Bæjarráð - 751. fundur - 21. maí 2012

 

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Atvinnumálanefnd 16/5.  114. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 15/5.  18. fundur.

            Fundargerðin er í einum lið.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði 18/5.  5. fundur.

            Fundargerðin er í einum lið.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 18/5.  375. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Bréf hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar. - Sumarstarf á Flateyri.  2012-05-0036.

            Lagt fram bréf frá Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 14. maí sl., þar sem hann gerir grein fyrir auknum umsvifum við Flateyrarhöfn á komandi sumri og nauðsyn þess að þar verði ráðinn starfsmaður í hlutastarf nú í sumar.

Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.

            Bæjarráð samþykkir tímabundna ráðningu hafnarstarfsmanns á Flateyri, enda mun sparnaður við ferðir og aukin umsvif hafnarinnar standa undir auknum launakostnaði.

 

3.         Tölvubréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - 57. Fjórúngsþing.  2012-05-0040.

            Lagt fram tölvubréf frá Aðalsteini Óskarssyni, framkvæmdastjóra, Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsett 15. maí sl., þar sem hann gerir grein fyrir að boðað verði til 57. Fjórðungsþings Vestfirðinga 7. og 8. september n.k.  Þingið verður haldið í Vesturbyggð.

            Lagt fram til kynningar.

 

4.         Bréf Hvetjanda ehf. - Boðun aðalfundar.  2012-05-0042.

            Lagt fram bréf frá Hvetjanda ehf., móttekið 18. maí sl., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 31. maí n.k. í fundarsal Þróunarsetursins á Ísafirði.  Fundurinn hefst kl. 13:00 og er boðaður með dagskrá.  Ársreikningur félagsins, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðanda liggja frammi á skrifstofu félagsins.

            Bæjarráð samþykkir að Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á aðalfundinum.           

 

5.         Bréf Vegagerðarinnar. - Niðurfelling vega af vegaskrá.  2012-05-0043.

            Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dagsett 16. maí sl., þar sem gerð er grein fyrir niðurfellingu vega af vegaskrá.  Um er að ræða Hafnarstræti á Flateyri og Túngötu, Eyrargötu og hluta Aðalgötu á Suðureyri.

            Bæjarráð óskar eftir umsögn sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um hver verði áhrifin við fyrirhugaðar breytingar hvað Ísafjarðarbæ varðar.

             

6.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Hjúkrunarheimili á Ísafirði, samningur vegna arkitektahönnunar.  2011-12-0009.

            Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 18. maí sl., er varðar samning vegna arkitektahönnunar á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði.  Samningurinn er á grundvelli tilboðs VA-arkitekta dagsettu þann 4. apríl 2012.  Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga frá samningnum.

            Bæjarráð samþykkir beiðni Jóhanns B. Helgasonar, um að gengið verði frá samningum við VA-arkitekta, um arkitektahönnun á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði.

 

7.         Minnisblað bæjarstjóra. - Sindragata 4, Ísafirði. 2011-05-0037.

            Lagt fram minnisblað frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, dagsett 18. maí sl., þar sem hann gerir grein fyrir viðræðum sínum við fulltrúa Fasteigansjóðs Jöfnunarsjóðs, um að Ísafjarðarbær kaupi þrjár íbúðir að Sindragötu 4, Ísafirði, af sjóðnum.  Í minnisblaðinu er lagt til að bæjarráð leggi til við bæjarstjórn, að bæjarstjóra verði veitt heimild f.h. Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar að kaupa umræddar eignir fyrir samtals kr. 36.515.000.-.  Kaupin verði fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs, sem ekki verður með veði í eigninni, en er bundið vísitölu neysluverðs og ber 2% fasta vexti og er til 25 ára.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að ganga frá kaupum á þremur íbúðum að Sindragötu 4, Ísafirði, á grundvelli fyrirliggjandi samkomulags.

 

8.         Bæjarstjóri gerir bæjarráði grein fyrir viðræðum við Olíudreifingu vegna Mávagarðs á Ísafirði. 2009-02-0030.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarráði grein fyrir þeim viðræðum er hann hefur átt við forsvarsmenn Olíudreifingar, um flutning olíubirgðastöðvar, sem rekin hefur verið að Mjósundi 2 á Ísafirði, yfir á lóð á Mávagarði á Ísafirði.

         

9.         Áhorfendastúka við Torfnesvöll á Ísafirði. Drög að samningum.  2011-06-0053.           

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. maí sl., ásamt drögum að samningum Ísafjarðarbæjar við Héraðssamband Vestfirðinga, Boltafélag Ísafjarðar og Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar, er varðar byggingu áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði.  Málið var síðast á dagskrá bæjarráðs þann 14. maí sl.

            Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

10.       Menntaskólinn á Ísafirði. - Fundargerð skólanefndar. - Ársskýrsla 2011. 2012-05-0041.

            Lögð fram 128. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá fundi er haldinn var þann 7. maí sl.  á skrifstofu skólameistara MÍ.  Fundargerðinni fylgir ársskýrsla um skólahald Menntaskólans á Ísafirði 2011.

            Bæjarráð tekur undir áhyggjur stjórnar Menntaskólans á Ísafirði hvað varðar  lækkun framlaga til skólans.

            Lagt fram til kynningar.

 

11.       Starfsendurhæfing Vestfjarða. - Fundargerð aðalfundar. - Ársskýrsla og ársreikningur 2011.  2012-04-0031.

             Lögð fram fundargerð aðalfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða, er haldinn var þann 25. apríl sl. á Hótel Ísafirði.  Fundargerðinni fylgir ársskýrsla og ársreikningur fyrir starfsárið 2011.

            Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9.15.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Marzellíus Sveinbjörnsson.                                                  

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?