Bæjarráð - 763. fundur - 3. september 2012

Þetta var gert:

1.         Trúnaðarmál frá skóla- og tómstundasviði Ísafjarðarbæjar. 2012-03-0023.

            Lagt fram trúnaðarmál frá skóla- og tómstundasviði Ísafjarðarbæjar og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.      

 

2.         Fundargerð nefndar.

            Umhverfisnefnd 29/8.  379. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Mávagarður á Ísafirði,  olíubirgðastöð.  2009-02-0030.

            Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 29. ágúst sl., er varðar undirbúning lóðar fyrir olíubirgðastöð á Mávagarði á Ísafirði.  Jóhann B. Helgason mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.

            Erindið lagt fram til kynningar nú, þar sem málið er í frekari vinnslu umhverfis- og eignasviðs.

 

4.         Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Aukning stöðugilda við Dægradvöl.  2012-09-0003.

            Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstunda- sviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 31. ágúst sl., þar sem gerð er grein fyrir fjölda skólabarna er sótt hafa um vist í Dægradvöl á Ísafirði.  Óskað er heimildar til að ráða starfsmann í 30% stöðugildi til að geta annað fjölgun barna í Dægradvöl.

            Bæjarráð samþykkir beiðni sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, um ráðningu starfsmanns í 30% stöðugildi, enda er gert ráð fyrir að vistgjöld standi undir auknum launakostnaði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2012, er gerir ráð fyrir þessum kostnaði.  

 

5.         Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Málefni Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði.  2012-06-0048.

            Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstunda- sviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 30. ágúst sl., er fjallar um málefni Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði og viðræður við skólastjóra LRÓ um aukið framlag Ísafjarðarbæjar til reksturs skólans.

            Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til næsta viðauka á fjárhags- áætlun ársins.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2012, er gerir ráð fyrir þessum kostnaði. 

 

6.         Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða - áætlun og áfangar. 2010-04-0016.

            Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 31. ágúst sl., er varðar beiðni um framlag upp á kr. 1.825.000.- vegna lokaáfanga gerðar nýtingaráætlunar um strandsvæði Arnarfjarðar og skipulag strandsvæða á Vestfjörðum.  Bréfinu fylgir tillaga að ,,Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar“, ásamt greinargerð upp á 110 bls.

            Bæjarráð samþykkir erindið, en bendir á að kostnaðarskipting þurfi ekki að vera með þeim hætti, að stuðst sé við íbúafjölda sveitarfélaga.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2012, er gerir ráð fyrir þessum kostnaði.

            Bæjarráð vísar b. lið bréfs Fjórðungssambandsins til umhverfisnefndar.                           

 

7.         Bréf Orkustofnunar. - Fyrirhuguð breyting leyfissvæða fyrir Íslenska kalkþörungafélagið hf. í Arnarfirði. 2012-09-0004.

            Lagt fram bréf frá Orkustofnun dagsett 28. ágúst sl., er varðar fyrirhugaða breytingu á afmörkun leyfissvæða fyrir Íslenska kalkþörungafélagið hf. í Arnarfirði.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

8.         Bréf Fiskistofu. - Framsal rekstrarleyfis til fiskeldis. 2011-04-0084.

            Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 27. ágúst sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á beiðni Gísla J. Kristjánssonar, um framsal á rekstrarleyfi sínu nr. IS-36079 til fyrirtækisins ÍS47, sem er í eigu sömu aðila.  Svar óskast innan 14. daga.

            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við ofangreint framsal á rekstrarleyfi.

           

9.         Bréf Fiskistofu. - Umsögn um umsókn Arctic Odda ehf., um rekstrarleyfi til fiskeldis í Önundarfirði. 2012-09-0005.

            Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 23. ágúst sl., þar sem leitað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á umsókn Arctic Odda ehf., á rekstrarleyfi til 200 tonna eldis á þorski í Önundarfirði.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og harfnarstjórnar Ísafjarðarbæjar.  

 

10.       Bréf hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar. - Hafnargjöld ferðaþjónustubáta. 2012-06-0080.

            Lagt fram bréf frá Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 22. ágúst sl., er varðar hafnargjöld ferðaþjónustubáta í Ísafjarðarbæ.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

            Albertína Elíasdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

 

11.       Bréf verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða. - Viðbótarfjármagn Jöfnunarsjóðs vegna reksturs málefna fatlaðra 2011.  2012-02-0063.

            Lagt fram bréf verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða dagsett 20. ágúst sl., er varðar viðbótarfjármagn Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna reksturs málefna fatlaðra á árinu 2011.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

12.       Tillaga að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2013 og þriggja ára áætlunar. 2012-09-0006.

            Lögð fram tillaga að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2013, sem  og þriggja ára áætlunar Ísafjarðarbæjar.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir vinnunni framundan við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

        

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:35.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Albertína Elíasdóttir, formaður bæjarráðs.

Gísli H. Halldórsson.                                                            

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?