Bæjarráð - 684. fundur - 30. desember 2010


Þetta var gert:






1.
                 
Atvinnumál ?  Stuðningurvið fyrirtæki sem vilja skapa ný störf í Ísafjarðarbæ. F.h.atvinnumálanefndar mættu á fundinn undir þessum lið; Ingólfur Þorleifsson, Sigríður Kristjánsdóttir og Sigurður Hreinsson.





Málið rætt og m.a. farið yfir það hvernig þetta er gert í öðrum sveitarfélögum og  lagt til að bærinn listi upp þær eignir sem að bærinn á og gæti lagt til vegna fjölgunar starfa.





Ákveðið var að halda vinnunni áfram með það að markmiði að koma hagsmunaaðilum saman á grundvelli umræðna á fundinum. M.v. að búið sé að setja reglur fyrir 1. mars n.k. Næstu skref eru að útfæra verkefni betur.





Starfsmanni atvinnumálanefndar falið að vinna málið áfram.





2.                  Sorpmál ? Samningur við Kubb ehf. vegna sorphirðu, gámstöðvar og urðun.


Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið.


Farið yfir drög að samningum við Kubb ehf. Samþykkt að heimila bæjarstjóra að klára málið á þeim nótum sem kynnt var og leggja fyrir næsta bæjarstjórnarfund.


3.                  HSV ? Samstarfssamningur Héraðssambands Vestfirðinga ogÍsafjarðarbæjar.


Lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að vísa samningnum til samþykktar bæjarstjórnar. Skrifað verður undir samninginn kl. 10 í dag með þeim fyrirvara.





4.                  Snjóflóðavarnir í Tungudal ? Niðurstaða frumathugunar.


Minnisblað frá Verkís lagt fram. Ljóst er m.v. þetta að kostnaðurinn er það mikill að þetta er ekki inn í myndinni að svo stöddu.





5.                  Trúnaðarmál ? Rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók.





6.                  Fundargerð ? Félagsmálanefnd frá 22.12 s.l.


Lagt fram til kynningar



 



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:40. Daníel Jakobsson ritaði fundargerð.





Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs


Albertína Elíasdóttir


Arna Lára Jónsdóttir


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri



Er hægt að bæta efnið á síðunni?