Bæjarráð - 670. fundur - 13. september 2010


Þetta var gert:



1. Fundargerðir nefnda.


 Félagsmálanefnd 7/9.  344. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Íþrótta- og tómstundanefnd 8/9. 116. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 1. liður.  Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 50.000.-


 vegna Skólahreysti 2010, greiðist af 21-81-995 1


 Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


 Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá


 ríki til sveitarfélaga. 


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 8/9.  337. fundur.


 Fundargerðin er í sautján liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Landsbanki Íslands. - Lánamál. 2010-09-0032.


 Rætt um væntanlega lántöku hjá Landsbanka Íslands, vegna endurfjármögnunar eldri fyrirgreiðslu.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að gengið verði frá lántöku hjá Landsbanka Íslands á grundvelli samkomulags þar um, sem áður hefur verið staðfest í bæjarráði, sem trúnaðarmál.



3. Vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2011. - Rekstur fyrrihluta árs 2010. 2010-09-0031.


 Lagt fram vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2011.  Jafnframt voru á fundinum gefnar upplýsingar um rekstur Ísafjarðarbæjar fyrir tímabilið janúar-júlí 2010.  Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.


 


4. Minnisblað bæjarritara. - Námsvist í tónlistarskóla utan


 lögheimilissveitarfélags.   2010-08-0054.



  Lagt fram minnisblað bæjarritara vegna umsóknar um styrk til greiðslu námsvistar í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags.  Erindið var áður á dagskrá 669. fundar bæjarráðs og á þeim fundi óskað frekari upplýsinga um málið.


 Eftir frekari eftirgrennslan og með tilvísun til 1. liðar í reglum Ísafjarðarbæjar varðandi nemendur, sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum samþykktum þann 18. júní 2009, uppfyllir ofangreind umsókn ekki reglur Ísafjarðarbæjar varðandi styrk til nemenda í tónlistarnámi utan Ísafjarðarbæjar.


 Bæjarráð hafnar styrkveitingu þar sem umsóknin fellur ekki að reglum Ísafjarðarbæjar þar um.



5. Bréf Guðmundar Páls Óskarssonar. - Hjallur við Ísafjarðarbeg í Hnífsdal.


2010-09-0009.



 Lagt fram bréf frá Guðmundi Páli Óskarssyni, Skólavegi 11, Hnífsdal, dagsett þann 1. september 2010, þar sem hann gerir grein fyrir að borist hafi synjun frá Matvæla- stofnun um leyfi til þurrkunar utandyra í húsnæði fyrirtækisins Harðfiskur og Hákarl við Ísafjarðarveg í Hnífsdal.  Hjálagt bréfi Guðmundar Páls fylgir bréf Matvælastofnunar frá 23. ágúst sl., sem og skýrsla eftirlitsmanns Matvælastofnunar dagsett 15. júlí sl.


 Bæjarráð óskar eftir áliti Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns, á þeirri stöðu sem nú er upp komin í máli Guðmundar Páls Óskarssonar og fyrirtækis hans í Hnífsdal.



6.  Bréf Íbúasamtaka Hnífsdals. - Leikskólinn Bakkaskjól, Hnífsdal.


 2010-09-0002.
 


 Lagt fram bréf Íbúasamtaka Hnífsdals ódagsett, þar sem komið er á framfæri ályktun stjórnar Íbúasamtakanna frá 30. ágúst sl., þar sem talað er um fyrirætlan Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar um að loka leikskólanum Bakkaskjóli í Hnífsdal.


 Bæjarráð vill taka fram, að engar tillögur hafa komið fram, hvað þá að ákvarðanir hafi verið teknar um lokun leikskólans Bakkaskjóls í Hnífsdal.


 Bæjarráð þakkar bréf Íbúasamtaka Hnífsdals og vísar því til fræðslunefndar Ísafjarðaræjar.



7. Bréf Íbúasamtaka Hnífsdals. - Malbikunarframkvæmdir í Ísafjarðarbæ. 


 2010-09-0003.



 Lagt fram bréf Íbúasamtaka Hnífsdals ódagsett, þar sem rætt er um væntanlegar malbikunarframkvæmdir í Ísafjarðarbæ sumarið 2011 og minnt á að götur í Hnífsdal svo sem Heiðarbraut, Dalbraut og Garðavegur séu nánast ófærar.  Íbúasamtökin hvetja til þess að það verði haft í huga við áætlanagerð fyrir sumarið 2011.


 Bæjarráð bendir á, að erindi þetta var tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar þann 8. september sl. og málinu þar vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2011.



8. Samb. ísl. sveitarf. - Stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum.  2010-09-008.


 Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf., Björk Ólafsdóttur, verkefnisstjóra skólamála, dagsett 1. september sl., er varðar stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum. Í bréfinu kemur fram að tekin hafa verið og gefin út tvö rit sem send hafa verið til allra formanna skóla- og fræðslunefnda.


 Bæjarráð vísar bréfinu til fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.



9. Menntaskólinn á Ísafirði. - 120. fundargerð skólanefndar MÍ.


 Lögð fram 120. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá fundi er haldinn var þann 30. ágúst sl. á skrifstofu Skólameistara MÍ á Torfnesi, Ísafirði.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



10. Samb. ísl. sveitarf. - 776. fundargerð stjórnar.


 Lögð fram 776. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 26. ágúst sl., í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



11. Bréf fjárlaganefndar Alþingis. - Fundir sveitarstjórnarmanna með


 fjárlaganefnd 2010.  2010-09-0024.



 Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dagsett þann 8. september sl., þar sem fjárlaganefnd býður fulltrúum sveitarfélaga að venju til viðtals við nefndina.  Fulltrúum sveitarfélaga sem hug hafa á fundi eru beðnir að hafa samband við fulltrúa fjárlaganefndar fyrir 17. september n.k.  Áætlaðir fundardagar eru 27. og 28. september n.k.  Einnig verður boðið upp á fjarfundi 29. september n.k.


 Bæjarráð samþykkir að fá fund með fjárlaganefnd Alþingis þann 28. sept. n.k.



12. Bréf bæjartæknifræðings. - Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ.  2010-01-0029.


 Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 10. september sl., er varðar tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ.  Í bréfinu fjallar bæjartæknifræðingur um rekstur tjaldsvæða Ísafjarðarbæjar, en bæjarráð hafði á fundi sínum þann 4. ágúst sl. óskað eftir kostnaðar og framkvæmdaáætlun, sem og yfirliti um rekstur.  Gögn með frekari upplýsingum fylgja bréfi bæjartæknifræðings. Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.


 Bæjarráð óskar eftir tillögum frá bæjartæknifræðingi, fyrir næsta fund bæjarráðs, um niðurröðun framkvæmda milli áranna 2010 og 2011.



13. Bréf bæjartæknifræðings. - Skeiðvöllur Hestamannafélagsins Hendingar


 í Hnífsdal.  2007-07-0027.



 Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 10. september sl., er varðar skeiðvöll Hestamannafélagsins Hendingar í Hnífsdal, boð um byggingu á nýjum skeiðvelli í Engidal í Skutulsfirði eða greiddar bætur vegna skeiðvallarins í Hnífsdal.  Bæjartæknifræðingur leggur til að boðað verði til fundar með fulltrúum Hendingar sem allra fyrst.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra,  að óska eftir fundi með stjórn Hestamannafélagsins Hendingar sem fyrst. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:55.





Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir. 


Arna Lára Jónsdóttir.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?