Bæjarráð - 681. fundur - 6. desember 2010


Þetta var gert:








1. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2011. - Fjárfestingar ofl. 2010-09-0031.


Á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár, eru mættir Jón H. Oddsson, fjármálastjóri og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.  Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 í framhaldi af fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 1. desember sl., þar sem frumvarp til fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar 2011, var til fyrri umræðu. 


Rætt var um fjárfestingaáætlun fyrir árið 2011 og samþykkt að leggja fram tillögur til bæjarstjórnar við síðari umræðu fjárhagsáætlunar á fundi bæjarstjórnar þann  9. desember n.k.  Tillögurnar fari út með fundarboði.









2. Fundargerð nefndar.


Umhverfisnefnd 1/12.  343. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.








3. Sala fasteigna í eigu Ísafjarðarbæjar. - Umræður í bæjarráði.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, hóf umræður um þær fasteignir Ísafjarðarbæjar, er hugsanlega kæmi til greina að selja.



Samþykkt að leggja málið fyrir bæjarstjórn. 






Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:06.





Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?