Bæjarráð - 736. fundur - 7. febrúar 2012
Þetta var gert:
1. Fjármál Ísafjarðarbæjar. - Bæjarstjóri fer yfir skatttekjur og launagjöld fyrir janúar 2012. 2012-02-0032.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, greindi frá skatttekjum og launagreiðslum í janúar- mánuði sl. og sagði að á síðasta fundi bæjarráðs í febrúar verður uppgjör fyrir janúar kynnt.
2. Minnisblað bæjarstjóra. - Álagning fasteignagjalda árið 2012. 2012-01-0016.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 3. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir mistökum við ákvörðun álagningar fasteignagjalda. Álagning fasteignaskatts var 0.65% af stofni í stað 0.625% og álagning vatnsgjalds var 0.18% í stað 0.205%. Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs/bæjarstjórnar á þessum leiðréttingum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindar breytingar á álagningu fasteignagjalda verði samþykktar.
3. Fundargerð nefndar.
Fræðslunefnd 1/2. 317. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 30/1. 13. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 2/2. 14. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Bréf MEGIN lögmannsstofu. - Tjón af völdum díoxínmengunar í Skutulsfirði. 2011-04-0059.
Lagt fram bréf MEGIN lögmannsstofu dagsett 20. janúar sl., er varðar hugsanlegt tjón af völdum díoxínmengunar í Skutulsfirði, sem rekja má til sorpbrennslustöðvarinnar Funa í Engidal. Bréfið er undirritað af Birni Jóhannessyni hrl., en til hans hafa leitað þeir Steingrímur Jónsson, Efri Engidal í Skutulsfirði, Kristján Ólafsson, Ísafirði og Karl Bjarnason, Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði.
Í lok bréfsins er óskað eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til bótaskyldu í málinu og er þess óskað að bæjaryfirvöld tilkynni bréfritara um afstöðu sína til bótaskyldu við fyrsta tækifæri og eigi síðar en 20. febrúar nk.
Bæjarráð óskar umsagnar Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns Ísafjarðarbæjar.
5. Minnisblað bæjarstjóra. - Þátttaka í skýrslugerð um áhrif flutnings Reykjavíkurflugvallar. 2008-03-0018.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 1. febrúar sl., er varðar þátttöku Ísafjarðarbæjar í skýrslugerð um áhrif þess á íbúa á landsbyggðinni, að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur úr Vatnsmýrinni. Fyrir liggja drög að samningi við KPMG um verkið og er óskað eftir því að Ísafjarðarbær verði þátttakandi og skuldbindi sig til að greiða kr. 500.000.- í verkefnið.
Bæjarstjóri leggur til að þetta verði samþykkt og kostnaður verði færður á bókhaldslið 21-40-4391, sérfræðiþjónusta.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.
6. Minnisblað slökkviliðsstjóra. - Menntun sjúkraflutningamanna. 2012-02-0017.
Lagt fram minnisblað Þorbjarnar Sveinssonar, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 2. febrúar sl., þar sem óskað er heimildar til að senda 4-6 menn á sjúkraflutningsnámskeið, til að geta uppfyllt þær kröfur og samninga, sem gerðir eru til okkar sjúkraflutningamanna. Kostnaður við slíkt námskeið er kr. 197.000.- auk þess kostnaðar er til fellur vegna ferðakostnaðar og uppihalds kennara. Kostnað mætti færa á bókhaldslið 07-21-0291, sem og af launaliðum sjúkraflutninga og slökkviliðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.
7. Bréf Fiskistofu. - Veiting rekstrarleyfis til Fjarðarlax ehf. 2011-06-0045.
Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 1. febrúar sl., þar sem kynnt er úthlutun rekstrarleyfis til Fjarðarlax ehf., til að stunda eldi á laxi í sjókvíum í Fossfirði í Arnarfirði, þar sem heimilt er að framleiða allt að 1.500 tonn af laxi árlega.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
8. Bréf Jens D. Holm, Suðureyri. - Umsókn um afnot af ,,Lóni“ innan Suðureyrar í Súgandafirði. 2006-01-0069.
Lagt fram bréf frá Jens D. Holm, Eyrargötu 9, Suðureyri, dagsett 25. janúar sl., þar sem hann óskar eftir áframhaldandi leyfi til fiskeldis í ,,Lóninu“ innan Suðureyrar.
Bæjarráð tekur fram að málið er þegar til umsagnar hjá umhverfisnefnd.
9. Bréf Fiskistofu. - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til fiskeldis. 2012-01-0004.
Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 30. janúar sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf., um rekstrarleyfi til fiskeldis á þorski, í Skötufirði, Mjóafirði og undan Bæjarhlíð í Ísafjarðardjúpi, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er innan 200 tonna á ári á hverjum fyrrnefndra staða. Umsagnar er óskað innan 14 daga frá dagsetningu bréfs Fiskistofu.
Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.
10. Afrit af bréfi Náttúrustofu Vestfjarða til umhverfisráðuneytis. Endurnýjun samninga. 2012-01-0045.
Lagt fram afrit af bréfi Náttúrustofu Vestfjarða til umhverfisráðuneytis dagsett þann 26. janúar sl., er fjallar um endurnýjun samninga umhverfisráðuneytis og náttúrustofa.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
11. Bréf Aðalsteins Ómars Ásgeirssonar. - Byggðakvóti Ísafjarðarbæjar. 2011-10-0008.
Lagt fram bréf Aðalsteins Ómars Ásgeirssonar, Ísafirði, dagsett 2. febrúar sl., er fjallar um byggðakvóta Ísafjarðarbæjar fiskveiðiárið 2011/2012 og samþykktir bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um sérreglur varðandi úthlutun, sem víkja frá almennum skilyrðum reglugerðar 1182/2011.
Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
12. Samb. ísl. sveitarf. - Fundagerð stjórnar frá 793. fundi.
Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 793. fundi er haldinn var þann 27. janúar sl., í Allsherjarbúð, Borgartúni 30, Reykjavík.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
13. Nefndasvið Alþingis. - Samgönguáætlun 2011-2012. 2012-02-0026.
Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 3. febrúar sl., þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar á tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2012, 393. mál. Umsögn berist fyrir 29. febrúar n.k. til Nefndasviðs Alþingis.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að umsögn Ísafjarðarbæjar, drög sem lögð verða fyrir næsta fund bæjarráðs.
14. Minnisblað Eiríks Finns Greipssonar. - Starfshópur um mótvægisaðgerðir við atvinnuleysi á Flateyri. 2011-07-0075.
Lagt fram minnisblað frá Eiríki Finni Greipssyni, Flateyri, dagsett 3. febrúar sl., þar sem hann gerir grein fyrir vinnu samráðshóps um mótvægisaðgerðir gegn atvinnuleysi á Flateyri.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi minnisblaðsins og óskar eftir tillögum frá samráðshópnum
Arna Lára Jónsdóttir Í-lista lagði fram neðangreindar fyrirspurnir í lok fundar bæjarráðs.
Skriflegar fyrirspurnir lagðar fram á bæjarráðsfundi 6.febrúar 2012. 2011-08-0013
1. Hvenær má vænta að rekstrarúttekt Haraldar Líndals á málaflokkum
sveitarfélagsins ljúki?
2. Hvaða málaflokkum hefur nú þegar verið lokið?
3. Hvaða málaflokkar standa eftir eins og staðan er í dag?
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:20.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Marsellíus Sveinbjörnsson.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.