Bæjarráð - 724. fundur - 9. nóvember 2011
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Atvinnumálanefnd 31/10. 111. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 2/11. 314. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 26/10. 17. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf Jóhanns Torfasonar ofl. - Bygging áhorfendastúku við Torfnesvöll, Ísafirði. 2011-06-0053.
Lagt fram bréf frá Jóhanni Torfasyni, Guðmundi Valdimarssyni og Samúel Samúelssyni f.h. óstofnaðs eignarhaldsfélags. Erindi bréfsins varðar byggingu áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði og beiðni um stuðning Ísafjarðarbæjar hvað varðar afgreiðslu byggingarleyfis, fjárstuðning við uppbyggingu og hugsanlegan rekstur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða til fundar með bréfriturum.
3. Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. - Beiðni um hækkun framlaga 2012. 2011-11-0022.
Lagt fram bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða dagsett 3. nóvember sl., er varðar beiðni um hækkun á framlagi til félagsins á árinu 2012. Bréfinu fylgir greinargerð varðandi erindið.
Bæjarráð vísar erindinu til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar Ísafjarðar- bæjar fyrir árið 2012.
4. Bréf Kvennakórs Ísafjarðar. - Þakkir fyrir styrkveitingu. 2011-03-0146.
Lagt fram bréf Kvennakórs Ísafjarðar dagsett 1. nóvember sl., þar sem kórinn þakkar fyrir veittan styrk frá Ísafjarðarbæ. Í bréfinu er stuttlega sagt frá því starfi sem framundan er hjá kórnum.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf Hagstofu Íslands. - Manntal og húsnæðistal í árslok 2011. 2011-11-0021.
Lagt fram bréf frá Hagstofu Íslands dagsett 2. nóvember sl., þar sem fram kemur að Hagstofan undirbýr nú töku manntals og húsnæðistals í árslok 2011. Hagstofan mun leita til sveitarfélaga að einhverju leiti, til að fá sem réttastar upplýsingar um manntal og húsnæðistal.
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf umhverfisráðuneytis. - Gerð nýrrar skipulagsreglugerðar. 2011-11-0017.
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 3. nóvember sl., er varðar vinnu í umsjón Skipulagsstofnunar við gerð nýrrar skipulagsreglugerðar. Með það að leiðarljósi að hafa sem víðtækast samráð sendir Skipulagsstofnun m.a.. öllum sveitarstjórnum og um 70 félagasamtökum og stofnunum bréf með ósk um ábendingar um hvað mætti betur fara í drögum að nýrri skipulagsreglugerð. Drögin má nálgast á heimasíðu umhverfis-ráðuneytis.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísast til umhverfisnefndar.
7. Bréf Skipulagsstofnunar. - Deiliskipulag frístundabyggða á Ingjaldssandi í Önundarfirði. 2011-09-0100.
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 2. nóvember sl., er varðar deiliskipulagstillögu að frístundabyggð í landi Sæbóls I, II og III, Álfadals og Hrauns. Nesdal og Ingjaldssandi, Ísafjarðarbæ. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið framlögð gögn og telur lýsinguna lýsa vel fyrirhuguðu vinnuferli, samráði og áherslum sveitarstjórnar varðandi svæðið. Stofnunin bendir á nokkur atriði til leiðbeininga og úrbóta.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísast til umhverfisnefndar.
8. Bréf Skipulagsstofnunar. - Landsskipulagsstefna 2012-2024. 2011-07-0023.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 25. október sl., er varðar landsskipulagsstefnu 2012-2024. Ný landsskipulagsstefna byggir á nýjum skipulags- lögum nr. 123/2010. Í bréfinu er greint frá markmiðum landsskipulagsstefnu og vinnu- fyrirkomulagi.
Þau sveitarfélög sem áhuga hafa á að eiga fulltrúa í samráðsvettvangi tilnefni einstaklinga til þátttöku fyrir 15. nóvember n.k.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í umhverfisnefndar.
9. Bréf Sævars Geirssonar, Kópavogi. Tvö bréf frá 31. október og eitt bréf frá 4. nóvember 2011.- Heimabær II, Hesteyri, Jökulfjörðum. 2011-07-0034.
Lögð fram þrjú bréf frá Sævari Geirssyni, Kópavogi. Tvö bréfanna eru dagsett þann 31. október sl. og eitt þann 4. nóvember sl. Öll bréfin varða framkvæmdir við Heimabæ II að Hesteyri í Jökulfjörðum.
Bæjarráð upplýsir að málið sé í ákveðnu ferli, sem bæjarlögmaður Ísafjarðarbæjar hefur lagt til. Bæjarráð vísar ofangreindum bréfum til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.
10. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 4. nóvember sl., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 4. nóvember sl. Á fundinum var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, sem og gjaldskrá og er óskað eftir athugasemdum og eða ábendingum sveitarfélaga fyrir 1. desember n.k. Næsti fundur nefndarinnar verður þann 2. desember n.k.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun og gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða til skoðunar við vinnu fjárhagsáætlunar Ísafjarðaræjar fyrir árið 2012.
11. Fulltrúar Vestur Verks ehf. mættu til fundar við bæjarráð, til viðræðna um orkumál á Vestfjörðum. 2008-09-0039.
Til fundar við bæjarráð eru mættir þeir Gunnar G. Magnússon, Hallvarður Aspelund og Valdimar Steinþórsson, fulltrúar Vestur Verks ehf., til viðræðna um orkumál á Vestfjörðum í nútíð og náinni framtíð. Rætt var um fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði og almennt um raforkuuppbyggingu svæðistins. Jafnframt var fjallað um ástand á varaafli á Vestfjörðum og hugsanlegum breytingum þar á.
12. Ráðning aðstoðarsnjóflóðaathugunarmanns á Flateyri.
Í erindi frá Snjóflóðasetri Veðurstofu Íslands dagsettu 9. nóvember 2011, kemur fram, að áhugi er fyrir að ráða aðstoðarsnjóflóðaathugunarmann á Flateyri til eins árs. Hans hlutverk yrði fyrst og fremst að aðstoða Örn Ingólfsson, snjóflíoðaeftirlitsmann og láta vita af flóðum og ótryggum snjóalögum í kringum Flateyri.
Bæjarráð tekur heilshugar undir fyrirhugaða ráðningu.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:25.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína F. Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.