Bæjarráð - 703. fundur - 30. maí 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Atvinnumálanefnd 23/5.  108. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Umhverfisnefnd 25/5.  352. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað til bæjarráðs. - Skipan starfshóps til endurskoðunar á ferlum

            ráðninga hjá Ísafjarðarbæ. 2011-04-100.

            Lagt fram minnisblað til bæjarráðs þar sem á 296. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 19. maí sl., lagði Albertína F. Elíasdóttir, bæjarfulltrúi, fram eftirfarandi bókun undir II. lið dagskrár.

      ,,Það er mjög leitt hvernig umræða um ráðningu sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs hefur þróast á undanförnum vikum og dögum.  Sömuleiðis er leitt hvernig Capacent hefur að hluta til brugðist í sínu hlutverki.  Í ljósi þessarar reynslu mun ég á næstu dögum ræða í meirihlutanum, sem og við minnihlutann, ráðningar sveitarfélagsins og þá taka það upp á vettvangi bæjarráðs og bæjarstjórnar hvort ástæða sé til að fara yfir feril ráðningamála hjá sveitarfélaginu og leita leiða til að gera ráðningarferlið skýrara, gegnsærra og skilvirkara.  Þannig yrði það tillaga mín að skipaður yrði 3 manna starfshópur úr hópi bæjarstjórnar, auk bæjarstjóra, til að fara yfir þessi mál og leggja fram tillögu að vinnulagi eigi síðar en á fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir sumarfrí.“

            Arna Lára Jónsdóttir, fulltrúi Í listans í bæjarráði, lét bóka eftirfarandi:
,,Ég tel ekki tímabært að skipa þriggja manna starfshóp til að fara yfir ráðningarmál hjá Ísafjarðarbæ. Nú þegar liggur fyrir að þrir umsækjendur um starf sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs hafa óskað eftir rökstuðningi og Innanríkisráðuneytinu hefur borist
stjórnsýsluákæra vegna sömu ráðningar. Ég tel rétt og nauðsynlegt að þessi mál verði frágengin svo hægt verði að draga einhvern lærdóm af þessari ráðningu, sé vilji til þess.“

            Minnisblaðið lagt fram til kynningar í bæjarráði að sinni.

 

3.         Bréf Markaðsstofu Vestfjarða. - Upplýsingamiðstöð Vestfjarða.           

            Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Vestfjarða, Gústaf Gústafssyni, forstöðumanni, dagsett 24. maí sl., er varðar hugsanlegar viðræður við Ísafjarðarbæ um yfirtöku Markaðsstofu á rekstri Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða.

            Auk bréfsins er lagt fram yfirlit um rekstrarkostnað Upplýsingamiðstöðvar á sl. ári, sem og minnisblað upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar og forstöðumanns Upplýsingamiðstöðvar Ísafjarðarbæjar dagsett 26. maí sl.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

4.         Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Umsögn um veitingaleyfi. 2011-05-0045.

            Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 26. maí sl., þar sem hann leitar umsagnar vegna umsóknar Gerðar Eðvarsdóttur f.h. Slétt og Slitrótt ehf., um endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi veitingastaðarins.  Núgildandi leyfi er fyrir flokk I, en sótt er um leyfi fyrir flokk II.

            Bæjarráð óskar umsagnar frá byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlitsmanni á ofangreindu erindi.

 

   5.      Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Umsögn um rekstrarleyfi.  2011-05-0046.

            Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 26. maí sl., þar sem hann leitar umsagnar um umsókn Guðbjargar Ólafsdóttur f.h. Orkusteins ehf., um rekstrarleyfi gistiheimilis, að Hafnarstræti 8, Ísafirði.

            Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um erindið.

 

6.         Bréf Elvars Loga Hannessonar. - ACT-ALONE, styrkbeiðni.

            Lagt fram bréf frá Elfari Loga Hannessyni f.h. ACT ALONE/Kómedíuleihússins dagsett 23. maí sl., þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá Ísafjarðarbæ vegna leikhátíðarinnar, sem haldin verður hér á Ísafirði dagana 12.-14. ágúst n.k.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

 

7.         Bréf Vegagerðarinnar. - Beiðni um aukna götulýsingu.  2011-05-0006.

            Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 24. maí sl., þar sem svarað er bréfi Ísafjarðarbæjar um aukna götulýsingu á Suðureyri og Flateyri.  Fram kemur í svari Vegagerðarinnar að ekki er hægt að verða við beiðni Ísafjarðarbæjar sökum niðurskurðar á heimildum til lýsingar gatna.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara Vegagerðinni með tilvísun til umræðna á fundi bæjarráðs.

  

8.         Bréf Leiðar ehf., Bolungarvík. - Uppsetning skilta ,,Óska eftir bílferð“.

            2011-02-0082.

