Bæjarráð - 679. fundur - 23. nóvember 2010


 Þetta var gert:






1. Trúnaðarmál tekin fyrir í bæjarráði.


 Tekin voru fyrir fjögur trúnaðarmál og þau færð til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs. 



 



2. Fundargerðir nefnda.


 Almannavarnanefnd 9/11. 7. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



 Atvinnumálanefnd 17/11.  104. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



 Félagsmálanefnd 16/11.  349. fundur.


 Fundargerðin er í átta liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



 Nefnd um sorpmál 9/11.  4. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



 Nefnd um sorpmál 16/11.  5. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



3. Gjaldskrárbreytingar fyrir sundstaði, skíðasvæði og líkamsræktarsali


 í Ísafjarðarbæ.


 Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá fyrir sundstaði, skíðasvæði og líkams- ræktarsali í Ísafjarðarbæ.  Tillagan fór fyrir fund íþrótta- og tómstundanefndar þann 10. nóvember sl.  Tillagan gengur út á að lækka verð á árskortum, 10 og 30 miða kort standi nánast í stað, en hækka gjald á staka miða.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að gjaldskrám fyrir sundstaði, skíðasvæði og líkamsræktarsali, verði samþykkt.



 



4. Minnisblað bæjarritara. - Drög að reglum um tilnefningu bæjarlistamanns. 2010-11-0026.


 Lögð fram drög að reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.  Á 677. fundi bæjarráðs var rætt um fyrirkomulag á vali bæjarlistamanns og samþykkt þar, að móta reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.






5. Bréf Fisherman ehf. - Endurskoðun samnings um tjaldsvæði.    2010-11-0031. 


Lagt fram bréf Fisherman ehf., Suðureyri, dagsett 8. nóvember sl., þar sem óskað er eftir endurskoðun á samningi aðila frá 4. apríl 2006, um tjaldsvæði að Skipagötu 3, Suðureyri.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við bréfritara á grundvelli umræðna í bæjarráði.


 


6. Bréf Lífæðarinnar FM, Bolungarvík. - Beiðni um styrk. 2009-12-0016.


Lagt fram bréf frá Þórði Vagnssyni f.h. Lífæðinni FM, Bolungarvík, þar sem óskað er eftir styrk til að reka útvarpstöðina Lífæðin FM á tímabilinu 8. desember n.k. til 8. janúar á næsta ári.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.



 



7. Bréf Kvennaráðgjafarinnar. - Beiðni um fjárframlag rekstrarárið 2010.


 2010-11-0046.


  Lagt fram bréf frá Kvennaráðgjöfinni, Túngötu 14, 101 Reykjavík, dagsett þann 12. nóvember sl., þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá Ísafjarðarbæ vegna rekstrarársins 2010.  Styrkurinn verður nýttur til að reka ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur. Bréfinu fylgir framkvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.


 Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.



 



8. Bókun bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar um Reykjavíkurflugvöll.


Lagt fram bókun bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar um Reykjavíkurflugvöll, bókun var samþykkt í bæjarstjórninni þann 16. nóvember s.l. og er svohljóðandi.



 ,,Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir að fela bæjarstjóra að láta vinna skýrslu um afleiðingar þess fyrir Akureyri og þá sem nýta sér Akureyrarflugvöll að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður af í núverandi mynd. Sérstaklega verði litið til öryggissjónarmiða, sem og efnahagslegra áhrifa við gerð skýrslunnar.


        Bæjarstjóri vinni verkefnið í samráði við bæjarstjóranna á Ísafirði, Fljótsdalshéraði og í Vestmannaeyjum vegna hugsanlegrar aðkomu þeirra að verkefninu fyrir þeirra bæjarfélög. Bæjarstjóra einnig falið að upplýsa borgarstjóra um verkefnið.?


Bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir fundi er hann átti með fulltrúum Reykj- víkurborgar ásamt bæjarstjórum Akureyrar, Fljótsdalshéraðs og Vestmannaeyja.


Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefni með ofangreindum sveitarfélögum, en kostnaði skal stillt í hóf.



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:30.


 


Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?