, í samvinnu við Vegagerðina, allt frá árinu 2007. Óskað er eftir fjárstuðningi frá sveitarfélögum vegna þessa verkefnis og er farið fram á kr. 100.000.- á ári næstu fjögur árin.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.
9. Bréf Sjónarhóls - ráðgjafamiðstöðvar. - Beiðni um stuðning. 2008-12-0044.
Lagt fram bréf frá Sjónarhóli - ráðgjafamiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir dagsett 8. október sl., þar sem óskað ef eftir fjárstuðningi við starfsemina.
Bæjarráð vísar bréfinu til félagsmálanefndar til umsagnar.
10. Bréf Mannvirkjastofnunar. - Skortur á slökkvivatni í Hnífsdal. 2012-10-0018.
Lagt fram bréf Mannvirkjastofnunar, dagsett 5. október sl., er fjallar um skort á slökkvivatni í Hnífsdal.
Bæjarráð vísar bréfinu til slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar og forstöðumanns Vatnsveitu Ísafjarðarbæjar.
11. Bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar. - Ljósleiðaratengingar og Íslandspóstur. 2012-09-0079/2012-09-0072.
Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Önundarfjarðar dagsett 8. október sl., er varðar meinta vöntun á ljósleiðaratengingu á Flateyri og þær afleiðingar er það hefur á rekstur útibús Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Flateyri.
Jafnframt kemur fram í bréfinu að leita þurfi allra leiða til að koma í veg fyrir fyrirhugaða lokun póstafgreiðslu Íslandspósts á Flateyri, í samráði við forsvarsmenn Íslandspósts.
Bæjarráð bendir á að Íbúasamtök Önundarfjarðar hafa enn ekki uppfyllt skilyrði Ísafjarðarbæjar um hverfaráð.
Formaður bæjarráðs greindi frá viðræðum er hann hefur átt við forsvarsmenn Íslandspóst um þjónustuna á Flateyri, þar sem upplýst var að unnið er að lausn málsins.
12. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Stofnfundur ,,Samtaka stofnfjáreigenda Sparisjóðs Bolungarvíkur“. 2012-05-0011.
Lagt fram bréf til stofnfjáreigenda í Sparisjóði Bolungarvíkur dagsett 29. september sl., er fjallar um boðun stofnfundar stofnfjáreigenda í SpBol. föstudaginn 26. október n.k. kl. 17:00 í fundarsal Sparisjóðs Bolungarvíkur í Ráðhúsinu við Aðalstræti í Bolungarvík.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
13. Bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis. - Byggðakvóti 2011/2012. 2011-10-0008.
Lagt fram bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti dagsett 11. október sl., er fjallar um svar ráðuneytisins við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 2. október sl., varðandi undanþágu frá ráðuneytinu vegna veiða á byggðakvóta er úthlutað var til báta á Þingeyri fiskveiðiárið 2011/2012. Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að ekki er hægt að verða við beiðni Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
14. Bréf Lagaþings sf., Reykjavík. - Seljalandsvegur 100, Ísafirði. 2011-10-0068.
Lagt fram bréf frá Lagaþingi sf., Túngötu 14, Reykjavík, dagsett 3. október sl., þar sem ítrekað er bréf sama aðila til Ísafjarðarbæjar frá 9. ágúst sl., um málefni Ásthildar Cesil Þórðardóttur og Elíasar Skaftasonar, vegna Seljalandsvegar 100, Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við eigendur húsanna Seljalandsvegar 100 og 102, Ísafirði, um uppkaup eignanna.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:10.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína F. Elíasdóttir.
Kristján Andri Guðjónsson.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.