Bæjarráð - 754. fundur - 11. júní 2012
Þetta var gert:
1. Fulltrúar Mýrarboltans 2012 mæta til fundar við bæjarráð Ísafjarðarbæjar. 2012-06-0029.
Til fundar við bæjarráð eru mættir þeir Jóhann Bæring Gunnarsson, Jón Páll Hreinsson og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, fulltrúar Mýrarboltans 2012. Mýrarboltinn verður að venju haldinn um verslunarmannahelgina, sem nú er 4. til 6. ágúst n.k.
Gerð var grein fyrir undirbúningi, dagskrá og kynningu mótsins á þessu ári. Vonir standa til að mótið sæki um 1.500 keppendur og um 2.500 gestir.
Viðraðar voru hugmyndir um að gera samstarfssamning milli Íafjarðarbæjar og Mýrarboltans.
2. Fundargerðir nefnda.
Fræðslunefnd 6/6. 320. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 5/5. 133. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Hátíðahöld í Ísafjarðarbæ 17. júní n.k. - Skipulagning. 2012-06-0030.
Til fundar við bæjarráð er mættur Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, til skrafs og ráðagerðar varðandi hátíðahöld í Ísafjarðarbæ á 17. júní n.k.
4. Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Unglingalandsmót 2015. 2011-02-0008.
Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga dagsett 7. júní sl., er varðar Unglingalandsmót 2015. Í bréfinu kemur fram að HSV hefur áhuga á að sækja um, að halda mótið í Ísafjarðarbæ og leitar eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar til þess.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til íþrótta- og tómstundanefndar til frekari skoðunar.
5. Héraðssamband Vestfirðinga. - Drög að rekstrarsamningi um íþróttasvæðið á Torfnesi, Ísafirði. 2011-10-0009.
Lögð fram drög að rekstrarsamningi á millum Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfirðinga, um hugsanlegan rekstur HSV á mannvirkjum og íþróttasvæðinu á Torfnesi, Ísafirði.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
6. Bréf Afls systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi. - Styrkbeiðni. 2012-06-0018.
Lagt fram bréf frá Aflinu systursamtökum Stígamóta á Norðurlandi dagsett 26. apríl sl., en móttekið hjá Ísafjarðarbæ þann 6. júní sl. Í bréfinu er leitað eftir styrk til reksturs Aflsins árið 2012.
Bæjarráð telur sér ekki fært að vera við erindinu, en vill benda á að Ísafjarðarbær styrkir sambærilega starfsemi hér heima.
7. Bréf Félags heyrnarlausra. - Styrkbeiðni. 2012-06-0017.
Lagt fram bréf frá Félagi heyrnarlausra dagsett 7. júní sl., þar sem óskað er eftir styrk, sem nýttur væri til að þrýsta á að íslenskar sjónvarpsstöðvar texti allt íslenskt forunnið sjónvarpsefni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
8. Bréf Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. - Efnistaka, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum. 2012-06-0020.
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun til sveitarfélaga, dagsett þann 31. maí sl., þar sem bent er á lagaákvæði er varða efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.
9. Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - Hækkun leigu jarðarinnar Álftamýri í Arnarfirði. 2011-09-0050.
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dagsett 18. maí sl., þar sem fram kemur að hækkun verður á leigu til Ísafjarðarbæjar af jörðinni Álftamýri í Arnarfirði frá og með vorinu 2013.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
10. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Niðurstöður sigvatnssýna við Klofning í Önundarfirði. 2012-06-0007.
Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 1. júní sl., er fjallar um niðurstöður sigvatnssýna er tekin voru við Klofning í Önundarfirði. Fram kemur að í teknum sýnum er afrennsli frá urðunarstaðnum út í yfirborðsvatn og læk hverfandi.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
11. Vinabæjarmót í Linköping 31. maí til 2. júní sl. 2012-04-0016.
Albertína Elíasdóttir, bæjarfulltrúi, gerði bæjarráði grein fyrir ferð sinni á vinabæjarmót er haldið var í Linköping í Svíþjóð dagana 31. maí til 2. júní sl.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:30.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína Elíasdóttir.
Kristján Andri Guðjónsson.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.