Bæjarráð - 666. fundur - 4. ágúst 2010


Þetta var gert:


1. Fundargerð nefndar.


 Umhverfisnefnd 22/7. 335. fundur.


 Fundargerðin er í ellefu liðum. 


 1. liður.  Afgreiðsla umhverfisnefndar staðfest í bæjarráði.


 2. liður.  Afgreiðsla umhverfisnefndar staðfest í bæjarráði.


 7. liður.  Afgreiðsla umhverfisnefndar staðfest í bæjarráði.


 Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi bæjarráðs undir 7. lið.


 Fundargerðin staðfest í heild sinni af bæjarráði.


 


2. Bréf bæjartæknifræðings. - Tjaldsvæðið í Tungudal. - Malbikun gatna í


 Ísafjarðarbæ.  2010-01-0029.



Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett þann   20. júlí sl.  Í bréfinu fjallar bæjartæknifræðingur um nauðsyn þess, að tjaldsvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal í Skutulsfirði verði stækkað og aðgengi að rafmagni aukið.  Jafnframt er bent á að bæta þarf aðgengi að rafmagni á tjaldsvæði bæjarins á Þingeyri. Kostnaður við þessar framkvæmdir væru um kr. 10 milljónir og æskilegt að þær yrðu unnar á komandi hausti.


 Bæjarráð óskar eftir kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna ofangreindra endurbóta.  Eins óskar bæjarráð eftir yfirliti um rekstur tjaldsvæða Ísafjarðarbæjar það sem af er sumri.


Jafnframt er í bréfinu getið á um malbikun gatna í Ísafjarðarbæ á þessu ári og að í þau verk er áætlað að verja kr. 20 milljónum.  Malbikunarfyrirtækið Hlaðbær Colas hefur boðist til að malbika meira en áætlað var og verði greiðslur vegna þeirra framkvæmda ekki fyrr en á árinu 2011.  Bæjartæknifræðingur leggur til að farið verði í frekari malbikunarframkvæmdir því götur í sveitarfélaginu eru víða í slæmu ásigkomulagi.


Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, en óskar eftir upplýsingum um þau verkefni, sem farið yrði í.  Kostnaði við verkin er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2010.  


 


3. Bréf sóknarnefndar Ísafjarðarkirkju. - Malbikun bílastæðis við


 Ísafjarðarkirkju.  2010-07-0060.



 Lagt fram bréf frá Helgu Friðriksdóttur, formanni sóknarnefndar Ísafjarðarkirkju, dagsett 15. júlí sl., þar sem fjallað er um ástands bílastæðis fyrir framan Ísafjarðarkirkju og beiðni um að bílastæðið verði malbikað af Ísafjarðarbæ, þar sem hvorki Kirkjugarðar Ísafjarðar né heldur sóknarnefnd Ísafjarðarkirkju hafa fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í slíkar framkvæmdir.


 Bæjarráð vísar erindinu til bæjartæknifræðings til skoðunar og óskar eftir að hann eigi viðræður við fulltrúa sóknarnefndar Ísafjarðarkirkju.





 4. Bréf Guðmundar Páls Óskarssonar. - Bótakrafa vegna rekstrarstöðvunar.


 2007-02-0142.



 Lagt fram bréf frá Guðmundi Páli Óskarssyni, Hnífsdal, dagsett 29. júlí sl., þar sem hann í trúnaðargögnum gerir kröfu á Ísafjarðarbæ sökum rekstrarstöðvunar á fyrirtæki hans, vegna vegaframkvæmda Vegagerðarinnar í næsta nágrenni við hús þau er hann notar við vinnslu á  hákarli og framleiðslu á harðfiski.


 Bæjarráð óskar álits bæjarlögmanns á þessu erindi Guðmundar Páls Óskarssonar.  Jafnfram óskar bæjarráð eftir að málið verði kynnt fyrir Vegagerðinni.


 5. Bréf ljósmundaranns Spessa. - Ljósmyndaverkið Hetjur. 2010-08-0001.


 Lagt fram tölvubréf frá ljósmyndaranum Sigurþór Hallbjörnssyni ,,Spessa? dagsett 27. júlí sl., þar sem hann er að bjóða Ísafjarðarbæ til kaups ljósmyndaverkið Hetjur fyrir kr. 300.000.-. 


 Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.


 


6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Námskeið um lýðræði í sveitarfélögum.


 2010-07-0058.



 Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 13. júlí sl., þar sem kynnt er námskeið um lýðræði í sveitarfélögum.  Námskeiðið verður haldið þann 6. september n.k. Óskað er eftir að þátttakendur skrái sig fyrir 15. ágúst n.k. á netfangið anna@samband.is.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði. 



7. Bréf Vinnumarkaðsráðs Vestfjarða. - Starfsþjálfun - vinnustaðanám.


 2010-07-0013.



  Lögð fram tvö bréf frá Vinnumarkaðsráði Vestfjarða dagsett 30. júní og 20. júlí sl., er fjalla er um könnun meðal fyrirtækja og stofnana á Vestfjörðum um þessar mundir, um áhuga þeirra á samstarfi við Vinnumálastofnun, um ný úrræði fyrir atvinnulaust fólk, svo sem starfsþjálfun og eða vinnustaðanám.


  Bæjarráð óskar eftir að málið verði kynnt fyrir þeim stofnunum Ísafjarðarbæjar, er helst kæmu til greina hvað varðar verkefnið. Bæjarritara falið að koma erindinu á framfæri.



8. Bréf Vesturbyggðar. - Uppbygging Vestfjarðavegar nr. 60.  2008-09-0013.


  Lagt fram bréf frá Vesturbyggð dagsett 27. júlí sl., þar sem m.a. er fjallað um samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 1. júlí sl., um stuðning við frumvarp til laga um uppbyggingu Vestfjarðarvegar nr. 60 á Barðaströnd.


  Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:55


Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?