Bæjarráð - 764. fundur - 11. september 2012
Þetta var gert:
1. Fundargerð nefndar.
Félagsmálanefnd 28/8. 370. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 5/9. 323. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Trúnaðargögn. - Yfirlit yfir skatttekjur og laun. (Tölur ekki afstemmdar.) 2012-02-0032.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir skatttekjum og launum hjá Ísafjarðarbæ það sem af er árinu.
3. Minnisblað bæjarstjóra. - Heimild til útboðs á tilfærslu lagna undir Gleiðarhjalla. 2011-11-0051.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. september sl., þar sem bæjarstjóri gerir grein fyrir heimild sem veitt hefur verið til útboðs á tilfærslu lagna vegna varnargarða undir Gleiðarhjalla á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
4. Tölvubréf Ásgeirs Erlings Gunnarssonar. - Sala á Austurvegi 2, Ísafirði. 2011-07-0038.
Lagt fram tölvubréf frá Ásgeiri Erling Gunnarssyni dagsett 3. september sl., er varðar fyrirhugaða sölu eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Austurvegi 2, Ísafirði og þau kauptilboð er í eignina hafa borist.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara bréfi Ásgeirs Erlings Gunnarssonar.
5. Bréf trillukarla á Þingeyri.- Byggðakvóti 2011/2012 á Þingeyri. 2011-10-0008.
Lagt fram bréf trillukarla á Þingeyri undirritað af Þórhalli Arasyni og dagsett þann 6. september sl., ásamt afriti af bréfi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dagsettu 31. ágúst sl. Í bréfi trillukarla er fjallað um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012 til Þingeyrar, möguleika þess að landa honum til vinnslu á Þingeyri og að bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar finni leiðir til að gera trillukörlum á Þingeyri kleift að nýta úthlutunina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar og leggja að nýju fyrir bæjarráð.
6. Náttúrustofa Vestfjarða. - Trúnaðarpplýsingar fyrir bæjarráð. 2012-06-0085.
Lagðar fram trúnaðarupplýsingar er varða rekstur Náttúrustofu Vestfjarða, ársreikninga stofnunarinnar ofl.
7. Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis. - Frumvarp til náttúruverndarlaga. 2012-09-0032.
Lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti dagsett 3. september sl., er varðar drög að heilstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga líkt og kveðið er á um í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Óskað er eftir umsögnum um frumvarpið og ber að skila þeim í síðasta lagi þann 25. september nk.
Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.
8. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Ársfundur sjóðsins 2012. 2012-09-0031.
Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 3. september sl., þar sem tilgreint er að ársfundur sjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 26. september n.k. á Hilton Hótel Norcica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á fundinum.
9. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Uppgjör framlaga vegna lækkaðra fasteignaskatts tekna 2012. 2011-09-0036.
Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 30. ágúst sl., þar sem fram kemur uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012. Heildarúthlutun til Ísafjarðarbæjar á árinu er kr. 163.683.848.-.
Lagt fram til kynningar.
10. Bréf Menningarráðs Vestfjarða. - Boðun aðalfundar 6. október 2012. 2012-08-0017.
Lagt fram bréf frá Menningarráði Vestfjarða dagsett 4. september sl., þar sem greint er frá breyttum fundartíma aðalfundar ráðsins, sem haldinn verður þann 6. október n.k. í Grunnskólanum á Bíldudal. Fundurinn er haldinn í tengslum við Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið er á sama tíma.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
11. Bréf Listakaupstaðar Ísafirði. - Beiðni um styrk vegna gestavinnustofu. 2012-01-0041.
Lagt fram bréf Elfars Loga Hannessonar f.h. Listakaupstaðar, Ísafirði, dagsett 4. september sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ, vegna gestavinnustofu í Listakaupstað í Norðurtangahúsinu á Ísafirði. Óskað er eftir styrk upp á kr. 200.000.-.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu við úthlutun menningarstyrkja síðar í haust.
12. Bréf Megakukls, Ísafirði. - Beiðni um styrk vegna kynningar í Washington. 2012-01-0041.
Lagt fram bréf Elfars Loga Hannessonar f.h. Megakukls, Ísafirði, dagsett 3. september sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna Ísafjarðarkynningar í Washington. Óskað er eftir styrk upp á kr. 100.000.-.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu við úthlutun menningarstyrkja síðar í haust.
13. Tölvubréf Q-félagsins. - Beiðni um styrk. 2012-09-0007.
Lagt fram tölvubréf frá Gunnari Erni Kárasyni dagsettu 29. ágúst sl., f.h. Q-félags hinsegin stúdenta, þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu fræðslubæklings.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
14. Bréf fjárlaganefndar Alþingis. - Fundir sveitarstjórna með nefndinni. 2012-06-0061.
Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis til sveitarfélaga, dagsett 3. september sl., þar sem gerð er grein fyrir fyrirkomulagi funda fulltrúa sveitarfélaga eða landshluta- samtaka með nefndinni á komandi hausti. Þeim aðilum er óska eftir fundi með nefndinni er bent á að hafa samband við starfskonu fjárlaganefndar, eins fljótt og verða má.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman erindi Ísafjarðarbæjar til fjárlaganefndar og panta viðtalstíma hjá nefndinni.
15. Afrit bréfs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Skólaakstur úr dreifbýli 2013. 2012-09-0033.
Lagt fram afrit af bréfi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 4. september sl., er varðar skólaakstur úr dreifbýli 2013 og framlög Jöfnunarsjóðs hvað það varðar.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
16. Afrit bréfs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2013. 2012-09-0034.
Lagt fram afrit af bréfi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 4. september sl., er varðar framlög til sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2013.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
17. Afrit bréfs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2013. 2012-09-0035.
Lagt fram afrit af bréfi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 4. september sl., er varðar almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla á árinu 2013.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
18. Afrit bréfs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlög vegna nýbúafræðslu 2013. 2012-09-0036.
Lagt fram afrit af bréfi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 4. september sl., er varðar framlög til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu á árinu 2013.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
19. Bréf Ríkiskaupa. - Rammasamningakerfi ríkisins. 2012-09-0015.
Lagt fram dreifibréf frá Ríkiskaupum dagsett í júlí, þar sem kynntar eru breytingar á rammasamningakerfi ríkisins.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 09:00.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína F. Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.