Bæjarráð - 742. fundur - 19. mars 2012

Þetta var gert:

1.         Erindi fjármálastjóra. - Meðferð skammtímaskulda B-hlutafyrirtækja við Aðalsjóð. 2012-03-0075.

Erindi til bæjarráðs frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, dagsett 16. mars sl., þar sem hann gerir grein fyrir skammtímaskuldum B-hlutafyrirtækja við Aðalsjóð.

Erindið tekið fyrir aftur á næsta fundi bæjarráðs.

                       

2.         Fundargerðir nefnda.

            Byggðasafn Vestfjarða 13/3.  33. stjórnarfundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Félagsmálanefnd 13/3.  366. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fræðslunefnd 14/3.  318. fundur.

            Fundargerðin er í fjórtán liðum.

            1. liður.  Bæjarráð óskar eftir kostnaðarútreikningi vegna aukningar á stöðugildi um 0,75 við leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

                       

            Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 14/3.  19. fundur.

            Fundargerðin er í ellefu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Minnisblað bæjarritara. - Veitingaleyfi að Aðalstræti 22b, Ísafirði. 2012-02-0098.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 16. mars sl., er varðar beiðni sýslumannsins á Ísafirði, um umsögn á umsókn Skútusiglinga ehf., um rekstrarleyfi fyrir veitingastað að Aðalstræti 22b, Ísafirði.  Erindið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 5. mars sl., þar sem bæjarráð óskaði eftir umsögnum frá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar og eldvarnareftirliti Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.  Þær umsagnir hafa borist og ekki eru gerðar athugasemdir við leyfisveitingu.

Bæjarráð gerir því ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Skútusiglinga ehf., að Aðalstræti 22b, Ísafirði.

 

           

4.         Bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum. - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis gisti- og veitingastaðar að Hrannargötu 2, Ísafirði.  2012-03-0057.

Lagt fram bréf frá lögreglustjóranum á Vestfjörðum dagsett 14. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Dakis ehf., um rekstur gisti- og veitingastaðar að Hrannargötu 2, Ísafirði.

Bæjarráð óskar umsagnar byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.

 

5.         Bréf Súðavíkurhrepps. - Skipan fulltrúa í Fagráð safna.  2010-07-0067.

Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 9. mars sl., þar sem tilkynnt er skipan fulltrúa sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps í Fagráð safna.  Aðalfulltrúi er Dagbjört Hjaltadóttir og varamaður Guðrún Halldórsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

 

6.         Bréf búnaðarfélagsins Bjarma. - Hækkun fasteignagjalda í dreifbýli. 2012-01-0016.

Lagt fram bréf frá búnaðarfélaginu Bjarma dagsett 5. mars sl., þar sem greint er frá umfjöllun um hækkun fasteignagjalda í dreifbýli í Ísafjarðarbæ, á fundi félagsins þann 3. mars sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða erindið frekar og leggja að nýju fyrir bæjarráð.

           

7.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar. - Þakviðgerðir á Hlíf I og II, Ísafirði.  2011-05-0033.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett 14. mars sl., er fjallar um endanlegan kostnað við þakviðgerðir á Hlíf I og II á Ísafirði. Heildarkostnaður var um 2,6% hærri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir.

Lagt fram til kynningar.

 

8.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar. - Sláttur opinna   svæða í Ísafjarðarbæ.  2012-02-0046.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett 15. mars sl., þar sem hann gerir grein fyrir tilboðum í slátt opinna svæða í Ísafjarðarbæ fyrir árin 2012-2014.  Neðangreind tilboð bárust.

                        Félagar ehf.,                           kr. 6,oo pr. fermetra.

                        Kubbur ehf.,                           "    6,87 "        "

                        Gröfuþjónusta Bjarna ehf.,    "    7,oo "        "

Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs leggur til að gengið verði til samninga við Félaga ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisis.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs verði samþykkt.

 

9.         Drög að samstarfssamningi Héraðssambands Vestfirðinga við Ísafjarðarbæ. 2012-03-0068.

Lögð fram drög að samstarfssamningi Héraðssambands Vestfirðinga við Ísafjarðarbæ.  Samningurinn gildir fyrir árið 2012.  Samhliða samningnum er lagt fram fylgiskjal ,,Skilgreining verkefna“.  Jafnframt er lagður fram verkefnasamningur Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar, er gildir fyrir árið 2012 með ákvæði um endurskoðun í september 2012.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði, kemur fyrir á ný. 

 

10.       Bréf Umhverfisstofnunar. - Deiliskipulag á Suðureyri.  2010-04-0047.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 8. mars sl., er fjallar um deiliskipulag á miðsvæði á Suðureyri.  Umhverfisstofnun tekur undir með Ísafjarðarbæ, að haga þurfi skipulagi þannig að dregið sé úr hættu á tjóni af völdum náttúruvár og að óheimilt sé að skipuleggja íbúðabyggð, frístundabyggð eða svæði fyrir atvinnustarfsemi á áður óbyggðum svæðum nema tryggt sé að áhætta fólks m.t.t. ofanflóða verði ásættanleg. Umhverfisstofnun gerir ekki frekari athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi Suðureyrar.

Lagt fram til kynningar.

 

11.       Minnisblað. - Skipan starfshóps um framtíðarskipulag sportbátaaðstöðu í Pollinum á Ísafirði.  2009-02-0084.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 16. mars sl., þar sem fram kemur samþykkt tillaga frá 309. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 15. mars sl., um að skipa starfshóp um framtíðarskipulag sportbátaaðstöðu í Pollinum á Ísafirði.

Bæjarstjórn fól bæjarráði að skipa hópinn og útbúa erindisbréf.  Í hópnum skulu vera 3-7 fulltrúar auk starfsmanna frá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar og Ísafjarðarhöfn.  Starfshópurinn skal ljúka störfum í lok maí n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að erindisbréfi, sem lagt verði fyrir næsta fund bæjarráðs, ásamt tillögum um skipan hópsins.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:25.  

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Albertína Elíasdóttir, formaður bæjarráðs.

Gísli H. Halldórsson.                                                            

Sigurður Pétursson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?