Bæjarráð - 730. fundur - 19. desember 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Félagsmálanefnd 12/12.  363. fundur.

            Fundargerðin er í tólf liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Hafnarstjórn 12/12.  157. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Íþrótta- og tómstundanefnd 14/12.  127. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 14/12.  10. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  

2.         Bréf Markaðsstofu Vestfjarða. - Uppsögn húsaleigusamnings. 2009-01-0004.

            Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Vestfjarða dagsett þann 12. desember sl., þar sem Markaðsstofa segir upp húsaleigusamningi við Ísafjarðarbæ, vegna húsnæðis í Edinborgarhúsi á vegum Upplýsingamiðstöðvar.  Uppsagnarfrestur samkvæmt samningi er þrír mánuðir.

            Lagt fram til kynningar.

 

3.         Minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Áhaldahúsið á Þingeyri. 2011-12-0005.

            Lagt fram minnisblað frá Jóhanni B. Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 14. desember sl., þar sem hann gerir grein fyrir vörslu eigna, sem nú eru í áhaldahúsi Ísafjarðarbæjar á Þingeyri, ef húsið verður selt.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við þá aðila er áttu hæsta kauptilboð í áhaldahúsið á Þingeyri. 

 

4.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Aukaframlag 2011.  2010-12-0038.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 12. desember sl., þar sem fram koma upplýsingar um úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóðnum árið 2011.

            Lagt fram til kynningar.

           

5.         Bréf Félags tónlistarskólakennara. - Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum.  2011-12-0024.

            Lagt fram bréf Félags tónlistarskólakennara dagsett 6. desember sl., bréf sem sennt er öllum bæjar- og sveitarstjórnum.  Efni bréfsins er um ályktun aðalfundar félagsins frá 12. nóvember sl., þar sem m.a. er ályktað gegn niðurskurði í tónlistarskólum.

            Bæjarráð bendir á að ekki var niðurskurður í framlögum til tónlistarskóla í Ísafjarðarbæ fjárhagsárið 2012.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Sent fræðslunefnd til kynningar.

 

6.         Bréf umhverfisráðuneytis. - Samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ. 2011-10-0041.

            Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis dagsett 14. desember sl., þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi staðfest og sent til birtingar, samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ, samkvæmt ákvæðum 5. mgr. 4. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, sbr. ákvæði 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Samþykktin fylgir bréfinu.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

7.         Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.

            Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 5. desember sl., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 2. desember sl.

            Lagt fram til kynningar.

 

8.         Bréf umhverfisráðuneytis. - Beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð vegna Tungudals, Ísafirði.  2008-06-0063.

            Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 6. desember sl., er varðar beiðni Ísafjarðarbæjar um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 400/1998, um að byggingarreitir húsa í Tungudal, Skutulsfirði, skuli ekki vera staðsettir nær lóðamörkum en 10 metra.  Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið fellst á að veita undanþágu fyrir ákveðnar lóðir, sem tilgreindar eru í bréfinu.

            Bæjarráð vísar bréfi umhverfisráðuneytis til umhverfisnefndar.

 

9.         Bréf umhverfisráðuneytis. - Beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð vegna Dagverðardals, Ísafirði.  2008-06-0063.

            Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 6. desember sl., er varðar beiðni Ísafjarðarbæjar um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 400/1998, um að byggingarreitir húsa á Dagverðardal, Skutulsfirði, skuli ekki vera staðsettir nær lóðamörkum en 10 metra.  Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið fellst á að veita undanþágu fyrir ákveðnar lóðir, sem tilgreindar eru í bréfinu.

            Bæjarráð vísar bréfi umhverfisráðuneytis til umhverfisnefndar.

 

10.       Mánaðarskýrsla Ísafjarðarbæjar, desember 2011.  2011-11-0043.

            Lögð fram mánaðarskýrsla Ísafjarðarbæjar, desember 2011.  Í skýrslunni koma fram ýmsar hagtölur úr rekstri bæjarfélagsins, svo sem um íbúafjölda, atvinnuástand og rekstur einstaka stofnana sveitarfélagsins.

            Mánaðarskýrslan lögð fram til kynningar.

                         

 Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:50.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?