Bæjarráð - 713. fundur - 22. ágúst 2011

1.         Bréf frá Jafnréttisstofu. 2010-05-0008.

Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu þar sem beðið er um afhendingu jafnréttisáætlunar Ísafjarðarbæjar og framkvæmdaáætlun.

Vinna stendur yfir hjá félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar við gerð jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins.

 

2.         Bréf frá Vesturferðum. 2011-08-0018.

Í bréfinu eru Ísafjarðarbæ boðnir hlutir í félaginu til kaups.

Bæjarráð afþakkað boðið.

 

3.         Bréf frá Byggðastofnun. 2011-07-0075.

Bréfið er svar við bréfi bæjarráðs þar sem farið var fram á svör vegna stöðu atvinnumála á Flateyri.

Bæjarráð þakkar Byggðastofnun svar við fyrirspurn bæjarráðs, og lýsir þeirri von sinni að yfirstandandi viðræður um sölu megin hluta eigna Eyrarodda leiði til þess  að öflug landvinnsla hefjist á Flateyri að nýju. Bæjaryfirvöld hafa unnið ásamt hlutaðeigandi aðilum að farsælli lausn atvinnumála á Flateyri. Margt hefur þar  tekist vel, annað miður, en sölu á hluta eigna þrotabúsins er nú lokið og vonir standa til að samningar um sölu annarra eigna ljúki senn.

 

4.         Bréf frá sendiráði Noregs. 2011-07-0079.

Í bréfinu eru samúðarkveðjur vegna atburðanna í Noregi 22. júlí þakkaðar. 

Lagt fram til kynningar.

 

5.         Samstarfssamningur við Umferðarstofu. 2010-01-0039.

Samstarfssamningur um gerð umferðaröryggisáætlunar.

 Samningurinn sagður fram til kynningar.

 


6.         Byggðakvóti á Flateyri. 2009-10-0035.

Bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar óskuðu eftir aukningu á byggðakvóta til Flateyrar á sl. vetri og varð sjávarútvegsráðherra við þeirri beiðni. Beiðni þessi var sett fram til að styrkja stöðu landvinnslunnar á staðnum. Vegna undirbúnings og hagsmuna við úthlutun byggðakvóta næsta fiskveiðiárs óskar bæjarráðið eftir upplýsingum frá fiskvinnslu- og útgerðaraðilum í Ísafjarðarbæ, með hvaða hætti samningum um löndun og vinnslu aflans (byggðakvótans) hefur verið háttað á þessu ári. Enn fremur er bæjarstjóra falið að afla upplýsinga frá Fiskistofu um landaðan og unnin afla í byggðalaginu frá upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 08.35.

 

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs

Albertína Elíasdóttir                                                                          

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?