Bæjarráð - 762. fundur - 27. ágúst 2012
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Hafnarstjórn 22/8. 160. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Minnisblað bæjarstjóra - 7 mánaða rekstraryfirlit Ísafjarðarbæjar. 2012-02-0032.
Lagt fram til kynningar.
3. Hækkun virðisaukaskatts á gistingu - afrit af bréfi frá Áslaugu Alfreðsdóttur og Ólafi Erni Ólafssyni. 2012-08-0041.
Lagt fram til kynningar.
4. Tilnefning til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. 2012-07-0016.
Lagt fram til kynningar.
5. Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum. 2012-07-0010.
Bæjarráð vísar áætluninni til kynningar í nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.
6. Framkvæmdaleyfi við færslu rafstrengs vegna ofanflóðavarna. 2011-11-0051.
Málinu vísað til afgreiðslu á umhverfis- og eignasviði. Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að rask vegna framkvæmdanna verði í lágmarki, vandað verði til frágangs og haft verði samráð við umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar um lokafrágang verksins.
7. Minnisblað bæjarstjóra - langtíma atvinnuleysi í Ísafjarðarbæ og úrræði.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið klukkan 08.40.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, ritari
Albertína Elíasdóttir, formaður bæjarráðs
Gísli Halldór Halldórsson
Arna Lára Jónsdóttir