Bæjarráð - 695. fundur - 4. apríl 2011
Þetta var gert:
1. Kynning fjármálastjóra á ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana 2010.
Á fund bæjarráðs er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri og gerði hann bæjarráði grein fyrir stöðu vinnu við frágang ársreiknings Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2010.
Bæjarráð þakkar fjármálastjóra fyrir greinargóðar upplýsingar.
2. Fundargerðir nefnda.
Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
28/3. 9. fundur
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 30/3. 349. fundur.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Drög að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ. 2007-04-0048.
Lögð fram drög að nýrri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið Ísafjarðarbæ. Til stóð að vera með eina lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Vestfjörðum og var það verk á hendi sýslumannsins á Ísafirði. Það hefur hins vegar ekki tekist og eru því lögð fram ný drög að samþykkt fyrir Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ verði samþykkt.
4. Bréf Siglingaklúbbsins Sæfara. - Styrkbeiðni, niðurfelling á leigu. 2011-02-0109.
Lagt fram bréf frá Siglingaklúbbnum Sæfara á Ísafirði dagsett 25. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ, til að mæta kostnaði félagsins við leigu á aðstöðu í sundlaug Ísafjarðarbæjar á Flateyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Sæfara.
5. Bréf Sauðfjárveikivarnanefndar Strandabyggðar. - Hreindýr til Vestfjarða. 2011-03-0151.
Lagt fram bréf frá Jóni Stefánssyni, formanni, Sauðfjárveikivarnanefndar Strandabyggðar og nágrennis, dagsett 25. mars sl., er varða hugmyndir um flutning á hreindýrum á Vestfirði. Í bréfinu og fylgigögnum er rætt um kosti þess og galla er fylgja því að hreindýr yrðu flutt til Vestfjarða. Í niðurlagi bréfsins segir: ,,Það er von okkar að sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum hjálpi bændum að standa vörð um heilbrigði búfjár og stuðli þannig að áframhaldandi framleiðslu búfjárafurða á Vestfjörðum, sem lausar eru við alla alvarlega smitsjúkdóma.“
Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
6. Bréf Jóhannesar Jónssonar hjá DIGI-film. - Styrkbeiðni. 2011-03-0146.
Lagt fram bréf frá Jóhannesi Jónssyni ofl. hjá DIGI-film dagsett 29. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 152.000.-, framlag til stuttmyndagerðar. Bréfinu fylgir verklýsing verkefnisins.
Bæjarráð vísar erindinu til almennrar úthlutunar menningarstyrkja.
7. Bréf íþrótta- og tómstundafulltrúa. - Greinargerð vegna Evróvísis ofl.
Lögð fram greinargerð Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna Evróvísis og sjálfboðaliðaverkefna. Gerð er grein fyrir verkefninu allt frá árinu 2005 og stöðu þess í dag.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að beiðni íþrótta- og tómstundafulltrúa verði samþykkt.
8. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 785. stjórnarfundar.
Lögð fram 785. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 24. mars sl., í Allsherjarbúð að Borgartúni 30, Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf Orkustofnunar. - Leit og rannsóknir á kalkþörungaseti á hafsbotni við Vestfirði.
Lagt fram bréf frá Orkustofnun dagsett 31. mars 2011, beiðni um umsögn um umsókn Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., um leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni við Vestfirði.
Fylgiskjöl með bréfi Orkustofnunar eru:
1. Bréf Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., til Orkustofnunar, dagsett 25. febrúar
2011; umsókn um rannsóknaleyfi á Vestfjörðum.
2. Bréf Orkustofnunar til Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., dags. 25. mars 2011; beiðni um frekari upplýsingar vegna umsóknar (ásamt 4 fylgiskjölum).
3. Bréf Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. til Orkustofnunar, dags. 31. mars 2011; frekari upplýsingar vegna umsóknar um rannsóknaleyfi (ásamt 2 fylgiskjölum).
Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:35.
Þorleifur Pálsson, bæjarritari.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.
Albertína Elíasdóttir.
Kristján Andri Guðjónsson.