Bæjarráð - 753. fundur - 4. júní 2012

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 1/6. 19. fundur.

            Fundargerðin er í tveimur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Þjónustuhópur aldraðra 24/5.  70. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Bæjarráð vísar niðurlagi 1. liðar fundargerðarinnar til skoðunar í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Byggðakvóti Ísafjarðarbæjar fiskveiðiárið 2011/2012.  2011-10-0008.

            Umræður í bæjarráði í framhaldi af umfjöllun bæjarráðs á 752. fundi og með tilvísun til bréfs sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis frá 23. maí sl.

            Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson viku af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.

            Bæjarráð vísar afgreiðslu byggðakvótamálsins til næsta fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 7. júní n.k.

 

3.         Bréf Framkvæmdasjóðs Skrúðs. - Endurnýjun samkomulags um fjárframlag Ísafjarðarbæjar, ársreikningur ofl.  2012-04-0032.

            Lagt fram bréf frá stjórn Framkvæmdasjóðs Skrúðs í Dýrafirði, dagsett þann 24. maí sl., þar sem m.a. er fjallað um beiðni um rekstrarframlag frá Ísafjarðarbæ, ráðningu umsjónarmanns Skrúðs nú í sumar og meðfylgjandi ársreikning Framkvæmdasjóðsins fyrir árið 2011.

            Bæjarráð samþykkir fjárframlag kr. 500.000.- til rekstrar Skrúðs á þessu ári, enda er gert ráð fyrir þeirri fjárhæð í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2012.

            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðan samning við Sighvat J. Þórarinsson, Skrúðsbónda, vegna vinnu hans í Skrúð sumarið 2012.

 

4.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Endanlegt framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2012.  2011-09-0056.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 25. maí sl., þar sem tilkynnt er um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2012. 

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

5.         Bréf velferðarráðuneytis. - Reglur um búnaðarkaup vegna hjúkrunarheimila.  2011-12-0009.

            Lagt fram bréf frá velferðarráðuneyti dagsett 23. maí sl., þar sem gerð er grein fyrir reglum um búnaðarkaup vegna hjúkrunarheimila.  Tillögur liggja nú fyrir og fylgja þær bréfi ráðuneytisins.  Óskað er eftir umsögn frá þeim sveitarfélögum, sem standa að undirbúningi og framkvæmdum við hjúkrunarheimili.

            Bæjarráð vísar bréfinu til nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

 

6.         Umræður um aðveitustöð undir Gleiðarhjalla á Ísafirði.  2011-11-0051.

            Í bæjarráði voru umræður um núverandi staðsetningu aðveitustöðvar undir Gleiðarhjalla á Ísafirði og staðsetningu hennar með tilvísun til þeirra ofanflóðavarna, sem fyrirhugaðar eru á þessu svæði.

            Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar hjá umhverfis- og eignasviði og í umhverfisnefnd.

 

7.         Póstkort Melrakkaseturs. - Boðun aðalfundar 9. júní 2012.  2012-05-0063.

            Lagt fram póstkort frá Melrakkasetri Íslands ehf., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 9. júní n.k. kl. 14:00.  Fundurinn er boðaður með dagskrá og verður haldinn í húsnæði félagsins í Eyrardal, Súðavík.

            Bæjarráð felur Marzellíusi Sveinbjörnssyni, vara bæjarfulltrúa, að mæta á aðalfund Melrakkaseturs fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

8.         Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 797. fundi.

            Lögð fram 797. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf., en fundurinn var haldinn í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík, þann 25. maí sl.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

9.         Samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ. - Lausaganga hunda ofl.  2012-06-0008.

            Lagðar fram gildandi samþykktir um hundahald í Ísafjarðarbæ staðfestar af umhverfisráðuneyti 29. september 1997.

            Bæjarráð samþykkir að farið verði í endurskoðun samþykktar um hundahald í Ísafjarðarbæ.  Endurskoðun verði unnin í samvinnu við fulltrúa hundaeigenda í Ísafjarðarbæ.

 

            Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 08:50.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Marzellíus Sveinbjörnsson.                                                  

Kristján Andri Guðjónsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?