Bæjarráð - 756. fundur - 2. júlí 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Stjórn Byggðasafns Vestfjarða.

            Fundargerðin er í tveimur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Bréf Olíudreifingar ehf. - Umsókn um lóð F á Mávagarði á Ísafirði.

            2009-02-0030.

            Lagt fram bréf frá Olíudreifingu ehf., Reykjavík, dagsett 14. júní sl., þar sem sótt er um lóð F á Mávagarði á Ísafirði, samkvæmt gildandi deiliskipulagi, með það að markmiði að reisa þar olíubirgðastöð.

            Erindið er þegar komið í vinnslu hjá umhverfis- og eignasviði og er því að sinni lagt fram til kynningar í bæjarráði. 

 

3.         Minnisblað bæjarritara. - Samningar við Olíudreifingu ehf., um flutning

            olíubirgðastöðvar á lóð við Mávagarð á Ísafirði.  2009-02-0030.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 25. júní sl., er varðar vinnu við samkomulag milli Olíudreifingar ehf. og Ísafjarðarbæjar, vegna flutnings olíubirgðastöðvar Olíudreifingar ehf., við Mjósund og Suðurgötu á Ísafirði, yfir á lóð F á Mávagarði á Ísafirði.

            Bæjarráð er sátt við þau samningsdrög er nú liggja fyrir og felur bæjarritara að ganga frá endanlegum samningi, er lagður verði fyrir næsta fund bæjarráðs til staðfestingar.

 

4.         Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. - Aðalfundarboð 12. júlí 2012.

            Lagt fram aðalfundarboð Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., þar sem boðað er til aðalfundar þann 12. júlí n.k. kl. 12:00, í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýlsuhúsinu á Ísafirði.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.

            Bæjarráð samþykkir að Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, fari með atkvæði Ísafjarðarbæjar á fundinum.

 

5.         Minnisblað bæjarritara. - Drög að samkomulagi um ,,Lónið“ á Suðureyri.

            2006-01-0069.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 28. júní sl., ásamt drögum að samkomulagi við Jens Daníel Holm, Suðureyri, um afnotarétt hans af ,,Lóninu“ innan Suðureyrar í Súgandafirði, til fiskeldis.

            Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samkomulagi og felur bæjarritara að ganga frá undirritun f.h. Ísafjarðarbæjar.

 

6.         Minnisblað bæjarritara. - Áhorfendastúka við Torfnesvöll.  2011-06-0053.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 28. júní sl., er varðar afgreiðslu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á 312. fundi, á drögum að samningum við Boltafélag Ísafjarðar annars vegar og Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar hinsvegar.  Báðum þessum drögum var vísað til frekari frágangs í bæjarráði.

            Bæjarráð staðfestir framlagða samninga við Boltafélag Ísafjarðar og Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar.

 

7.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Undirbúningur lóðar á

            Mávagarði á Ísafirði.  2009-02-0030.

            Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 28. júní sl., þar sem hann gerir grein fyrir væntanlegri úthlutun lóðar F á Mávagarði á Ísafirði, til Olíudreifingar ehf., þar sem gert er ráð fyrir að lóðin verði afhent í byggingarhæfu ástandi.  Kostnaður við að gera lóðina byggingarhæfa gæti verið á bilinu 2-4 milljónir króna og kostnaður við jarðvegskönnun um 1,5 milljónir króna.

            Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs óskar eftir heimild frá bæjarráði til að færa fjármagn, sem því nemur er að framan greinir, af framkvæmdafé við byggingu hjúkrunarheimilisins Eyri á Ísafirði, yfir á framkvæmdir við Mávagarð.  Sjáanlegt er að allt fjármagn er áætlað var til framkvæmda við hjúkrunarheimilið muni ekki verða nýtt á þessu ári.

            Bæjarráð samþykkir umbeðna millifærslu í fjárhagsáætlun ársins 2012.

 

8.         Bréf Sjóferða Hafsteins og Kiddýar, Ísafirði. - Fyrirspurn vegna

            farþegaskatts.  2012-06-0080.

            Lagt fram bréf frá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýar, Ísafirði, dagsett 23. júní sl., er varðar fyrirspurnir um álagningu farþegaskatts á fyrirtækið af hálfu hafna Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Albertína Elíasdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

 

9.         Bréf Víkinga á Vestfjörðum. - Beiðni um aðstoð við umhirðu Víkingasvæðis

            á Þingeyri.  2012-06-0078.

            Lagt fram bréf frá Víkingum á Vestfjörðum dagsett 21. júní sl., þar sem óskað er eftir aðstoð Ísafjarðarbæjar við umhirðu á Víkingasvæðinu á Þingeyri sumarið 2012.  Beiðnin er fólgin í að Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar annist grasslátt og umhirðu trjágróðurs, auk þess að bera fúavörn á fyrirliggjandi timburmannvirki.

            Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsjónaraðila Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.         

 

10.       Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Uppreiknaðir vextir.  2012-02-0099.

            Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 25. júní sl., þar sem gerð er grein fyrir uppreikningi á vöxtum er sjóðurinn hefur oftekið á ákveðnum lánum Ísafjarðarbæjar hjá sjóðnum.  Endurgreiðsla leiðréttingarinnar verður kr. 617.025.-.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

11.       Bréf Samtaka náttúrustofa. - Viðbótarframlög 2012.  2012-06-0085.

            Lagt fram tölvubréf frá Náttúrustofu Vestfjarða ásamt bréfi frá Samtökum náttúrustofa dagsettu 20. júní sl., þar sem gerð er grein fyrir viðbótarframlagi ríkisins til náttúrustofa á fjárlögum fyrir árið 2012 og endurnýjun samninga rekstrarsveitarfélaga við umhverfisráðuneytið.

            Bæjarráð óskar eftir að á næsta fundi liggi fyrir ársreikningar Náttúrustofu Vestfjarða fyrir síðustu starfsár.

 

12.       Bréf fjárlaganefndar Alþingis. - Fundir með sveitarfélögum. 2012-06-0061.

            Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dagsett 18. júní sl., þar sem fjallað er um fundi nefndarinnar með fulltrúum sveitarfélaga og fyrirkomulag þeirra og áherslur. Óskað er eftir viðbrögðum við erindinu í síðasta lagi í lok júlímánaðar n.k.

            Lagt fram til kynningar.

 

13.       Bréf umhverfisráðuneytis. - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs

            2013-2024.  2011-09-0110.

            Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 15. júní sl., þar sem fjallað er um vinnu ráðuneytisins við útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Ráðuneytið gefur kost á að koma að ábendingum og athugasemdum varðandi drög að landsáætlun um meðferð úrgangs 2013-2024 og óskað er eftir að umsagnir berist ráðuneytinu eigi síðar en 15. ágúst 2012.

            Bæjarráð vísar bréfinu til sorpnefndar Ísafjarðarbæjar til frekari skoðunar.

 

14.       Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fjármálaráðstefnan 2012.      

            Lagt fram tölvubréf frá Samb. ísl. sveitarf. þar sem staðfest er að fjármála-ráðstefna sveitarfélaganna verður haldin dagana 27. og 28. september n.k. í salnum Silfurbergi í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík.  Dagskrá verður send út síðar.

            Lagt fram til kynningar.

 

15.       Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Úthlutun úr námsgagnasjóði.  2012-06-0077.

            Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 20. júní sl., er varðar námsgagnasjóð. Framlag á fjárlögum í sjóðinn 2012 nemur kr. 40 milljónir og úthlutun úr honum til grunnskóla Ísafjarðarbæjar á þessu ári er samtals kr. 473.238.-.

            Bæjarráð vísar bréfinu til skóla- og tómstundasviðs.

 

16.       Bréf Framkvæmdastjórnar MS-félags Íslands. - Styrkbeiðni.  2012-06-0074.

            Lagt fram bréf frá Framkvæmdastjórn MS-félags Íslands dagsett 21. júní sl., þar sem óskað er eftir styrkveitingu frá Ísafjarðarbæ til leigu og reksturs íbúða, sem útbúin er fyrir fatlaða og er ætluð til skammtíma afnota fyrir MS-sjúklinga.

            Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnslu hjá bæjarstjóra.

 

17.       Bréf Ljósborga, kvikmyndagerðar. - Styrkbeiðni.  2012-06-0086.

            Lagt fram tölvubréf frá Brynjari Hólm Benediktssyni f.h. Ljósborga, kvikmynda-gerðar, dagsett 26. júní sl.  Í bréfinu er óskað eftir styrk til framleiðslu á heimildaþáttum um einelti.

            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

18.       Bréf Fiskistofu. - Umsögn um rekstrarleyfi til Hraðfrystih. Gunnvarar hf.

            2012-01-0004.

            Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 21. júní sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á umsókn Hraðfrystuhússins Gunnvarar hf., Hnífsdal, um rekstrarleyfi til fiskeldis í Skötufirði, Mjóafirði, undan Bjarhlíð og tveimur öðrum staðsetningum í Ísafjarðardjúpi, á þorsk þar sem leyfileft framleiðslumagn er innan 200 tonna á ári á hverjum fyrrnefndra staða.

            Bæjarráð vill benda á að staðsetningar eldiskvía eru að hluta á veiðislóð fiskiskipa í Ísafjarðardjúpi.

            Bæjarráð vísar erindinu til frekari vinnslu í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.

Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

 

19.       Minnisblað Sædísar M. Jónatansdóttur. - Jafnréttisstefna Ísafjarðarbæjar.

            2010-05-0008.  

            Lagt fram minnisblað frá Sædísi M. Jónatansdóttur, ráðgjafa í félagsþjónustu hjá Ísafjarðarbæ, dagsett 21. júní sl., ásamt jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar 2012-2014, sem farið hefur fyrir nefndir sveitarfélagsins og er hér með vísað til afgreiðslu í bæjarráði Ísafjarðarbæjar.  Framkvæmdaáætlun verður lögð fyrir félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar í september n.k.

            Bæjarráð vill þakka öllum þeim er komið hafa að vinnslu jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar 2012-2014.

            Bæjarráð staðfestir fram lagða jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar.

 

20.       Trúnaðarmál.  2011-10-0056.

            Lagt fram trúnaðarmál er rætt var í bæjarráði og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarrás.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:50.

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs

Albertína Elíasdóttir

Kristján Andri Guðjónsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?