Bæjarráð - 758. fundur - 23. júlí 2012
Þetta var gert:
1. Ráðning námsráðgjafa við Grunnskólann á Ísafirði. 2012-06-0058.
Til fundar við bæjarráð komu þær Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, og Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.
Að fengnu áliti lögfræðings mennta- og menningarmálaráðuneytis, þar sem fram kemur að skv. lögum um náms- og starfsráðgjafa nr. 35/2009 hafa þeir einir rétt til slíkra starfa sem lokið hafa námi í náms- og starfsráðgjöf, er það niðurstaða bæjarráðs að hafna öllum umsóknum um starfið.
Bæjarráð felur skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að fara nánar yfir málið og leita lausna. Enn fremur felur bæjarráð formanni og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að leggja fram minnisblað um feril málsins.
Daníel Jakobsson bæjarstjóri kom til fundar að lokinni afgreiðslu 1. liðar.
2. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2012-2013. 2011-10-0075.
Bréf frá innanríkisráðuneyti varðandi málið lagt fram til kynningar.
Bæjarráð vísar bréfinu til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
3. Setning reglna um vinnulag við eftirfylgni og breytingar á fjárhagsáætlun. Minnisblað bæjarstjóra. 2012-07-0030.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar bæjarstjóra og Jóns Halldórs Oddsonar fjármálastjóra ásamt drögum að reglum um vinnulag og eftirfylgni við breytingar á fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir ofangreind drög sem vinnureglur með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
4. Fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Lögð fram til kynningar.
5. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum. 2012-07-0029.
Lagt fram til kynningar.
6. Uppfærsla á ADSL búnaði Símans á Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og í Hnífsdal. 2012-07-0032.
Rætt um mögulega aðkomu bæjarfélagsins að uppfærslu ADSL búnaðar á framangreindum stöðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
7. Umsögn um drög að landsáætlun um úrgang. 2011-09-0110.
Vísað til umfjöllunar í nefnd um sorpmál.
Fleira ekki gert. Fundi slitið klukkan 09.20.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, ritari
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs
Albertína Elíasdóttir
Arna Lára Jónsdóttir