            Lagt fram bréf frá Leið ehf., Bolungarvík, dagsett 24. maí sl., þar sem fram er borin tillaga um, að sett verði upp skilti í Ísafjarðarbæ fyrir þá sem óska eftir bílfari.  Fyrir nokkru samþykktu Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur beiðni Leiðar ehf., þess efnis.  Frekari útlistun kemur fram í ofangreindu bréfi.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið frekar og leggja minnisblað fyrir bæjarráð.

 

9.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Framlag vegna nýbúafræðslu.

            2010-12-0038.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 23. maí sl., tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2011.  Heildarúthlutun framlags vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2011 til Ísafjarðarbæjar, nemur kr. 2.530.000.-.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði, sent fræðslunefnd til upplýsinga.

 

10.       Bréf Landssambands kúabænda. - Ályktun aðalfundar 2011.   2011-04-0059.

            Lagt fram bréf frá Landssambandi kúabænda dagsett 12. maí sl., þar sem komið er á framfæri ályktun aðalfundar Landssambandsins er haldinn var þann 13. apríl sl. og varðar aðgerðir vegna mengunar í Skutulsfirði.

            Lagt fram til kynningar.

 

11.       Bréf Umhverfisstofnunar. - Eftirlit með leiksvæðum.  2011-02-0020.

            Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 19. maí sl., þar sem stofnunin vill minna sveitarstjórnir, sem rekstraraðila leiksvæða, á ábyrgð þeirra hvað varðar öryggi leikvallatækja og leiksvæða.  Bréfi Umhverfisstofnunar fylgir afrit af bréfi Neytendastofu, er varðar einnig eftirlit með leikvallatækjum í notkun.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði, vísað til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðar- bæjar til athugunar.  Bæjarráð óskar eftir að gerð verði allsherjar úttekt á leikvöllum á vegum Ísafjarðarbæjar.

 

12.       Bréf Ungmennafélags Íslands. - ,,Ungt fólk og lýðræði“.

            Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands dagsett 20. maí sl., er fjallar um ráðstefnuna ,,Ungt fólk og lýðræði“, sem haldin verður dagana 22. - 24. september n.k. á Hótel Örk í Hveragerði.  Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar til kynningar.

 

13.       Fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 123. og 124. fundi.

            Lagðar fram tvær fundargerðir frá skólanefnd Menntaskólans á Ísafirði, frá 123. fundi er haldinn var þann 21. mars sl. og 124. fundi er haldinn var þann 16. maí sl.

            Lagt fram til kynningar.

 

14.       Bréf Sjávarþorpsins Suðureyri. - Beiðni um þátttöku Ísafjarðarbæjar.

            Lagt fram bréf frá klasafyrirtækinu Sjávarþorpið Suðureyri, dagsettu 24. maí sl., þar sem greint er frá að fyrirtækið er samstarfsvettvangur 11 fyrirtækja og einstaklinga, sem hefur það að markmiði að bæta grunngerð á Suðureyri, íbúum og ferðamönnum til hagsbóta.  Leitað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að klasanum með kaupum á hlutafé fyrir kr. 500.000.-.  Eða hins vegar vill félagið bjóða Ísafjarðarbæ þjónustusamning til prufu í eitt ár, sem felur í sér verkefni, sem að þeirra mati geta verið unnin með ódýrari og markvissari hætti af starfsmanni Sjávarþorpsins.  Nokkur verkefni eru nefnd í bréfinu.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra og fomanni bæjarráðs, að eiga viðræður við bréfritara um erindið.

 

15.       Minnisblað bæjarstjóra. - Fimm ára framkvæmdaáætlun.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 27. maí sl., er varðar fimm ára framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar.  Í minnisblaðinu leggur bæjarstjóri áherslu á að umhverfisnefnd í samráði við umhverfis- og eignasvið fari í vinnu við gerð 5 ára framkvæmdaáætlunar fyrir Ísafjarðarbæ.  Við gerð áætlunarinnar verði sérstaklega horft til verka sem fegra bæinn og draga úr rekstrarkostnaði bæjarins.

            Bæjarráð óskar eftir að framkvæmdaáætlun sem til er verði uppfærð og hún lögð fyrir bæjarráð.   

16.       Bréf Kristínar Óskar Jónasdóttur. - Beiðni um rökstuðning á ráðningu

            sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.

            Lagt fram bréf frá Kristínu Ósk Jónasdóttur dagsett 25. maí sl., þar sem hún óskar eftir rökstuðningi á ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

17.       Bréf Sigurlíu Jónasdóttur. - Beiðni um rökstuðning á ráðningu sviðsstjóra

            skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.

            Lagt fram bréf Sigurlínu Jónasdóttur dagsett 24. maí sl., þar sem hún óskar eftir rökstuðningi á ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

             

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:01.

 

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Marsellíus Sveinbjörnsson.                                                     

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?