Bæjarráð - 733. fundur - 17. janúar 2012
Þetta var gert:
1. Kómedíuleikhúsið á Ísafirði. 2005-09-0047.
Elfar Logi Hannesson, forstöðumaður Kómedíuleikhússins á Ísafirði, er mættur á fund bæjarráðs til viðræðna um samskipti Ísafjarðarbæjar við Kómedíuleikhúsið og endurskoðun samstarfssamnings á milli aðila.
Bæjarráð felur Daníel, bæjarstjóra og Elfari Loga, að skoða frekar samvinnu Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar í samræmi við umræður í bæjarráði.
2. Fundargerðir nefnda.
Almannavarnanefnd 12/1. 10. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 10/1. 364. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
8. liður. Bæjarráð samþykkir að styrkveiting verði færð á 02-89-9951
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 11/1. 128. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 11/1. 11. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 11/1. 366. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Minnisblað bæjarstjóra. - Álagning fasteignagjalda 2012. Reglur um innheimtu og afslætti. 2012-01-0016.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 11. janúar sl., þar sem hann gerir tillögur um ferli við álagningu fasteignagjalda 2012 og reglur um innheimtu, sem og afslætti til eldri borgara, félagasamtaka og þeirra er staðgreiða gjöldin í einu lagi. Erindið var áður á dagskrá 732. fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að lögð verði fram sjálfstæð tillaga á 306. fundi bæjarstjórnar. Tillagan verði send út með fundarboði bæjarstjórnar í dag 17. janúar.
4. Bréf Björgunarsveitarinnar Sæbjargar, Flateyri. - Húsnæðismál. 2012-01-0022.
Lagt fram bréf frá Björgunarsveitinni Sæbjörgu, Flateyri, dagsett 9. janúar sl., þar sem viðraðar eru þær hugmyndir að sveitin og Ísafjarðarbær hafi makaskipti á húsnæði á Flateyri. Um er að ræða núverandi húsnæði Sæbjargar í ,,Hafnarhúsinu“ á Flateyri og húsnæði áhaldahúss Ísafjarðarbæjar á Flateyri.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar í umhverfisnefnd.
5. Bréf Siglingastofnunar. - Yfirlitsskýrsla um sjóvarnir 2011. 2011-07-0053.
Lagt fram bréf frá Siglingastofnun dagsett 9. janúar sl., ásamt yfirlitsskýrslu um sjóvarnir árið 2011, það er þann hluta skýrslunnar er fjallar um stöðu sjóvarna í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð vísar skýrslunni til hafnarstjórnar og umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.
6. Bréf Umferðarstofu. - Snjóavetur, umferðaröryggi. 2012-01-0023.
Lagt fram bréf frá Umferðarstofu til sveitarstjórnarmanna, dagsett 9. janúar sl., er fjallar um snjóavetur og almennt um öryggi í umferðinni.
Lagt fram til kynningar.
7. Fréttatilkynning Flugfélags Íslands. - Bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram fréttatilkynning frá Flugfélagi Íslands dagsett 6. janúar sl., þar sem fram koma upplýsingar um gífurlega miklar hækkanir á notendur innanlandsflugvalla. Þannig munu lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli hækka um 72%, farþegagjöld á sama flugvelli hækka um 71%, auk þess mun flugleiðsögugjald hækka um 22%.
Bæjarráð vísar neðangreindri bókun til afgreiðslu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir vonbrigðum sínum og áhyggjum með ákvörðun stjórnvalda um auknar álögur á innanlandsflug. Auknar gjaldtökur á innanlandsflug eru háalvarlegt mál og hreinn landsbyggðarskattur. Hækkun flugfargjalda innanlands leiðir til enn ferkari ójöfnuðar lífskjara og verri rekstrarskilyrða atvinnulífs á landsbyggðinni. Nú er svo komið að ferðamöguleikar með flugi verða aðeins fyrir þá efnameiri og það getur ekki verið markmið stjórnvalda. Bæjarstjórn skorar því á stjórnvöld að endurskoða þessar álögur og draga þær til baka.“
8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Endurgr. VSK vegna kaupa á slökkvibifreiðum og slökkvibúnaði. 2012-01-0020.
Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 4. janúar sl., er varðar endurgreiðslur virðisaukaskatts af slökkvibifreiðum og tækjabúnaði slökkviliða. Ákveðnar vinnureglur eru í gildi hvað þetta varðar og umsóknir um endurgreiðslur þurfa að berast til Samb. ísl. sveitarf.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Sorpmál í Ísafjarðarbæ.
