Bæjarráð - 719. fundur - 3. október 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Félagsmálanefnd 27/9.  360. fundur.

            Fundargerðin er í tólf liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Íþrótta- og tómstundanefnd 28/9.  124. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 28/9.  359. fundur.

            Fundargerðin er í tíu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað formanns bæjarráðs. - Samgöngumál á Vestfjörðum.

            Lagt fram minnisblað Eiríks Finns Greipssonar, formanns bæjarráðs, er varðar samgöngumál á Vestfjörðum.  Máli þessu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs þann     26. september sl.

            Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun.

            ,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur niðurstöðu innanríkisráðherra um að velja leiðina um Ódrjúgháls og Hjallaháls eða leið D, sem kynnt var á fundi samráðsvettvangs þann 9. september s.l. og á íbúafundi í Reykhólahreppi og Vesturbyggð 19. og 20. september sl., hafa valdið öllum Vestfirðingum miklum vonbrigðum, enda er hún í engu samræmi við kröfur samtímans um láglendisvegi.
            Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur heilshugar undir samþykkt stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og hvetur innanríkisráðherra til að leita áfram nýrra lausna fyrir þennan samgöngukafla, sem endurspegli vilja íbúa og stefnumörkun sveitarstjórna á Vestfjörðum í samgöngumálum landshlutans. Bæjarráðið telur að nýjar upplýsingar sem komu fram á fundum samráðsvettvangs innanríkisráðherra kalli á gerð nýs umhverfismats og/eða formats á umhverfisáhrifum samgönguframkvæmda í Gufudalssveit og skorar því á innanríkisráðherra að tryggja nauðsynlegt fjármagn til að hefjast þegar handa við þá vinnu.“

 

3.         Bréf Lindarfoss ehf. - Framlenging á samningi.  2007-08-0062.

            Lagt fram bréf frá Lindarfossi ehf., dagsett 23. september sl., þar sem félagið óskar eftir framlengingu um tólf mánuði á núgildandi vatnskaupasamningi félagsins við Ísafjarðarbæ, samningi er undirritaður var þann 3. mars 2011.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að orðið verði við þeirri beiðni Lindarfoss ehf., að samningurinn verði framlengdur um tólf mánuði.

4.         Endurskoðun á skipulagi safna. - Drög að erindisbréfi ,,fagráðs safna í Ísafjarðarbæ“. 2010-07-0067

            Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir ,,fagráð safna í Ísafjarðarbæ“, sem unnin eru af Hálfdáni Bjarka Hálfdánssyni, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar í samráði við Daníel Jakobsson, bæjarstjóra.  Jafnframt er lagt fram minnisblað bæjarstjóra frá 26. maí sl., er varðar endurskoðun á skipulagi sagna og tillögu að breyttu skipuriti.

            Bæjarráð samþykkir drög að erindisbréfi með smávægilegum breytingum og vísar ákvarðanatöku til bæjarstjórnar.

 

5.         Bréf Golfklúbbs Ísafjarðar. - Beiðni um aukið landsvæði í Tungudal,

            Skutulsfirði.  2011-09-0087.

            Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 21. september sl., umsókn um landsvæði austan Tunguár í Tungudal, Skutulsfirði, til stækkunar á golfvelli félagsins í Tungudal.

            Bæjarráð vísar erindi Golfklúbbsins til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

6.         Samb. ísl. sveitarf. - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 13. og 14. október n.k.

            Lagður fram tölvupóstur frá Samb. ísl. sveitarf., Magnúsi Karel Hannessyni, sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs, þar sem tilkynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldið dagana 13. og 14. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica í sölum A og B á jarðhæð hótelsins.  Skráningu fulltrúa á ráðstefnuna líkur mánudaginn 10. október n.k.

            Bæjarráð samþykkir að fulltrúar í bæjarráði, bæjarstjóri og fjármálastjóri sæki ráðstefnuna fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

7.         Bréf umhverfisráðuneytis. - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.

            2011-09-0110.

            Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 26. september sl., er varðar undirbúning að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2023 og innleiðingu á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrgang í íslenskan rétt.  Ráðuneytið gefur Ísafjarðarbæ kost á að koma að vinnu við útgáfu landsáætlunar og innleiðingu á rammatilskipun um úrgang.  Boðið er upp á fundi um málefnið á tímabilinu                   26. september til 2. desember n.k.

            Bæjarráð vísar bréfi umhverfisráðuneytis til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

8.         Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerð stjórnar frá 27. september sl.

            Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá fundi er haldinn var þann 27. september sl., á skrifstofu Fjórðungssambandsins að Árnagötu 2-4, Ísafirði.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

9.         Ný sveitarstjórnarlög samþykkt á Alþingi 17. september 2011.

      Lögð fram fréttatilkynning af vef Alþingis, þar sem fram kemur að Alþingi hafi samþykkt ný sveitarstjórnarlög þann 17. september sl.  Í tilkynningunni kemur meðal annars fram, að Samb. ísl. sveitarf. og innanríkisráðuneytið munu að sjálfsögðu veita sveitarfélögum, sem þess óska, aðstoð við innleiðingu breytinga sem ný sveitarstjórnarlög fela í sér.  Nálgast má ný sveitarstjórnarlög á þessum tengli. 

http://www.althingi.is/altext/139/s/1998.html

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

10.       Minnisblað frá upplýsingafulltrúa. - Tendrun jólaljósa 2011.   

            Lagt fram minnisblað frá Hálfdáni Bjarka Hálfdánssyni, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 30. september sl., þar sem hann gerir grein fyrir tillögu um dagsetningar að tendrun jólaljósa í byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar á þessu ári.

            Lagt er til að tendranir verði sem hér segir. 

                        Þingeyri, laugardaginn 26. nóvember 2011.

                        Suðureyri, sunnudaginn 27. nóvember 2011.

                        Ísafirði, laugardaginn 3. desember 2011.

                        Flateyri, sunnudaginn 4. desember 2011.

            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við framlagða dagskrá, um tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ 2011.

 

11.       Fjárhagsáætlun 2012. - Minnisblað fjármálastjóra 2012.

            Lagt fram minnisblað frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, yfir tekjuforsendur fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2012. 

 

12.       Rekstraryfirlit fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2011. - Lagt fram af

            fjármálastjóra á fundi bæjarráðs.

            Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, mætti á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir rekstraryfirliti fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2011.

 

13.       Þjónusta við eldri borgara á Flateyri og í Önundarfirði.

            Lögð fram þarfagreining, tillögur og kostnaðaráætlun, um þjónustu við eldri borgara á Flateyri og í Önundarfirði, sem unnið er af Margréti Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Sædísi Maríu Jónatansdóttur, ráðgjafa á fjölskyldusviði.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  

           

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:30.

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs
Albertína F. Elíasdóttir

Arna Lára Jónsdóttir
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?