2011-03-0081.
Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 12. janúar sl., er fjallar um yfirlit um sorpmál í Ísafjarðarbæ árið 2011, upplýsingar um magntölur og kostnað við sorphirðu og eyðingu.
Bæjarráð vísar bréfi sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs til sorpnefndar Ísafjarðarbæjar.
10. Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Reglur um refa- og minkaveiðar
í Ísafjarðarbæ. 2012-01-0027.
Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 13. janúar sl., ásamt drögum að reglum um refa- og minkaveiðar í Ísafjarðarbæ. Bréfinu fylgja jafnframt tillögur vinnuhóps á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga að aðgerðum og reglum, um refa- og minkaveiðar á Vestfjörðum.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu í umhverfisnefnd.
11. Bréf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. - Leiðrétting á gjaldskrá félagslegrar
heimaþjónustu. 2011-08-0013.
Lagt fram bréf frá Margréti Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, er fjallar um gerð gjaldskrár í félagslegri heimaþjónustu fyrir árið 2012. Mistök voru gerð við uppfærslu gjaldskrár og óskast leiðrétting samþykkt, samkvæmt meðfylgjandi upplýsingum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að breytingar á gjaldskrá í félagslegri heimaþjónustu verði samþykktar.
12. Bréf Lífæðarinnar FM. - Beiðni um styrk.
Lagt fram tölvubréf frá útvarpsstjóra Lífæðarinnar FM, Þórði Vagnssyni, dagsett 14. janúar sl., þar sem sótt er um styrk frá Ísafjarðarbæ til reksturs útvarpsstöðvarinnar.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu við styrkveitingar síðla vetrar.
13. Byggðakvóti 2011/2012 til Ísafjarðarbæjar. 2011-10-0008.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. janúar sl., er varðar athugasemdir útgerðarmanna og fiskkaupenda vegna úthlutaðs byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar fiskveiðiárið 2011/2012.
Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár. Í hans stað mætti Gísli H. Halldórsson.
Bæjarráð felur Albertínu Elíasdóttur, Gísla H. Halldórssyni og Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúum að leggja fram mótaðar tillögur að reglum við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012 á 306. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 19. janúar 2012.
14. Minnisblað bæjarstjóra. - Áhorfendastúka við Torfnesvöll á Ísafirði.
2011-06-0053.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. janúar sl., er varðar hugsanlega byggingu áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði.
Bæjarráð frestar afgreiðslu, tekið aftur fyrir í bæjarráði síðar.
15. Minnisblað bæjarstjóra. - Kynning á könnun ASÍ á gjaldskrám leikskóla.
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. janúar sl., er varðar kynningu á könnun ASÍ á gjaldskrám leikskóla hjá einum fimmtán sveitarfélögum á landinu.
Lagt fram til kynningar.
16. Bréf Hollvinasamtaka Félagsheimilis Súgfirðinga.
Lagt fram tölvubréf frá Óðni Gestssyni á Suðureyri f.h. Hollvinasamtaka FS dagsett 16. janúar sl., er varðar rekstur Félagsheimilisins á Suðureyri og endurnýjun á rekstrarsamningi Hollvinasamtaka FS og Ísafjarðarbæjar. Tölvubréfinu fylgja ýmis gögn varðandi rekstur, endurnýjun samnings ofl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá framlengingarsamningi við Hollvina- samtök FS
17. Minnisblað bæjarstjóra. - Kauptilboð í áhaldahúsið á Þingeyri.
Lagt fram minnisblað frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, dagsett 6. janúar sl., er fjallar um kauptilboð er borist hafa í áhaldahús Ísafjarðarbæjar á Þingeyri. Með minnisblaðinu eru lögð fram tvö kauptilboð, það er frá Dýrfiski ehf., upp á kr. 3.500.000.- og frá Brautinni sf., upp á kr. 3.300.000.-.
Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár. Í hans stað mætti Gísli H. Halldórsson.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að áhaldahús Ísafjarðarbæjar, að Hafnarstræti 15, Þingeyri, verði selt hæstbjóðanda Dýrfiski ehf., fyrir kr. 3.500.000.-.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:50.
Þorleifur Pálsson, ritari
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs
Albertína Elíasdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Gísli H. Halldórsson
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri